Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

16.12.04

Feðgakvöld

Mamma fór að hitta vinkonur sínar seinnipartinn í dag fram á kvöld, þannig að við feðgarnir vorum einir heima. Þetta gekk ágætlega hjá okkur. Ég var að leika mér með dótið mitt og við pabba minn fram að mat. Þá gaf pabbi mér rófugulrótarstöppu út í graut sem ég var ekkert sérstaklega hrifinn af. En hann gaf mér nú eplamauk í eftirrétt sem ég kunni mun betur við. Síðan fórum við útí búð að kaupa mjólk handa mér og pabbi fór með mig í Snuglinu og vel pakkaðann í góðann galla. Eftir smá leik fékk ég svo góðan mjólkursopa og var sko ekkert á því að sleppa pelanum. Pabbi ætlaði eitthvað að taka hann af mér eftir smá stund og láta mig ropa en ég hélt nú ekki. Ég ríghélt í pelann og hélt bara áfram að drekka, ætlaði sko ekki að missa mjólkina frá mér svo auðveldlega. Pabbi skildi alveg að ég væri æstur yfir mjólkinni og lét mig bara ropa þegar ég var tilbúinn til þess. Eftir sopann var ég orðinn svoldið þreyttur og pabbi setti mig í rúmið. Ég var nú ekki alveg til í það, en lét til leiðast. Vaknaði síðan við eitthvað smá bor hér í blokkinni( en ég hef ekki enn náð mér eftir að hafa vaknað við borlæti þegar ég var lítill) og þurfti að fá pabba nokkrum sinnum til að róa mig þangað til ég festi aftur svefn.

13.12.04

Rosa stór!

Ég er núna búinn að læra að sýna hvað ég er stór og held barasta að foreldrar mínir ætli alveg að springa úr stolti yfir þessu! Ég er víst voða mikil dúlla þegar ég lyfti litlu höndunum mínum upp fyrir haus- eða eins langt og ég næ... svo held ég þeim alltaf saman og kíki á milli þeirra. Þetta er alveg garantí fyrir rosalegum fagnaðarlátum. Stundum lyfti ég höndunum þó ég sé ekki beðinn um það, bara til að athuga viðbrögðin hjá gamla settinu, og það er alveg sama hversu oft ég geri þetta í röð- alltaf fæ ég klapp og "vei" að launum. Maður kann sko að stýra þessu liði!

7.12.04

Jólin eru að koma

Núna styttist óðum í mín fyrstu jól og er ég bara nokkuð spenntur! Mér finnst svo gaman að rífa pappír og skoða skraut þannig að ég á eftir að skemmta mér konunglega á aðfangadag. Pabbi minn er nú kominn í fæðingarorlof nr. 2 og mér finnst rosa gaman að hafa hann svona heima allan daginn og sendi honum við og við alveg sykursæt bros... verð að gefa mömmu svoleiðis líka bráðum-held að hún sé að verða svoldið móðguð.... maður má ekki gera upp á milli þessara greyja;o)
Dagurinn í dag er búinn að vera svoldið erfiður: Ég er búinn að vera í myndatöku eiginlega í aaaaallan dag! Það á víst að sýna mann í einhverjum jólakortum.... Það er nú ekki alveg í lagi með þetta lið! Láta mann sitja berrassaðann með einhverja vængi á bakinu og ætlast til þess að maður brosi sætt! Og ef maður er ekki alveg í stuði þá láta þau eins og bavíanar til að fá mig til að hlæja... vildi að ég gæti tekið video af þeim þegar þau láta svona!
Jæja, svo á pabbi gamli afmæli á fimmtudaginn. Við mamma erum búin að kaupa gjöf. hehehehe hann verður sko hissa! Hann heldur að hann viti alveg hvað hann fær- en hann veit það sko ekki neitt!
Fórum í gær í heimsókn í bankann til hennar Sæunnar skáömmu. Ég fékk sýnisferð um bankann með henni- eða.... allir í bankanum fengu mig til sýnis.... Maður er svo vinsæll allsstaðar sem maður kemur. Ég var auðvitað voða stilltur og prúður drengur og heillaði alla upp úr skónum fyrir vikið. Maður kann sko á þetta!

1.12.04

Bjartur stóri strákur

Jæja, góðir hálsar!
Síðast þegar þið vissuð var ég á leiðinni í næturpössun til ömmu og afa. Það gekk alveg rosalega vel- ég var auðvitað eins og engill. Var bara stilltari en heima hjá mér- mamma segir að ég sé svo kurteis drengur;o)
Í gær fór ég með ömmu og mömmu í bæinn. Það var rosalega gaman- mér finnst alveg æði að sitja í kerrunni minni og horfa á allt sem er að gerast í kringum mig. Það var meira að segja svo gaman að ég sofnaði sama og ekki neitt.... rétt lokaði augunum til að hlaða batterýin. Svo hitti ég Matthildi vinkonu mína og Vigdísi frænku hennar og brosti alveg hringinn- það er svo langt síðan ég hef séð hann Matta minn.
Þegar við komum heim var kominn tími til að fara á sundnámskeiðið. Mamma og pabbi ætluðu nú ekkert að fara því ég var lítið búinn að sofa. En sem betur fer ákváðu þau á síðustu stundu að drífa sig-ætluðu bara að fara með mig uppúr ef ég væri alveg búinn á því. Þau sáu sko ekki eftir því! Þetta var skemmtilegasti tíminn minn. Ég hló og lék á alls oddi allan tímann! Ætli ég hafi ekki bara verið í galsa??
Ég má ekki gleyma að segja frá því hvað ég er orðinn rosa góður strákur! Ég er alltaf að vera aaaaa við alla núna. Strýk kinnina og segi aaaaaaahhh.... Ég er víst voða mikil dúlla þegar ég geri þetta;o). Svo þegar uppáhalds auglýsingin mín kemur í sjónvarpinu (kók-auglýsing), fer ég að hlæja og segi svo aaaaaa þegar kallinn er búinn að segja aaahhh. Já maður stækkar svo hratt. Mamma er líka dugleg að kenna mér- núna er hún alltaf að fitja upp á nefið og hnusa út í loftið eins og hún gerði sjálf þegar hún var lítil. Ég á þá að gera eins.... en ég er sko ekki alveg á því. Það eru takmörk.......

25.11.04

Brjálað að gera hjá mér

Halló allir! Það er sko búið að vera mikið að gera hjá mér núna- hef varla tíma til að skrifa hingað inn.... Síðustu helgi fórum við foreldrar mínir á Myrka daga á Seyðis. Ég fór nú ekki á einn einasta atburð heldur hafði það bara gott hjá Helgu ömmu á meðan mamma og pabbi fóru í draugagöngu og á ball og svoleiðis. Núna er svo bara strax aftur að koma helgi og við verðum heldur ekki heima þá! Ég er að fara í bústað með Óðni Braga vini mínum. Við fáum reyndar bara að vera eina nótt og svo verðum við sendir aftur í bæinn í pössun. Ég er bara nokkuð spenntur fyrir því líka. Afi er alltaf svo góður við mig og sé ég fram á ís-sólarhring (slurb). Ég er svo spenntur fyrir því að vera í pössun hjá ömmu og afa að ég er alltaf að æfa mig að segja afi. Er ekki alveg búinn að ná því en það skilst alveg, það er svona:,,avvva". Afi er líka spenntur og vill fá mig strax í pössun- finnst alveg ómögulegt að þvæla mér svona fram og til baka- en ætli það verði nokkuð látið eftir honum.... Að lokum vil ég þakka Möllu ömmusystur minni að ná mömmu fram úr rúminu í morgun- ég var sjálfur búinn að reyna... Á endanum sofnaði ég sjálfur og Malla ömmusyss vakti okkur klukkan ellefu!!! Djísús!!

15.11.04

Annasöm helgi

Jæja, þá er enn ein helgin liðin! Það var sko mikið að gera hjá okkur fjölskyldunni um helgina. Á föstudaginn fórum við í Ædol-partý til Lilju ömmusystur (hehehe gamla konan er 31 árs) og Tóta og Svölu. Mér finnst alltaf gaman að fara þangað þar sem eru krakkar en ég var nú ekki neitt spes hrifinn af nafna mínum, honum Lubba páfagauk! Held ég hafi náð mér í fuglafóbíu.... Ég er svo mikið "ljónshjarta" að mér bregður svo svakalega þegar hann byrjar að fljúga um. Á laugardaginn fengu ma&pa matargesti- skötuhjúin Hörpu&Guðjón. Þau þurfa alltaf að hittast reglulega og spila Catan. Ég svaf bara á mínu græna á meðan þau spiluðu.... Svo í gær, sunnudaginn, fékk gamla settið aftur matargesti! Pabbi eldaði voða gott læri fyrir Magna, félaga minn, og Eyrúnu kærustuna hans. Þau gáfu mér pakka- rosa gæjaleg föt. Mér fannst það svakalega sætt af þeim. Magni var líka svo duglegur að leika við mig- held að hann væri alveg til í að eiga svona strák eins og mig ;o) Mér finnst hann líka rosa flottur- hann er hljómsveitagæi og með alveg eins hár og ég! Svo fékk ég loksins pabba til að setja inn myndir í gærkvöldi. Þær eru auðvitað í myndaalbúminu mínu ef þið viljið kíkja;o)

7.11.04

Fékk sprautu í gær :o(

Ég fór í 5 mánaða skoðun í gær og fékk sprautu í litla lærið mitt :o( Mér brá svoldið þegar ég fékk stunguna en jafnaði mig nú fljótt. Hjúkkunum fannst ég svaka flottur strákur og ma&pa voru voða, voða montin. Þær voru svo hrifnar af því hvað ég er orðinn duglegur að sitja bara 5 mánaða gamall! Þegar við vorum búin í skoðun skutlaði pabbi okkur mömmu til Bekku ömmu- hún var lasin og mér fannst ég verða að fara og reyna að hressa hana aðeins við. Það er eiginlega mitt hlutverk sem eina barnabarnið. Það tókst líka vel, ömmu finnst ég svo mikið æði;o) Á meðan við mamma vorum hjá ömmu fór pabbi að kaupa jólagjöfina hennar mömmu. Híhíhí- hún er svooo forvitin að hún er að fara yfirum! En ég má ekki segja neitt! (Held að hún lesi nefnilega þessa síðu). Hún verður bara að bíða "í meira en HEILAN mánuð" eins og hún segir. Hehehehe þetta er svo spennó.....

2.11.04

Fyrsta sundferðin

Í dag fór ég í fyrsta tímann minn í ungbarnasundi. Það var heilmikið stuð. Við mættum ásamt fullt af börnum og foreldrum þeirra inní hitametta innilaugina í suðurbænum. Pabbi skaust í sturtu og kom svo og fór með mig ofan í laugina á meðan mamma gerði sig klára í slaginn. Ég var nú ekki alveg sáttur við hin börnin, þau voru öðru hverju eitthvað að grenja og ég verð nú að taka þátt með samúðargráti. En annars kunni ég bara vel við mig. Sundkennarinn kom og skvetti vatni framan í mig og ég var nú ekki par sáttur og sýndi honum það með smá skeifu, en það hafði nú lítil áhrif á hann. Sagði bara að ég væri duglegur. Nú bíð ég bara spenntur eftir næsta tíma eftir viku =)

31.10.04

Farinn að sitja

Nú er ég orðinn rosa stór, farinn að borða graut og sitja sjálfur. Reyndar þarf ég nú stundum að fá hjálp við að reisa mig við þegar ég missi jafnvægið, en er alveg að ná þessu sjálfur :) Ég var nú ekki fyrr farinn að sitja sjálfur þegar foreldrar mínir ákváðu að ég ætti að fara sjálfur á klósettið. Haldiði ekki að þau hafi ekki bara sett mig beint á fullorðinsklósettið um daginn, ég var nú heppinn að ekki var verið að láta mig sitja sjálfan á því, þá hefði ég nú bara dottið beint ofan í :| Ástæða þess að ég var settur á klósettið var nú reyndar sú að pabbi var að leika við mig á teppinu mínu þegar ég sprautaði einni góðri gusu langt út á teppið og var látinn klára í klósettið. Endalok teppisins hafa ekki verið ráðin en þetta fór eitthvað illa í það, en það var nú orðið svoldið slappt áður en ég missti mig á það :) Þeim var nær að hafa mig bleyjulausan =)

Pínu líkur mömmu

Nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að ég er nú svoldið líkur mömmu minni eins og má glöggt sjá á þessari mynd þar sem við mæðginin erum í góðum fíling. Þarna er ég brosandi á teppinu fyrir nokkru síðan og mamma skælbrosandi fyrir lööööööngu síðan :0)
Bjartur & mamma
Síðan mun ég fljótlega setja inn myndir hérna af foreldrum mínum frá því að þau voru óvitar og þá getur hver fyrir sig dæmt um það hverjum ég líkist :)

18.10.04

Kvenfólkið fellur fyrir mér

Það er nú ekki langt síðan ég byrjaði að heilla kvenþjóðina uppúr skónum og ég er nú farinn að heilla þær sumar uppúr bleyjunum held ég barasta. Sagan er þannig að ég var með foreldra mína í reglulegri sýningu um Kringluna um daginn. Geri það reglulega að fara með þau í Kringuna og sýna þau...því mér finnst þau vera svo frábær og mér finnst líka gaman að vera í litlu kerrunni minni. Þau reyndar föttuðu allt í einu að ég var kominn með þau í Kringluna og höfðu ekki ætlað þangað og ákváðu þá að fara heim...hef ekki nema tímabundna stjórn yfir foreldrum mínum =)
En þegar við vorum á leiðinni aftur þú þá gögnum við framhjá einni mömmunni með eina litla prinsessu sem gekk henni við hlið. Hún rétt leit á mig og var svo yfir sig hrifin af mér á staðnum að hún hljóp í veg fyrir kerruna mína þannig að pabbi, kerran og þar af leiðandi ég snarstoppuðum fyrir fram tærnar á henni. Þá gerði hún sér lítið fyrir og lýsti yfir hrinfningu sinni á mér með því að smella á mig einum sætum kossi og trítlaði svo aftur til mömmu sinnar sem var hálf skömmustuleg yfir hátterni dótturinnar, en ég kunni ágætlega við þessa uppákomu :)

14.10.04

Ég er svo fyndinn

Hæ besti pabbi minn.
Ég veit ekki hvað mamma heldur eiginlega að hún sé! Hún heldur að hún ráði svo vel við mig því ég er svo stilltur strákur- en hún er ekki alveg búin að fatta að ég er prakkari innst inni við beinið;o)
Hún er líka svolítið lengi að læra tjellingin... Hún leyfir mér ALLTAF að sprikla á morgnana og er ekki ENN búin að læra það að ég spræni alltaf á gólfið! Núna í morgun gaf ég henni meira að segja nokkur merki um að eitthvað stórt væri í uppsiglingu- en hún fattaði það ekki samt (kannski er hún ekki almennilega vöknuð, ég veit það ekki). Ég prumpaði nokkrum sinnum og stundi með, hún fattaði það ekki fyrr en ég gaf frá mér almennilega stunu. Þá var ég auðvitað rifinn upp- oooog á skiptiborðið..... Þá gat ég bara ekki haldið lengur í mér.... og kúkaði! Mamma var nú samt svoldið snör í snúnigum og náði að skella bleyju undir mjúka bossann minn. Þannig að það fór ekki allt á skiptiborðið í þetta skiptið. En ég veit ekki hvað ég þarf eiginlega að gera þetta oft til þess að hún læri gamla konan. Vonandi ekki mikið oftar vona ég :o/
Þú getur kannski talað við hana þegar þú kemur heim- hún hlustar kannski frekar á þig pabbi minn.
Sjáumst þegar þú kemur ;o) ;o)

11.10.04

Bréf til pabba

Halló pabbi!
Ég er nú alveg frábær!! Við mamma fórum á fætur bara svona eins og venjulega í morgun.... ég fékk að stripplast á teppinu mínu og á meðan ég stripplast fær mamma sér að borða og er eitthvað að dedúa. Nema hvað! Ég velti mér alltaf yfir á magann eins og þú veist og er alveg í svaaaaaka stuði. Mamma lagðist á móti mér og við erum í stuði saman. Híhíhí.... svo stendur mamma upp og lítur á litla bossann minn og þá sér hún það!! Ástæðuna fyrir stuðinu mínu: Ég var búinn að kúka svona eins og einum gulbrúnum ormi! HAHAHAHA mér fannst þetta svo gaman! Mamma tók mynd af þessu fyrir þig (finnst það frekar ógeðslegt) Hún náði svo í svamp og tók hann. Svo var ég auðvitað líka tekinn og það átti að skella á mig bleyju en ég sá sko við því! Ég kláraði að kúka um leið og ég var settur á skiptiborðið! Heheheh mamma ræður sko ekkert við mig. En ég gerði þetta svo snyrtilega- svona eins og þegar rjómaís er að koma úr vél.... sem betur fer, sagði mamma, þá var þetta ekki svona blautt hjá mér eins og venjulega. Þetta var nú meira ævintýrið. Og þetta var fyrsti alvöru-stórustrákakúkurinn minn:o) Svona flott formaður ;o)
Hehehehe ég er herra æðislegur!
Sjáumst, þinn stóri Bjartur:o*

8.10.04

Bréf til pabba

Góðan daginn pabbi minn. Við mamma sváfum til hálf tíu. Þá fékk ég aftur að drekka og var svo klæddur úr bleyjunni og settur á gólfið til að sprikla svoldið. Það var bara furðu gaman- var auðvitað með teppi undir mér og handklæði yfir teppinu. Þegar maður er að sprikla svona á gólfinu þá getur maður nebblega snúið sér til og frá og mamma er svo róleg því ég má alveg spræna á parketið. En ég gerði það samt ekki- ég vandaði mig svo mikið og pissaði bara á handklæðið í þetta skiptið. Við lékum okkur líka smá en þá var ég orðinn svo þreyttur að ég fór að sofa. Sofnaði um leið og ég fékk sængina mína. Mmmmmmmmmmm það er svo gott að kúra með sænginni minni! Jæja, læt þetta duga núna pabbi minn. Mamma vonar að við gerum eitthvað skemmtilegt þegar þú kemur heim úr vinnunni- ef þú ert ekki of þreyttur;o) Sjáumst!

...og svo annað bréf
Hæ pabbi. Ég var að vakna. Ég er svo svaaaaakalega duglegur að sofa úti- segir mamma. Þetta er líka voða huggulegt, að láta dúða sig svona ofan í hlýjan vagn og fá svo sængina yfir mig! Mmmmmm það er svo gott að ég er yfirleitt sofnaður áður en mamma nær að rúlla vagninum út á svalir! Ég er búinn að vera rosa duglegur að drekka í dag og mamma þykist finna þyngdarmun á mér nú þegar.... Ég er líka búinn að vera að passa mig á að æla ekki nema bara pínku pons... Við mamma erum farin að bíða eftir þér núna.... okkur langar að fá þig strax heim- vildum að þú hefðir mætt fyrr í vinnuna- en samt var svo æðislegt að kúra svona við 3 í morgun. Bara ef það gæti alltaf verið svoleiðis. Jæja pabbi minn besti. Það er enginn eins góður og þú! Nú er ég eitthvað farinn að kvarta- nenni ekki að vera í tölvunni lengur... Sjáumst eftir klukkutíma :o) Þinn sonur Bjartur

2.10.04

Heimsókn til Halls Afa og Sæunnar Ömmu

Í gær fór ég með pabba&mömmu í heimsókn til Halls afa og Sæunnar ömmu. Þau buðu foreldrum mínum, og Halli föðurbróður mínum, uppá gómsætan kjúklingarétt( flamberaðar bringur í koníakssósu ef ég man rétt ). Ég er svo mikill mömmustrákur að ég kunni rosa vel við Sæunni en leist ekkert vel á gleraugun hans afa þannig að ég leyfði mér að láta hann vita af því með því að gráta smá á hann, það var miklu betra þegar hann var búinn að taka þau niður. Maturinn var seinnipart kvölds þannig að ég var orðinn óskplega þreyttur snemma í matarboðinu en vildi samt ekki fara að sofa, vildi bara vera með í selskapnum. En síðan fórum við nú heim og ég fékk sæninga mína og sofnaði alveg uppgefinn eftir heimsóknarferðina =)

28.9.04

Frí hjá Helgu Ömmu

Fjölskyldan fór í fyrsta skiptið saman í flugvél í seinustu viku og var stefnan tekin austur á land til Helgu ömmu á Múlaveginum á Seyðisfirði. Við komum í hellidembu austur en veðrið batnaði strax næsta dag. Fyrir austan hittum við fullt af fólki þótt við gerðum nú mest lítið nema hafa það notalegt hjá henni Helgu ömmu sem stjanaði við okkur og hafði ég það alveg sérstaklega gott hjá henni. Alltaf þegar hún hélt á mér og labbaði með mig fór ég í fullkomna afslöppun =)
Ég hitti Ara Björn aftur eftir nokkurra mánaða hlé, og nú var ekki sami risamunurinn á okkur og var þegar við hittum síðast =)
Eftir nokkrurra daga dvöl í "sveita"-sælunni var hoppað aftur uppí flugvél og allir kvaddir. Emil langafi var duglegur að mynda mig og er von á myndum frá honum bráðlega hingað inn. Foreldrar mínir voru svo stressaðir yfir einhverjum smágrát daginn sem við fórum austur að þeir gleymdu ýmsu og þar á meðal myndavélinni þannig að við fengum aðra til að sjá um það fyrir austan. Þetta var nú ekki langt stopp hjá okkur, enda var pabbi bara að klára sumarfrí, en ég var rétt farinn að þekkja fólkið þegar við fórum, þannig að nú þarf bara að hitta fólkið fyrir austan sem fyrst aftur =)

21.9.04

Farinn í frí =)

Farinn í frí austur á Seyðisfjörð......en kem von bráðar aftur :)
Þarna sjáiði mig bregða undir mig betri fætinum á leiðinni í burtu...og síðan er ég á leiðinni til baka =)

farinn.jpg

kominn.jpg

19.9.04

Vil ekki fara að sofa

Ég hef ákveðið að ég vil ekki fara að sofa á kvöldin, og reyndar á daginn líka. Það er bara svo gaman að vera vakandi að mig langar ekki að fara að sofa. Þótt ég sé þreyttur og mér finnist rosa gott að sofa með sængina mína þá verður maður bara að vera með smá mótþróa. Þannig að þessa dagana fer ég ekki í rúmið án þess að láta heyra í mér í smá tíma =)
Í dag fór ég í fyrstu strætóferðina mína. Mamma og pabbi fóru með mig í Kópavoginn að hitta Svölu&Lilju. Þær voru nú reyndar ekki heima þegar við komum þannig að við fórum í enn lengri göngutúr um Smárann. Fórum í Hagkaup og stóri krakkinn ég fékk að sitja uppréttur í vagninum mínum og ég hafði mest lítinn tíma til að gera annað en að fylgast með öllu sem fyrir augu bar. Þarna var nú aðallega gamalt fólk á aldur við foreldra mína og enn eldra, en lítið af jafnöldrum mínum. Held að þeir eldri hafi sett þau í geymslu í Latabíó en mamma vildi ekki skilja mig eftir þar, bæði er ég of lítill og þá hefði ekki verið hægt að ná pabba þaðan út því það var verið að sýna teiknimynd.
Nú styttist í að ég fer með fjölskylduna austur að hitta Ara Björn og Helgu ömmu...og alla hina líka, en það er bara fullt af fólki þarna fyrir austan sem ég þarf að hitta og ætla að draga foreldra mína með. Þau hafa gott af því, ég setti pabba í frí í vinnunni og mamma er enn í fríi, annars væri hún hvort eð er komin í verkfall =) Þannig að á miðvikudaginn fer ég í fyrstu flugvélina mína, því ég á þessa flugvél =)

15.9.04

Duglegur strákur

Pabbi er alltaf að segja mér hvað ég er duglegur...ég þarf nú ekki annað en að hnerra og þá segir hann "Duglegur strákur", held að ég sé í pínu uppáhaldi hjá honum...ásamt mömmu =)
Nú er ég orðinn svo stór strákur að ég er farinn að velta mér af bakinu á magann...pabbi hélt að þetta væri bara einhver tilviljun um daginn hjá mér. Um daginn var mamma að skipta á mér og komst að því að það var heldur mikið af sulli í bleyjunni þannig að boðað var til neyðarsturtu. Þegar við mamma vorum komin inná bað setti hún mig á gólfið á handklæði og skrúfaði frá baðinu. Þegar hún svo leit við hafði ég velt mér að bleyjunni minni og ákveðið að drullumalla aðeins =) Síðan þá hef ég verið mjög duglegur að velta mér. Þetta tók smá tíma að komst yfir á hliðina og stór mál að koma höndinni undan sem ég lagðist alltaf á, en mér gengur nokkuð vel að koma henni frá núna. Ekki að ég sé nú sérstaklega hrifinn af því að liggja á maganam, það er bara gaman að geta skemmt þessu gamla fólki =)

11.9.04

Pabbi þegar ég var að fara út í vagn

"Ertu að fara að lúlla, Lúlli laukur?" (fjölskylduhúmor)

8.9.04

3. mánaða

Ég varð formlega 3. mánaða á sunnudaginn í bústaðaferðinni. Í dag útskrifaðist ég svo frá 3 mánaða skólanum með læknisferð. Þeim leist bara vel á mig, orðinn 5850 gr og 63 cm, og tók því bara ágætlega að fá sprautu í lærið...þótt að pabba litist nú ekkert á að það væri verið að dæla einhverju inní mig sem hann hefði ekki hugmynd um hvað væri. Ég var pínu pirraður eftir þessa lífsreynslu í dag, en mamma og pabbi pössuðu mig þannig að allt er nú gott.
Nú eru það 2 mánuðir í næstu skoðun, en þá fæ ég líka aðra sprautu, góða nótt...í bili =)

7.9.04

Göngutúrar

Á næstum hverjum degi fæ ég nudd og að því loknu fæ ég að ganga aðeins um sófann heima. Pabbi hjálpar mér nú aðeins með því að halda mér uppi, en ég er rosa duglegur að hreyfa lappirnar og labba sjálfur. Þótt ég muni nú ekkert fara að ganga næstu mánuðina þá er þetta skemmtileg framtíðarsýn og foreldrar mínir hafa rosalega gaman að því að horfa á mig klöngrast áfram.
Um helgina fórum við í bústað og hittum Óðin Braga. Ég nálgast hann óðfluga og það er ekki jafn mikill munur á okkur og síðast þegar við hittumst, þá var hann risastór miðað við mig, en ég er allur að koma til =) Þar fengu nú gestir smá sýningu á gönguferðum mínum og höfðu bara gaman að.

29.8.04

Heimsóknarhelgi

Um daginn fór ég og kíkti á "kellingarnar" á Hrafnistu. Mamma og pabbi fóru með mig að hitta gamla vinnufélaga mömmu. Þegar við komum þangað hittum við Leif gamla, sem er næstum 100 árum eldri en ég. Síðan heilsuðum við uppá Nönnu sem var afskaplega hrifin af mér og sagði að ég væri himneskur því það væri svo mikil ró yfir mér. Enda svaf ég bara á rúmminu hennar næstum allan tímann sem við vorum þar. Þegar við fórum köstuðum við svo kveðju á Önnu sem er nýorðin 95 ára =)
Um helgina fórum við svo og kíktum á nýja vin minn hann Sindra Róbert sem er nýkominn í heiminn og hafði hann það gott hjá foreldrum sínum og ömmu&afa sem eru í fríi að fylgjast með fyrstu dögum hans hérna. Kíktum líka til Gauta og co., aðeins að sýna mig og fá sængurver frá Helgu ömmu. Þar á meðal voru sængurföt sem pabbi minn notaði og amma mín. Á leiðinni heim fór pabbi og keypti tvær nýja teiknimyndir handa mér...eins og hann segir, hann er nú svoldið hrifin af þessum teiknimyndum sjálfur, en það er nú allt í lagi =)

24.8.04

Nýr vinur =)

Á laugardaginn kom Sindri Róbert í heiminn, ég hef ekki fengið að sjá hann enn en bara frétt að hann var 49cm og 14 merkur, þannig að hann var þyngri en ég, en styttri, ábyggilega svoldill bolti eins og pabbi hans var segir pabbi minn =) Foreldrar mínir óska nýbökuðum innilega til hamingju með nýja strákinn =)

18.8.04

Stækkandi ég

Alltaf heldur maður áfram að stækka. Í dag kom ný hjúkka til að skoða mig. Hún var rosalega hrifin af mér og ég smælaði endalaust fyrir hana og heillaði hana uppúr skónum. Nú er ég orðinn 5350 grömm og höfuðmálið 40,2 cm, þannig að ég sprett mjög vel úr grasi eins og pabbi kjáni sagði við mig um daginn. Síðan horfum við á fótboltaleikinn með Balla í dag. Ísland tók Ítalina alveg þótt ég hafi nú ekkert sérstaklega haft áhuga á leiknum, fannst miklu meira spennandi og gaman að komast í bað með pabba. Mér finnst rosalega gaman að fara í bað. Síðan nuddaði mamma mig og ég fór að lúlla...

11.8.04

Ísafi um hárið á mér

"Þú ert með jafn mikið hár og ég, Lubbi litli"

Bragi hennar Helgu ömmu um mynd af mér 10 vikna

"Hann er alveg eins og viðskiptafræðingur".

Pabbi

"Jæja Bjartur, hvernig gegnur að spretta úr grasi?"

9.8.04

Símastrákur

Ég hringdi í pabba í vinnunni í dag. Hann hélt að það væri mamma því ég hringdi úr símanum hennar og þegar hann svaraði "Hæ" þá sagði ég "ahh" um leið...síðan skildi pabbi ekkert í því af hverju "mamma" sagði ekkert meir, en síðan fórum við að spjalla þegar hann fattaði að þetta var ég. Ég hafði frá heilmiklu að segja honum, hvað það væri gott veður og ég og mamma ætluðum og út. Þetta var annað símtalið mitt, en um daginn spjallaði ég aðeins við Helgu ömmu í símann það fannst mér líka rosa gaman =)

4.8.04

Húsdýragarðurinn

Ég og Óðinn Bragi fórum í Fjöslskyldu- og húsdýragarðinn á Verslunarmannadaginn og dróum foreldra okkar með. Ég var að vísu óskaplega upptekinn af því að sofa í vagninum mínum en Óðinn Bragi var hressari en ég og fylgdist grannt með dýrum og plönum á svæðinu. Guttormur sýndist okkur vera orðinn svoldið gamall og líklega seigur undir tönn. Hann hefur það nú ekki eins gott og ég að hafa einhvern til að pressa út úr mér kúkinn, en hann virtist nú ekki vera sprækur heldur þegar kom að því að skila af sér, a.m.k. voru beljurnar hans miklu kröftugri við það. Það var líka kanski eins gott því mér sýndist hann vera að spá í að spúa yfir gesti. Hann var kominn með afturendan alveg upp að hlöðna veggnum og gerði sig líklegan til að hleypa út beint fyrir framan nefið á börnunum sem þar voru að fylgjast með kappanum. En ekkert gerðist fyrr en aðeins seinna og þá mátti heyra mikinn fögnuð hjá yngri kynslóðinni, sem reyndar er nú svoldið eldri en ég...hún virðist hafa mikinn áhuga á kúk. Einnig heyrði ég einhverjum sem hálf grétu í foreldrum sínum því þeir vildu sjá Guttorm kúka...ætli ég verði einhverntíman svona áhugasamur um úrgangsmál annara?

31.7.04

Heimsókn

Óðinn Bragi kom í heimsókn á fimmtudaginn og tók foreldra sína með, sem er bara gott þá hafa mamma og pabbi einhvern félagsskap =) Þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti Óðinn Braga og hann er svoldið mikið stærri en ég...enn =) Ég var nú hálf feiminn fyrir framan hann og sýndi honum ekki jafn mikinn áhuga og hann hafði á mér, enda er hann meira en helmingi eldri en ég :) Þau pöntuðu sér svo einhvern Asískan mat sem ég kann ekki að nefna, en við strákarnir fengum nú bara gömlu góðu mömmumjólkina, hún klikkar aldrei enda heimtuðum við reglulegar ábótir :)

28.7.04

Pirrilíus Prumpulíus

Sumar daga verð ég óskaplega pirraður. Þegar ég er óskaplega pirraður gef ég frá mér svoldið væl, sperri mig reglulega, munnurin verður bein lína og stundum verð ég eldrauður í framan. Ef allt gengur upp að óskum endar þetta á góðu prumpi í bleyjuna og jafnvel eitthvað sem kemur með því. Ef ég er rosalega pirraður og prumpa hátt og snjallt endar það stundum á neyðarsturtu þegar mamma og pabba sjá ekki hvernig þau eiga að þrífa mig uppá axlir eftir allt erfiðið...þannig að stundum er þetta heldur betur að borga sig hjá mér =)

24.7.04

Enn fleiri gjafir

Í dag komu gjafir frá Helgu Björt og Ingabirni alla leið frá Danmörku. Mamma hennar Helgu kom með gjafirnar og líka sjálf með gjafir handa mér. Ég fékk rosa flotta peysu frá henni og mamma fékk lyklakippu með bláum vangi sem hún setti lyklana sína um leið á, einmitt það sem hana vantaði. Frá Danmörk fékk ég ógó flott Bangsímon föt. Ljósar buxur, hvítan bol og sokka, allt með myndum af Bangsímon og félögum. Ég var ákaflega ánægður með gjafirnar og mamma og pabbi líka, eins og með allar gjafirnar sem ég hef fengið. Nú á ég orðið svo mikið dót að það þarf að fara að rýma til í litla "Seyðó", en það er herbergið mitt =)

21.7.04

Súperstrákur

Matthildur kom með gjöf handa mér frá útlandinu. Fékk rosa flottan súperman galla. Nú styttist í að ég get farið að flúga um íbúðina og bjarga Bjólfi banga og fleiri tuskudúkkum úr klóm illra afla og óhappa, s.s. mannætupottinum, eldavél vítis og dauðahafsbaðinu...en allt eru þetta hættulegir staðir fyrir tuskudýrin mín :)

20.7.04

Bréf til pabba ( í vinnuna )

Hæ pabbi,

Ég er búinn að vera svoldill prakkari í morgun, híhí, byrjaði á því að drulla uppá herðablöð (eins og mamma segir) og mér fannst það svo fyndið að ég brosti og brosti á meðan mamma var að bakslast við að taka bleyjuna. ég er búinn að fatta það að ef ég brosi voða mikið þá getur mamma ekki orðið reið.
það var svo kominn kúkur út um allt og mamma oft búin að segja við mig að nú vantaði pabba því að það var sko þörf fyrir neyðarsturtu!!
En ég passaði mig á því að gera þetta þegar þú varst farinn í vinnuna því mig langaði svo í bað og ég fékk að fara í bað!!!:þ

ÞAÐ VAR SVO GAMAN!!

Ég var svo þakklátur að ég spjallaði og spjallaði við mömmu( hún verður líka að vera glöð) og spriklaði eins og ég ætti lífið að leysa! MIKIÐ ER GAMAN Í BAÐI! ég var heldur ekkert glaður þegar mamma sagði að nú væri komið nóg og tók mig uppúr en ég jafnaði mig nú fljótt því mig grunaði að þá fengi ég að drekka .

Svo byrjaði mamma alltí einu að hrópa og kalla nafnið mitt. ég skildi ekki alveg af hverju fyrst...en svo fattaði ég að ég var að pissa. ég skil nú ekki öll þessi læti í kellingunni- ég var hvort eð er blautur OG í handklæðinu.... mamma þurrkaði mér voða vel eftir þetta og ég var bara nokkuð sáttur- vissi að nú væri kominn matartími namm namm, en þá var ég bara settur í rúmið hennar og hún fór að skipta um föt!!!! var eitthvað að tala um að hún væri blaut- EFTIR MIG! Ég sem skvetti EKKERT á hana í baðinu! skil ekkert í þessu en svo fékk ég sjússinn minn og sofnaði vært í einn og hálfan. þá var ég aftur orðinn svangur. mamma var svo þreytt (ég var samt ekki SVO erfiður í morgun finnst mér) að ég fékk að koma uppí til hennar og drekka liggjandi. En ég kann nú á hana mömmu. Ég sýndi mínar bestustu bestu hliðar og smilaði og skríkti og þá varð hún að vakna og koma með mér fram. Ég var líka voða skemmtilegur þegar við komum fram. það var líka ekki hægt annað því ég fékk að leika mér á teppinu mínu. það var svo gaman að meira að segja mamma hló! Hún var reyndar e-ð að tala um lappirnar á mér hvað þær væru spenntar þannig að ég hreyfði þær bara ennþá meira (bara svona til að skemmta mömmu) og þá hló hún ennþá meira en versta við þetta ævintýri var að okkur vantaði að hafa þig með elsku pabbi minn. ég sakna þín svo mikið að ég ætla að knúsa þig og brosa til þín þegar þú kemur heim til mín.

19.7.04

Stór strákur

Mamma & pabbi fóru með mér í 6 vikna skoðun, nú er ég alveg 1 og hálfs mánaða gamall. Þar var ég mældur og er ég núna 57,5 cm, og búinn að stækka um 7,5 cm síðan ég fæddist, þannig að það er farið að teyjast vel á mér. Ég var líka vigtaður 4520 gr, þannig að þyngdin er á réttu róli líka. Lækninum leist bara vel á mig og við stoppuðum stutt á heilsugæslunni. Við mamma keyrðum pabba í vinnuna og fórum síðan heim og lögðum okkur fram yfir hádegi. Ég og mamma fórum líka í smá göngutúr og síðan sóttum við pabba. Á leiðinni heim keyptum við svo Shrek...handa mér!

15.7.04

Pabbi farinn að vinna

Jæja, þá er pabbi byrjaður að vinna á fullu. Hann byrjaði reyndar í seinustu viku en varð svo veikur þannig að hann var bara heim mest alla seinustu viku en fékk ekkert að fara út í góða veðrið. En við fjölskyldan vorum að setja inn nýjar myndir. Það eru tvö ný myndaalbúm komin inn, eitt frá fimmtu vikunni minni og annað frá skírninni um daginn. Í gær fórum við Ari Björn með foreldrum okkar að finna brúðkaupsgjöf handa foreldrum ófædds Ágústsson, en það er brúðkaup hjá þeim núna um helgina sem við strákarnir ætlum að kíkja í, nema ég verði eftir hjá Bekku ömmu og Möllu ömmusystir í bústað á meðan mamma og pabbi fara.
Ég er rosalega duglegur að sofa og vera stilltur, tek bara smá skorpur og læt heyra í mér, en það er aðallega þegar ég er svangur og get ómögulega beðið eftir að fá mjólk. Það skiptir mig litlu máli hver gefur mér hana, hvort hún er fersk frá mömmu eða úr pela frá pabba, hún er alltaf jafn góð. En studum fæ ég pela, ef verið er að passa mig, eða mamma sofandi.

12.7.04

Nafnið mitt

Jæja, þá er búið að opinbera að ég heiti Bjartur. Það var heilmikil veisla heima hjá okkur í gær þar sem einhverjir 4 tugi vina&vandamanna mættu til skírnar sem séra Bragi sá um. Pabbi hélt á mér undir skírn og gekk bara ágætlega hjá honum þrátt fyrir að honum var rosalega heitt. Ömmurnar Bekka og Helga voru skírnarvottar og Henný frænka sá um undirspil með skírnarsálminum og lék síðan lag í lok athafnarinnar. Síðan tóku veislugestir við veislurkæsingar og voru rosalega duglegir þannig að mamma og pabbi þurftu ekki að hafa áhyggjur af afgögnum næstu daga þeim til mikillar gleði. Ég var óskaplega stilltur allan tímann, svaf bara, kippti mér nú aðeins við þegar var verið að bleyta á mér skallann(en ég missti fæðingarhárið ofan af kollinum fyrir skírnina). Síðan fengu hinir og þessir að halda á mér og allir voru ánægðir með nafnið mitt þannig að nú getur fólk hætta að kalla mig Loft sem ég hef gengið undir seinustu vikur, þ.s. vitað var að ég væri skírður út í lofið =)
nafnBjarts.jpg

11.7.04

Helga Lára um nafnið mitt

"Bjartur, það verður skrítið þegar hann verður gamall".

Balli langafi

"Þú ert svo mannalegur af ungabarni að vera."

Nonni pabbi Gústafs Bjarna & Emils Gauta þegar hann vissi hvað Bjartur heitir

Bjartur Logason...það verður a.m.k. ekki dimmt hjá honum.

Skírnin mín

Skírnin mín fór fram sunnudaginn 11. júlí 2004 kl 14 að heimili mínu Hjallabraut 23 og presturinn sem skírði mig heitir Bragi.

Skírnarvottar voru Helga amma og Bekka amma.

Það var margt um manninn og tóku veislugestir vel undir í skírnarsöngum og voru rosa duglegir með veislumatinn. Veðrið var ákvaflega gott en pabba var rosalega heitt þegar hann hélt á mér til skírnar =) en það var líka allt í lagi því mér var alla vegana ekki kalt, hafði það rosalega notalegt og svaf vel og lengi þótt ég hafi aðeins kippt mér uppvið að fá vatn á hausinn =)

Henný frænka spilaði undir í skírnarsálminum og einnig undir lok athafnar spilaði hún lag úr Lion King =)

Mömmu dreymdi nafnið mitt, Bjartur, oft þannig að pabbi hélt á mér úti á svölum áður en ég var fæddur og þeim fannst nafnið passa vel á mig í draumnum...og líka þegar ég var kominn í heiminn =) skírnBjartur.jpg

Skírnargjafir
Í skírnargjöf fékk ég:
Hnífapör með galdrakarli, dreka, prinsessu og álfi frá Helgu ömmu og Braga
Bankabók & inneign, krakkaklúbbstaska og sparibauk frá Halli afa, Sæunni "ömmu" og Halli
Inneign frá ömmu og afa
Gosa tréstytta frá Gauta og co.
Snjóbarns póstberi(flytur góðar fréttir um langan veg) frá Emil langaafa
Íþróttagalli, bolur og hálsmen(skór) frá Óðni Braga, Matthildi(kisu) og foreldrum
Krosshálsmen frá langafa og langömmu
Baukur frá Hlín og Jóa
Leikgrind frá mömmuvinkonum
Baðstandur frá Degi og co.
Tónlistardót frá Svölu
Baðmælir, hitamæliskeiðar og naglaklippur frá Snorra og dætrum
Matarsett frá Jóhanni og co.
Föt frá Ara Birni og foreldrum
Barnatalstöðvar frá Möllu og co. & Lilju og co. & Balla langafa
Myndaalbúm frá Gústa og frú

Sængurgjafir
Í sængurgjöf fékk ég:
Bangsann Bjólf og töffaraskyrtu frá Helgu ömmu
Blár kuldagalli frá ömmu og afa
Blátt strákafatasett og grænan froskabaðslopp frá Gauta og co.
Hlýtt teppi og rauða herrapeysu frá Jakobínu langömmu og Árna langafa
Bangann Loft frá Rakel, Sjöfn og fjölskyldu
Barnastól frá Halli afa og Sæunni "ömmu"
Flotta peysu og rauðar buxur frá Hörpu og Guðjóni
Íþróttaskó, peysa, buxur og fíllinn Hjörtur frá mömmuvinkonum
Fótbolti og fórboltagalli frá Kára
Íþróttaföt frá Möllu
Íþróttaföt og smekki frá Berglindi og mömmu hennar
Bangsímongalli, sundskýla, smekkur og hundahandklæði frá Lilju
Gallabuxur og bolur frá Hlín og Jóa
Samfesting frá Guggu og co.
Inneignarnótu í BabySam frá starfsfólki Lækjarskóla þar sem mamma vinnur
Töffaragalla frá Einari og Indu
Snugli burðarpoka, Cheers bol, fótboltagalla og sundskýlu frá Degi og co.
Föt, samfellur og smekkir frá Jóhanni og co.
Bangsímon föt frá Helgu Björt og peysu frá mömmu hennar

10.7.04

Skríður á morgun

Í gær var tekin neyðarstuta þegar kom í ljós hvað ég hafði látið flakka í bleyjuna =)
Það er nú spennandi að sjá hvernig nafnið mitt leggst í fólk á morgun. Það er von á þó nokkrum góðum gestum í skírnina og er ég búinn að vera spenntur í allan dag. Vaknaði eldsnemma með smá uppkasti og mamma og pabbi höfðu einhverjar áhyggjur að ég hefið náð mér í hálsbólguna hans pabba og fóru með mig á Læknavaktina, en það var í fínu lagi með mig að vanda =)
Við kíktum aðeins á Framnesveginn til Gauta og co. þ.s. Hemmý, Dagur og co, Emil langafi, Helga amma voru að kíkja á myndir frá USA ferðinni hjá Emil langafa og Degi og co. Síðan fórum við heim að undirbúa morgundaginn ásamt Bekku & Lilju og allt er nokkuð tilbúið, aðallega eftir að raða upp nokkrum stólum á morgun. "Geisp", jæja, er farinn að dotta og ætla að leggja mig fyrir stórdaginn á morgun =)

6.7.04

Svefnpurkan ég

Í gær kíktu Dagur, Inga, Máni og Sól í heimsókn. Mamma var reyndar að hitta vinkonur sínar og pabbi var ekkert að stressa sig í að kalla hana heim til að taka á móti gestum þar sem ég sá nú alveg um að skemmta þeim. Þau gáfu okkur burðartösku sem ég og pabbi, aðallega pabbi, erum rosa spenntir yfir og var tekin smá prufukeyrsla á hana í gær og kunnum við mjög vel gripinn. Síðan var nú bara góð nótt hjá mér, ég sofnaði á sama tíma og foreldrarnir eitthvað uppúr miðnætti og fór ekki á fætur fyrr en að ganga sjö í morgun, þannig að þetta var fyrsti langi svefninn minn á nótt, en vanalega vanka ég kl. þrjú og sex =)

5.7.04

Helga amma þegar vitað var að það átti að skíra Bjart út í lofið

"Skírður út í loftið, er það þá ekki bara Loftur litli"

27.6.04

Pelastrákurinn ég

Enn er allt gott að frétta af mér. Í dag fór ég heilmikið í bílinn með mömmu og pabba. Við fórum í IKEA að kaupa eitthvað drals, en ekkert dót handa mér :( en ég ætti nú að geta leikið mér að einhverju sem keyprt var í óþökk foreldra minna þegar ég stækka =) Síðan fórum við í Steinahlíðina, líklega í síðasta sinn því Böddi&Bekka flytja á Vellina á morgun. Annars hef ég það enn merkilega gott, í gær mældist ég 3690 gr. þannig að ég er að stækka alveg eðlilega, enda er mamma dugleg að gefa mér...svona þegar ég nenni að vera vakandi yfir því. Mér finnst svo gott að fá að drekka að ég á að það til að sofna í miðri máltíð. Stundum reynir pabbi að vekja mig en ég er ekki alltaf til í að vakna =)
Annars var pabbi að setja inn smá sýnishorn af því hverstu mikill pelastrákur ég er, en það kemur fyrir að ég fæ pela með mjólkinni hennar mömmu. Hef bæði fengið pela hjá pabba og Bekku ömmu. En pabbi setti inn mynd af mér vera æstur í pelann, skoðið þetta og sjáið muninn þegar músarbendillinn fer yfir =)

24.6.04

Pínu líkur pabba

bjarturPabbi.jpg
Þótt að vita hafi verið frá upphafi að ég væri með varirnar hans babba þá svipa ég nú líka svolítið til hans þegar bornar eru saman barnamyndir af honum og mér. Hérna er mynd af okkur báðum í baði og það má sjá pínu svip með okkur, en babbi er með meira hár og aðeins meiri bolti. En eyrun mín koma augljóslega ekki frá honum =)

21.6.04

Smá myndbrot af mér =)

Pabbi var að setja inn smá myndbrot af mér sem tekið var upp í kvöld. Þetta er nú bara eitthvað lítið sem tekið var upp á ljósmyndavélina, en allt efnið sem hefur verið tekið upp á myndbandsupptökuvélina hefur ekki enn verið unnið...pabbi á eftir að finna sér góðan tíma í það við tækifæri. En tékkið á mér þegar ég fór í bað og fékk smá nudd.

16.6.04

Draumabarn

Mamma og pabbi eru alveg í skýjunum yfir mér, og allir sem sjá mig eru ofsa hrifnir af mér, enda er ég nú svo lítill og sætur =) Lífið er mjög fínt hjá mömmu og pabba, mamma gefur mér alltaf nóg að borða og pabbi nuddar mig á hverjum degi. Ég hef nú lítið horft á EM með pabba, en mamma hefur verið duglegri að fylgjast með boltanum ásamt honum. Ég er allur að braggast segja foreldrar mínir og pabbi gáttast í hvert skipti sem hann heldur á mér hvað ég sé kominn með góða fyllingu í puttana og orðinn sterkur, þótt að ég sjái nú litinn mun frá degi til dags. Pabbi og mamma settu inn fullt af myndum frá fyrstu vikunni minni í dag þannig að nú er hægt að sjá hvað ég er farinn að braggast =) Á morgun er svo stefnt á að fara út í fyrsta göngutrúinn, þótt að ég ætli nú bara að hafa það náðugt í kerrunni minni =)

14.6.04

Sól frænka á ferðalagi í USA

Sól segir í hvert skipti sem við göngum fram hjá ungbarnaeitthvað "þetta væri nú gott fyrir litla drenginn hans Loga" svo ef við keyptum það allt kæmumst við ekki heim.

9.6.04

Alsæll með lífið

Jæja, þá er nú mikið búið að gerast síðan ég kom heim á laugardaginn(fæðingardaginn). Fyrsta nóttin mín heima var pínu erfið þar sem ég vaknaði ekki fyrr en um kvöldið heima og var að átta mig á aðstæðum, en pabba tókst að svæfa mig kl. 7 um morguninn. Næsta nótt var miklu betri, og dagurinn, og er allt að komast í fínustu reglu hjá mér og næ ég alveg uppí 4 tíma svefn í einu á nóttu. Mjólkin er komin hjá mömmu og það var nú ekki slæmt, stundum treð ég mig alveg út og fæ mér svo pínu meira til að verða alveg pakksaddur. Anna ljósmóðir hafði áhyggjur að ég væri soldið gulur þannig að við fórum og létum blossa mig á Lansanum. Anna sagði að ég væri líklega yfir 200 og ef ég væri yfir 250 þá myndum við gista sólahring og ég færi í ljós. En ég var nú bara 193 þannig að þetta var allt í besta lagi og við fengum okkur bara bíltúr í Reykjavíkina. Ég er líka búinn að fá bað og var nú ekki alveg tilbúin í þá lífreynslu fyrstu andartökin, en var fljótur að taka vatnið í sátt, svona þangað til það var verið að þvo mér, þá lét ég aðeins heyra í mér. Síðan fékk ég nudd sem ég á að fá á hverjum degi.
Í dag var svo nýburaskimun þar sem var tékkað á mér og leit allt bara vel út. Pabbi, mamma og ljósmóðirin voru rosalega spennt að sjá hvað ég væri þungur. Anna giskaði á 3100 gr. en mamma og pabbi héldu að ég væri bara rétt um 3000. Á viktinni mældist ég 3110 gr. þannig að Anna var nokkuð nálægt því, og er ég því byrjaður að nálgast fæðingarþyngdina.
Í heildina hafa þessir fyrstu dagar verið mjög góðir og ég er hæst ánægður með að fá reglulega mjólk hjá mömmu en þess á milli legg ég mig þónokkuð =)

5.6.04

Pabbi þegar hann sá Bjart fyrst

Munnurinn er minn...reyndar var ég nú alveg klár á að pungurinn var minn líka við fyrstu sýn, held að hann komi varla frá mömmu =)

Kominn

Jæja, þá er ég loksins kominn í heiminn. Mamma var búin að panta mig 4. júní, en mér seinkaði um 10 mínútur, kom 00:10 þann 5. júní í dag. Fyrsti dagurinn er búinn að vera langur og margt að gera. Ég er skráður 50 cm og 3220 grömm. Í dag hef ég verið að rembast við að fá mat hjá mömmu og hefur það bara gengið vel, nú bíð ég eftir að fá meira magn frá henni en það ætti að koma eftir nokkra daga. Ég hef ekkert sértaklega verið að brúka röddina, en aðeins að prufa hana við og við núna undir lok dags, enda verð ég bráðum 1. dags gamall. Örfár myndir er mér eru komnar á myndasíðuna mína.

Fæðingarsaga Bjarts

Um nóttina, þann 4. júní, vaknaði ég með verki, fór á klósettið og varð vör við smá blæðingu. Þá ýtti ég við Loga og hann hringdi strax uppá spítala til að ráðfæra sig við ljósurnar. Þær vildu að við kæmum bara strax svo við tókum okkur til og drifum okkur af stað, bæði spennt og hrædd í senn. Þetta gerðist milli klukkan 4 og 5 um nóttina og umferðin var engin. Ég hafði orð á því við Loga hvað ég væri fegin að þurfa ekki að vera með hríðir fyrir framan alla í umferðinni... Við komumst fljótt og greiðlega á fæðingardeildina- þurftum reyndar að stoppa fyrir gæsum í Kópavogi. Þær röltu makindalega eftir Reykjarvíkurveginum alveg áhyggjulausar.

Ég var strax skoðuð þegar við komum og þá mældust 4 í útvíkkun. Ljósan sem tók á móti okkur var alveg yndisleg og sagði að þetta yrði ábyggilega komið rétt eftir hádegi! Vá hvað við vorum fegin að heyra að þetta tæki örugglega ekki langan tíma og fórum með allt okkar hafurtask inná eina fæðingarstofuna og komum okkur vel fyrir. Ég var sett í mónitor en hríðarnar voru ekki orðnar mjög slæmar ennþá.
Svo hófst biðin. Um hádegi vorum við búin að heyra hræðileg óp í einni konunni sem var að fæða í næstu stofu og við það stoppaði ferlið okkar. Við vorum send í göngutúr og athuga hvort það hefði eitthvað að segja... Við röltum framhjá Hallgrímskirkju, Logi stökk í sjoppu meðan ég sat á bekk og keypti handa okkur súkkulaði og ís. Við röltum svo til baka, inn á fæðingardeild eftir að hafa tekið stigana glæfralega, ég var aftur skoðuð en ekkert var að gerast. Þá kom fæðingarlæknir sem vildi að við færum bara heim, við áttum að taka skýrsluna okkar með og ég átti bara að fara í mæðraskoðun sem ég átti að mæta í næsta þriðjudag (nú var föstudagur). Hvort hún var að taka mig á sálfræðinni, veit ég ekki, en við fórum heim og frekar svekkt. Þetta lofaði allt svo góðu þarna eldsnemma um morguninn- þegar við mættum.

En ekkert við því að gera- við fórum heim um 4 leytið. Logi skreið uppí rúm en ég fór í bað eftir að hafa tekið tvær verkjatöflur. Þegar ég steig uppúr baðinu fór sóttin strax að versna. Ég orðin dauðþreytt- vakti Loga og sagði að við yrðum að taka tímann á milli hríða. Hann stökk á fætur, náði í símann sinn og fylgdist samviskusamlega með tímanum á skeiðklukkunni í símanum.
Nú voru hríðarnar heldur betur að versna og ég farin að bíta saman tönnum og anda eins og herforingi. Þá hringdi síminn hans Loga. Helga, mamma hans, að hringja til að tékka á stöðunni- hvort það væri nokkuð að gerast í dag því mig hafði dreymt að barnið ætti að koma í heiminn 4. júní (en áætlaður fæðingardagur var 7. júní).
Einhverra hluta vegna vildi ég ekki að neinn vissi þegar ég færi í fæðingu þannig að Logi laug blákalt að við værum bara róleg- ekkert að gerast. Á meðan reyndi ég að láta ekki heyrast í mér í hríðunum.

Logi hringdi svo aftur uppá fæðingardeild og lét vita að við værum á leiðinni. Nú var klukkan rúmlega 5 og mikil umferð og mér sko alveg sama um að vera með hríðir fyrir framan alla í umferðinni- hugsaði bara um að komast sem fyrst uppá fæðingardeild!
Þangað komumst við og fengum sama herbergi og fyrr um daginn. Ljósmóðirin sem tók á móti okkur fannst mér svo truntuleg- vildi bara fá þessa sem tók á móti okkur fyrst en eftir því sem sóttin harðnaði var mér slétt sama. Restina af kvöldinu var ég í móki- alltaf að bíða eftir að þetta væri búið. Við vorum búin að undirbúa okkur vel- ákveða tónlist og fleira en Nora Jones náði bara að syngja eitt lag fyrir mig. Eftir það var ég bara í mínum eigin heimi. Ég man ekki eftir ljósunni sem sat yfir mér, man bara eftir að hafa fengið nálastungur og muninn þegar ég tók fyrsta andardráttinn með glaðloftinu. Sagðist vera full....hehe.
Alltaf voru þær að tékka á útvíkkun sem gekk ekki nógu hratt fyrir minn smekk og ég var alveg að fara að gefast upp- ætlaði bara að panta keisara! Glaðloftið saug ég í mig eins og ég ætti lífið að leysa og sá eftir því að hafa ekki nefnt mænudeyfingu fyrr. Þóttist vita að það væri of seint að biðja um það núna.
Eitthvað í kringum 10 um kvöldið var útvíkkunin orðin nógu mikil til að þær gætu sprengt belginn og eftir að vatnið var farið fann ég mikinn létti! Stuttu seinna byrjaði rembingurinn og man ég eftir að hafa hugsað að út skyldi krakkinn fyrir miðnætti! Til að ná dagsetningunni sem mig dreymdi og þá hefði kennitalan líka verið 04-06-04.... eins og það skipti höfuðmáli hahaha.


Þegar ég var búin að rembast aðeins voru vaktaskipti - yndislega ljósan komin aftur á vakt Hún bauð mér að finna kollinn á barninu þegar hún sá í hann og ég varð fyrir gífurlegum vonbrigðum þegar ég fann hversu langt var í hann- því mér fannst hann alveg vera að koma út- nóg var ég búin að rembast! Ég átti nú eftir að rembast aðeins lengur og sá öll herlegheitin speglast í glerskáp sem var staðsettur beint á móti mér. Logi var farinn að hrópa hvatnigarorð og ég við það að kreista af honum hendurnar þegar út kom Bjartur 10 mínútum of seinn ;o) eða kl. 00:10 með engum látum.... nema í pabbanum. Bæði grét hann ekki þegar hann fæddist og ég passaði mig á að það heyrðist lítið í mér í fæðingunni- minnug þess hvað það heyrist vel þarna á milli herbergja! Vegna þessa var ég æðasprungin í andlitinu og niður á bringu!
Á meðan á meðgöngunni stóð hélt ég alltaf að ég myndi fara að gráta þegar ég fengi barnið mitt í fangið í fyrsta skipti en ég var svo ánægð með að þetta var afstaðið og upptekin að skoða strákinn minn að ég gleymdi alveg að fella tár! Við vorum svo hamingjusöm að allt gekk vel (þó að hægt væri) og þarna var komin fullkomin lítil manneskja!
Þegar búið var að mæla og vigta drenginn og hann aðeins búinn að fara á brjóst fengum við að fara inná Hreiður. Þar var yndislegt að vera - að skoða fallegasta barn sem fæðst hafði og kúra saman í rúminu þreytt og svo hamingjusöm.
Þannig leið fyrsta nóttin okkar saman- reyndar stökk ég í sturtu til að skola af mér og áttu feðgarnir gæðastund saman á meðan. Uppúr hádegi daginn eftir fórum við svo heim í kotið okkar að halda áfram að knúsast og kúra...

Mæli með að skoða öll gullkornin mín.

2.6.04

Giskaðu á hvers kyns ég verð

Nú er hægt að giska á hvers kyns ég verð og hvað ég mun heita og ýmislegt fleira á síðu hérna sem heitir "Hvernig verð ég". Nú er bara að sjá hver kemst næst því að sjá fyrir um hvernig ég mun koma til með að vera þegar ég læt sjá mig...en það styttist í mig með hverjum deginum og síðan munu niðurstöður verða opinberaðar við tækifæri =)

Tillögurnar voru:


KynStrákanafnStelpunafnFæðingardagurHárÞyngdSegir...
StrákurEmil...???? ( langafaþema eins og hjá mér, thí,híhíhí ; )Emilía, ( ef þú ert síðan lítil krúsídúlla, og ég hef rangt fyrir mér : (07.06.04Lubbi14 merkurAri Björn,gormurinn sem hlakkar svo til að hitta þig
StrákurLeópoldÁsthildur09.06.04Lítiðca.3000-3200Linda Rós
StelpaBjörnÁsthildur17. júníLítiðMatthildur
Stelpa13. júníLítið3290Eyrún
StelpaÁsthildur HelgaLítið12. júní3150Helgie Bí;)


...og eftir að ég fæddist var nú ekki lengur boðið uppá að giska á meira en hvað ég heiti =)StrákanafnSegir...
Loftur LogasonLoftur
Ljótur BolliHarpa og Guðjón
Einar BjörnEinar
DagurMalla
Kristjón ÁrniÁgúst Fannar(frændi Kára)
MarteinnBjörk
Víðir SnærAnna Katrín(frænka Kára)
Leó Már LogasonHelga "frænka" í DK ;)
Kristján ÁrniKári Þrastarson
Ágúst Björn (hehhe næsti bær við Gústaf Bjarni)Berglind
Arnór AtliMatthildur
DaðiLilja "ömmusystir"
Hlöðver (Hlölli)Þröstur
Anton Breki
Björt
BöddiAnna
Eldar Logason Laufey móðurfrænka
Askur Máni
Jóhanna Björg frá Seyðis
Arnar HrafnHME
HANNesHME
ÖrnHME
KjóiHME

29.5.04

Myndbandsupptökuvélin komin

Jóhann frændi kom í mat í gærkvöld með myndbandsupptökuvélina frá USA sem hefur verið á dagskrá á mömmu og pabba að kaupa síðan í janúar. Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu þannig að nú get ég farið að undirbúa útkomu en ég hef verið að bíða eftir að kvikmyndaliðið væri tilbúið fyrir komu mína =) Þannig að það er aldrei að vita nema ég fari að láta sjá mig...en ætla nú aðeins að njóta þess að kúra í mömmu =)

15.5.04

Mamma gamla

Varð hún mamma ekki bara gömul líka...með mig í maganum á sér, ég vona að þetta smitist ekki til mín. Nú er hún alveg jafn gömul og pabbi gamli kall. Þetta var svaka veisla á sunnudaginn og við vorum alveg búin á því seinnipartinn, allt fullt af fólki og krökkum og við að þjótast út um allt...svona öðru hverju. En þetta var bara gaman og við kvíldum okkur um kvöldið...og daginn eftir, enda vorum við alveg búin á því þá.

12.5.04

Er ég strákur?

Mömmu dreymdi fæðinguna og nú er allt komið á hreint samkvæmt þeim draumförum. Ég verð strákur og mun koma í heiminn þann 4. júní, verða 4020 gr. og rétt yfir 50 cm. Þegar að mamma komst að því að það eru 16 merkur var hún ekki alveg jafn til í það og áður, en nú er bara að sjá hversu sanndreymin hún er =) Helga amma hefur verið á því að ég sé stelpa en hún sagði líka að kanski væri ég bara svona séð(ur) að vera strákur, því bæði hún og mamma myndu alveg missa sig í innkaupum á stelpudóti...a.m.k. missa sig meira heldur en ef ég er strákur :)

3.5.04

Gestabókin mín

Loksins er ég búin[n] að setja gestabók á síðuna mína. Þannig að nú geta allir sem vilja skrifað mér skilaboð eins og litli dvergurinn hérna á myndinni =)

Gestabókin er tilbúin

Síðan voru að koma nýjar myndir úr prentun af mér, mömmu og pabba og bumbunni hans, þær má finna á myndasíðunni minni =)

Ég er alveg að missa mig úr spenningi yfir öllum þessum nýjungum á siðunni MINNI...en farið að syfja líka =)

1.5.04

Pabbi og DVD teiknimyndirnar

Það þarf nú ekki mikið til að kveikja í áhuga pabba á innkaupum á DVD teiknimyndum. Mamma sagði honum í dag frá því að Pixar myndir væru á afslætti og hann var ólmur í að komast þangað, og fór út með 3 myndir. Ég er farin(n) að efast um að þetta sé allt fyrir mig, mig grunar að pabbi sé svoldill teiknimyndakall sjálfur og það er spurning hvort ég eða hann veðrum meira í því að horfa á myndirnar á komandi árum.

19.4.04

Pabbi og aulahúmorinn

Mamma og pappi voru að ræða nafn á mig um daginn og þá kom pabbi með einhverjar aulahugmyndir eins og Hreinn Kristall, Ljótur Fengur, Skúta Stefni, Forni Galdur, Kaldi Sær, Skeggi Smiður og fleira í þeim dúr. Mamma kom þá með Bjarnar Húnn og pabba fannst
það ekki bara fyndið heldur var hann bara á því að ef ég væri strákur ætti ég að heita það. Mamma var ekki sammála og kanski ekki margir fleiri en pabbi, en hann er nú með svoldi sérstakan húmor =)
Pabbi sagðist alveg vera til í að heita Bjarnar Húnn og skildi ekki af hverju mömmu fannst það ekki vera flott. En henni fannst það hljóma eins og Kettlingur þannig að ekki var það samþykkt :)

2.4.04

Prakkarin(n) ég =)

Hahahahah, ég var nú fyndin(n) í gær...prumpaði nú ekki neitt, ég var bara að plata því það var 1. apríl og þá má maður alveg plata =)

1.4.04

Prumpulíus

Nei, nei, nei...prumpaði ég ekki bara í fyrsta skipti, þetta er nú stórmerkilegt hvað er hægt að gera í svona litlu rými inní mömmu. Það voru allir voða stoltir af mér hvað þetta væri kröfugt prump og deildu mamma og pabbi heilmikið um það frá hverjum ég tæki þetta. Allir vildu eigna sér þetta stórvirki og var hringt í afa og ömmur til að komast að því hvort mamma eða pabbi prumpuðu meira, og hærra, þegar þau voru lítil, en fæstir vildu kannast við það...kanski er þetta bara komið frá mér...mitt fyrsta einkenni =)

23.3.04

Rólegur dagur

Það var nú tekið því heldur betur rólega í dag. Ég og mamma fórum í vinnuna hennar og síðan sótti pabbi okkur að vanda í hádeginu, en hann gerir það oft núna á meðan hann er enn að vinna í nágrenninu. Fórum í bakarí og síðan tókum við mamma góðan fegrunarblund í dag og heldum áfram að taka því rólega í kvöld í svefnsófanum. Pabbi fór að gera hattaskýrsluna og við mamma erum að sofna yfir sjónvarpinu...

20.3.04

Ný upplifun, hiksti

Vissi nú ekki hvaðan á mig stóð veðrið í morgun þegar ég og mamma fórum í bað og það fór bara allt að kippast til. Þetta var stórmerkileg upplifun að kippast svona reglubundið til og ef það hefði ekki verið fyrir foreldrafræðsluna hefði ég ekki haft hugmynd um hvað væri að gerast, en ég hafði heyrt Hrefnu minnast á það að það væri ekkert óeðlilegt að fá hiksta og kippast til inní mömmu. Mamma var líka mjög áhugasöm um þetta, það var að renna úr baðinu þegar þetta gerðist og allt vatnið var löngu farið þegar hikstinn fór og þá loksins hreyfði hún sig. Henni fannst þetta rosalega spennandi, en ég var bara fenginn þegar þetta tók enda.

19.3.04

Þvílík átök

Í foreldranámskeiði á miðvikudaginn fengu mamma og pabbi að sjá 8 fæðingar, og mér líst bara ekkert á þetta. Mamma var ekkert allt of hress með þetta og er nú að leita leiða til að láta pabba fæða mig. Þetta fór nú ekki jafn mikið í pabba, en hann bjóst ekki við neinu góðu. En ég verð bara að haga mér þegar ég kem =)

13.3.04

Svefnsófi...handa mér?

Mamma og pabbi keyptu svefnsófa í gær. Held að hann sé að einhverju leiti ætlaður mér, ef ég skyldi vera með læti þá er hægt að fara með mér þangað á nóttunni. Mig grunar þetta því mamma Gústafs Bjarna og Emils Gauta sagði það við mömmu að það væri gott að annað foreldrið gæti hvílt sig á með hitt sægi um mig....Mér finnst nú bara að allir eigi að sjá um mig og sýna mér athygli...nei, kanski ekki alltaf, það er allt of erfitt að skemmta fólki allan liðlangann daginn.

9.3.04

Allir á leiðinni út í hinn stóra heim

Var ekki annars strákur að fæðast í heiminn. Símon&Ásta áttu strák...það væri nú ekki amarlegt ef ég væri stelpa, þá hefði ég af nógu af velja, Símon&Ásta nýbúin að eiga strák, sem og Palli&Erla, og síðan á seinasta ári áttu Siggi&Linda og Nonni&Berglind...það verður spennandi að sjá þegar ég læt sjá mig =)

8.3.04

Farinn úr mömmu sinni

Vissi ég ekki, þessi sem við hittum um daginn í bollukaffinu er kominn úr heiminn, fór úr mömmu sinni á laugardagsnóttina, og það var strákur, alveg eins og mér datt í hug...verst að ég er ekki eins klár á sjálfum mér. En hann var víst rosa stór, en ég hef ekki enn hitt hann. Það verður nú líka gaman að vita hvað hann á að heita.
Mamma og pabbi eru að verða sammála um nafn á mig hvort sem ég er stelpa eða strákur...það er reyndar ástæða fyrir því að ég "þykist" ekki vita hvaða kyn ég er, því ég vil ekki skemma þetta fyrir mömmu og pabba, þeim finnst svo gaman að spá í báðu. Bekka amma er föst á því að ég sé stelpa, helg að Helga amma segi það líka, þarf að fá babba til að tékka á því.
Í dag fengum við "krílin", ég, mamma og pabbi, sendar 3 gúmmíendur frá Helgu ömmu, pabbi var nýbúinn í baði, en var spenntur að fara að leika sér að þeim. Ég var nú ekki alveg sáttur við það...hélt að þetta væri meira handa mér, en ég ræð litlu....enn!
Mig grunar líka að annað lítið sé á leiðinni í heiminn á austurströndinni, ættum að fá fréttir af því fljótlega.

1.3.04

Hvíld og svo allt á fullt

Farið var í bústað til Svölu um helgina sem var ákvaflega gaman og afslappandi. Ég tók lífinu með ró og hafði það gott í heitum pottum. Pabbi sá um að renna sér í rennibrautinni í sundi, en við mamma voru bara róleg í heitapottinum. Síðan var borðað vel og sofið og farið aftur heim á sunnudeginum. Þá var ég nú heldur betur komin með uppsafnaða orku um kvöldið, og dansaði eins og íslandsmeistari yfir stórmyndinni "Með allt á hreinu".

26.2.04

Fullt af krílum

Nú fórum mamma & pabbi á einhverjar foreldrafræðslu? Veit ekki hvaða stress þetta er í þeim, hljóta að halda að ég verði eitthvað vandræðabarn >:) en þetta var fínt, það var full af krílum í maga mömmu sinna þarna og það fór ágætlega um okkur þótt þetta væri alveg þriggja tíma seta...enda fengum við okkur rjómaís í hléi =)

23.2.04

Annað barn í bumbu

Fórum saman, fjölskyldan, í bollukaffi og þar var ein með barn í maganum alveg eins og mamma...ég held að það sé strákur, án þess að hafa hugmynd um hvað strákur er, eða stelpa, en maður verður að vera með í þessu og giska...eða kanski veit ég eitthvað sem ég segi ekki :)

18.2.04

Í dvala

Jæja, ég hef gefist upp. Það er alveg sama hversu fast ég hef sparkað ég kemst bara ekki út. Í öllum látunum snéri ég mér svo mikið að ég hef ekki minnstu hugmynd um lengur hvað er upp og hvað niður. Þannig að núna hef ég það bara náðugt og hugsa um eitthvað annað en að reyna að sleppa hérna. Það er bara orðið svo þröng. A.m.k. tókst mér að búa til smá meira pláss með öllu þessu sparki.

11.2.04

Pabbi kom snemma heim

Pabbi fór í íþróttir eftir vinnu, og ætlaði síðan á tónlistaræfingu þannig að við mamma áttum ekkert von á að sjá hann fyrr en seint í kvöld...en síðan birtist hann bara snemma í kvöld. Það var nú ekki verra þar sem við mamma vorum farin að spá hvað ætti að borða og fyrst pabbi var kominn heim var haldið uppá það með pizzu. Reyndar ekki pabbapizzu heldur bara einhverri skyndibitapizzu en þær standa alveg fyrir sínu...væri alveg til í pizzu með eplamauki, þarf að koma því í gegn. Held að það gæti virkað vel á kríli eins og mig :)

9.2.04

Úff...þreytan

Það var nú nóg að gera í gærkvöldi. Fengum gesti en ég fékk nú lítið tækifæri á að sýna mig, en fékk gott að borða. Síðan var spilað fram á nótt, og ég var aðeins of sybbinn í morgun til að nenna þessu og mamma var alveg til í að sofa lengur. Pabbi reif sig á fætur og fékk sér að borða án okkar, og lagðist svo á meðan við borðuðum...en mamma þarf bara að vinna í 3 tíma, síðan brunum við heim og leggjum okkur fram yfir hádegi :)

3.2.04

Hlaupasprettur

Það var nú rólegi hlaupaspretturinn tekinn í kvöld. Mamma dottaði yfir sjónvarpinu í heimsókn hjá Lilju&Svölu og ég var hálf utan við mig yfir sjónvarpinu. Enda var þetta ekki bara sjónvarp, heldur á bíótjaldi. En þegar við komum heim fór mamma í bað, og mér finnst það svo gaman. Tók þennan líka rosa sprett um allan magann, fram og aftur alveg heil lengi...síðan þegar við vorum komin inní rúm fór pabbi að róa mig og ég sofnaði fljótt.

31.1.04

Ís"kalt"land

Það er nú gott að vera í mömmumaga þegar að svona kallt er úti. Við komum heim í dag rétt fyrir sjö og þá var pabbi kominn heim. Fjölskyldan fékk sér svo lúr saman í næstum 2 tíma og kvöldmaturinn var í minni kantinum, enda vorum við mamma búin að borða vel í heimsókn okkar til Hlían í dag. Gústaf Bjarni og Emil Gauti voru líka með, en mér tókst ekkert að ná sambandi við þá, verð að bíða þar til ég er kominn úr mömmu þangað til ég get leikið við þá.

22.1.04

Ammæli

Fór með mömmu í afmæli í kvöld. Það er bara langt síðan ég hef hitt pabba, alltaf eitthvað á ferðinni með mömmu. Hittum hann nú aðeins áðan, þá var hann að koma úr innkaupaleiðangri, var að kaupa fullt af DVD myndum, reyndar bara eina teiknimynd, Ice Age, en hún er reyndar ekki með íslensku tali þannig að ég hef ekki gaman af henni alveg strax. Linda sá myndirnar af mér og hún segir að ég sé strákur.

21.1.04

Mamma veik?

Mamma var heima í dag. Hún var með hausverk og engan vegin gat hún farið í vinnuna í morgun, þannig að við áttum rólegan dag. Síðan hresstist hún með deginum og farið var í gönguferð og klippingu. Pabbi sótti okkur við fórum öll heim. Síðan var farið á kaffihús....aftur...með stelpunum...ég sem ætlaði að eiga rólegt kvöld. En nei. Það kom ekki til greina að hittast heima hjá mér og hafa það huggó...ó nei, það þarf að gellast niðri miðbæ Reykjavíkur, annað er nú ekki kellingum sæmandi. Ég skil ekkert í þeim.

20.1.04

Ný föt

Mamma var að versla ný föt, og á morgun er farið í klippingu. Það mætti bara halda að ég væri á leiðinni í heiminn í næstu viku, mín að gera sig fína og alles. En það er nú bara rólegt hjá mér, dunda mér við að snúa mér og svona, en þetta er nú aðallega að hvíla sig og stækka í rólegheitunum.

12.1.04

Reykjasvæla...

Var ekki farið með mig á kaffihús í gær...það sem kellingarnar hafa gaman að því að hittast og kjafta og kjafta og kjafta og...og ekki er hægt að hittast í heimahúsi...nei það væri allt of saumaklúbbslegt...og ekki vilja þær viðurkenna það. En það er nú eitt að lifa við stanslaust kjaftið í þeim, en að bæta tóbaksreyk kaffihússins ofan á það er ekkert sérlega skemmtilegt. Á meðan sat pabbi heima í tölvunni að skoða kvikmyndatökuvélar, en það er verið að undirbúa komu mína í heiminn og stórstjarnu eins og mig verður að mynda í bak og fyrir, enda er spurning hvort að ævisagan verði ekki gefin út fyrir 1 árs afmælið. Hún gæti borðið titilinn "Barn B&L" eða "Bloggari í maga mömmu" og undirtitillinn væri "Barnið sem gat ekki beðið eftir að komast út" eða "Hvort kynið er ég?". Aldrei að vita hvað maður tekur uppá í ellinni, þ.e. eftir um ár, þá gæti nú ævisagan litið dagsins ljós...en ætli það verði ekki lengra í skáldsöguna.
Ótengt þessu þá var rosalega gaman hjá mér í gær að skoða magann á mömmu, ég fór í heljarinn leiðangur í hægri hluta magans og tókst að koma mér fyrir þar, og þá var vinstri hlutinn alveg tómur, þannig að ég vildi nú ekki hafa hann útundan og fór fljótlega aftur til baka, en skemmtilegt ferðalag þrátt fyrir það...um að gera að nýta tímann á meðann plássið er nóg.

7.1.04

Læti í gær

Það voru nú meiri lætin fyrir utan hjá okkur í gær. Einhverjir nágrannar að skjóta upp flugeldum á þrettándanum í sundinu á milli blokkanna og það réð allt á reiðiskjálfi á meðan þessu stóð. Meira að segja ég fann fyrir titringnum í maganum á mömmu. Mamma var eitthvað lengi að sofna í gærkvöldi, fór og fékk sér heitt kakó um nóttina og ég þrufti nú ekkert á því að halda...mér var alveg nóg heitt í maganum undir sænginni...en ég fæ nú litu að ráða...enn!
Pabbi var ekkert betri, hann var að lesa einhverja ruglubók, Herra Alheim, það ætti nú ferkar að vera Herra Ég, en hann fór víst ekki að sofa fyrr en 3 í nótt og var svoldið eftir sig í morgun. Ég hafði það samt náðugt, enda er maður alveg búinn á því eftir öll spörkin þessa dagana.