Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

27.6.04

Pelastrákurinn ég

Enn er allt gott að frétta af mér. Í dag fór ég heilmikið í bílinn með mömmu og pabba. Við fórum í IKEA að kaupa eitthvað drals, en ekkert dót handa mér :( en ég ætti nú að geta leikið mér að einhverju sem keyprt var í óþökk foreldra minna þegar ég stækka =) Síðan fórum við í Steinahlíðina, líklega í síðasta sinn því Böddi&Bekka flytja á Vellina á morgun. Annars hef ég það enn merkilega gott, í gær mældist ég 3690 gr. þannig að ég er að stækka alveg eðlilega, enda er mamma dugleg að gefa mér...svona þegar ég nenni að vera vakandi yfir því. Mér finnst svo gott að fá að drekka að ég á að það til að sofna í miðri máltíð. Stundum reynir pabbi að vekja mig en ég er ekki alltaf til í að vakna =)
Annars var pabbi að setja inn smá sýnishorn af því hverstu mikill pelastrákur ég er, en það kemur fyrir að ég fæ pela með mjólkinni hennar mömmu. Hef bæði fengið pela hjá pabba og Bekku ömmu. En pabbi setti inn mynd af mér vera æstur í pelann, skoðið þetta og sjáið muninn þegar músarbendillinn fer yfir =)

24.6.04

Pínu líkur pabba

bjarturPabbi.jpg
Þótt að vita hafi verið frá upphafi að ég væri með varirnar hans babba þá svipa ég nú líka svolítið til hans þegar bornar eru saman barnamyndir af honum og mér. Hérna er mynd af okkur báðum í baði og það má sjá pínu svip með okkur, en babbi er með meira hár og aðeins meiri bolti. En eyrun mín koma augljóslega ekki frá honum =)

21.6.04

Smá myndbrot af mér =)

Pabbi var að setja inn smá myndbrot af mér sem tekið var upp í kvöld. Þetta er nú bara eitthvað lítið sem tekið var upp á ljósmyndavélina, en allt efnið sem hefur verið tekið upp á myndbandsupptökuvélina hefur ekki enn verið unnið...pabbi á eftir að finna sér góðan tíma í það við tækifæri. En tékkið á mér þegar ég fór í bað og fékk smá nudd.

16.6.04

Draumabarn

Mamma og pabbi eru alveg í skýjunum yfir mér, og allir sem sjá mig eru ofsa hrifnir af mér, enda er ég nú svo lítill og sætur =) Lífið er mjög fínt hjá mömmu og pabba, mamma gefur mér alltaf nóg að borða og pabbi nuddar mig á hverjum degi. Ég hef nú lítið horft á EM með pabba, en mamma hefur verið duglegri að fylgjast með boltanum ásamt honum. Ég er allur að braggast segja foreldrar mínir og pabbi gáttast í hvert skipti sem hann heldur á mér hvað ég sé kominn með góða fyllingu í puttana og orðinn sterkur, þótt að ég sjái nú litinn mun frá degi til dags. Pabbi og mamma settu inn fullt af myndum frá fyrstu vikunni minni í dag þannig að nú er hægt að sjá hvað ég er farinn að braggast =) Á morgun er svo stefnt á að fara út í fyrsta göngutrúinn, þótt að ég ætli nú bara að hafa það náðugt í kerrunni minni =)

14.6.04

Sól frænka á ferðalagi í USA

Sól segir í hvert skipti sem við göngum fram hjá ungbarnaeitthvað "þetta væri nú gott fyrir litla drenginn hans Loga" svo ef við keyptum það allt kæmumst við ekki heim.

9.6.04

Alsæll með lífið

Jæja, þá er nú mikið búið að gerast síðan ég kom heim á laugardaginn(fæðingardaginn). Fyrsta nóttin mín heima var pínu erfið þar sem ég vaknaði ekki fyrr en um kvöldið heima og var að átta mig á aðstæðum, en pabba tókst að svæfa mig kl. 7 um morguninn. Næsta nótt var miklu betri, og dagurinn, og er allt að komast í fínustu reglu hjá mér og næ ég alveg uppí 4 tíma svefn í einu á nóttu. Mjólkin er komin hjá mömmu og það var nú ekki slæmt, stundum treð ég mig alveg út og fæ mér svo pínu meira til að verða alveg pakksaddur. Anna ljósmóðir hafði áhyggjur að ég væri soldið gulur þannig að við fórum og létum blossa mig á Lansanum. Anna sagði að ég væri líklega yfir 200 og ef ég væri yfir 250 þá myndum við gista sólahring og ég færi í ljós. En ég var nú bara 193 þannig að þetta var allt í besta lagi og við fengum okkur bara bíltúr í Reykjavíkina. Ég er líka búinn að fá bað og var nú ekki alveg tilbúin í þá lífreynslu fyrstu andartökin, en var fljótur að taka vatnið í sátt, svona þangað til það var verið að þvo mér, þá lét ég aðeins heyra í mér. Síðan fékk ég nudd sem ég á að fá á hverjum degi.
Í dag var svo nýburaskimun þar sem var tékkað á mér og leit allt bara vel út. Pabbi, mamma og ljósmóðirin voru rosalega spennt að sjá hvað ég væri þungur. Anna giskaði á 3100 gr. en mamma og pabbi héldu að ég væri bara rétt um 3000. Á viktinni mældist ég 3110 gr. þannig að Anna var nokkuð nálægt því, og er ég því byrjaður að nálgast fæðingarþyngdina.
Í heildina hafa þessir fyrstu dagar verið mjög góðir og ég er hæst ánægður með að fá reglulega mjólk hjá mömmu en þess á milli legg ég mig þónokkuð =)

5.6.04

Pabbi þegar hann sá Bjart fyrst

Munnurinn er minn...reyndar var ég nú alveg klár á að pungurinn var minn líka við fyrstu sýn, held að hann komi varla frá mömmu =)

Kominn

Jæja, þá er ég loksins kominn í heiminn. Mamma var búin að panta mig 4. júní, en mér seinkaði um 10 mínútur, kom 00:10 þann 5. júní í dag. Fyrsti dagurinn er búinn að vera langur og margt að gera. Ég er skráður 50 cm og 3220 grömm. Í dag hef ég verið að rembast við að fá mat hjá mömmu og hefur það bara gengið vel, nú bíð ég eftir að fá meira magn frá henni en það ætti að koma eftir nokkra daga. Ég hef ekkert sértaklega verið að brúka röddina, en aðeins að prufa hana við og við núna undir lok dags, enda verð ég bráðum 1. dags gamall. Örfár myndir er mér eru komnar á myndasíðuna mína.

Fæðingarsaga Bjarts

Um nóttina, þann 4. júní, vaknaði ég með verki, fór á klósettið og varð vör við smá blæðingu. Þá ýtti ég við Loga og hann hringdi strax uppá spítala til að ráðfæra sig við ljósurnar. Þær vildu að við kæmum bara strax svo við tókum okkur til og drifum okkur af stað, bæði spennt og hrædd í senn. Þetta gerðist milli klukkan 4 og 5 um nóttina og umferðin var engin. Ég hafði orð á því við Loga hvað ég væri fegin að þurfa ekki að vera með hríðir fyrir framan alla í umferðinni... Við komumst fljótt og greiðlega á fæðingardeildina- þurftum reyndar að stoppa fyrir gæsum í Kópavogi. Þær röltu makindalega eftir Reykjarvíkurveginum alveg áhyggjulausar.

Ég var strax skoðuð þegar við komum og þá mældust 4 í útvíkkun. Ljósan sem tók á móti okkur var alveg yndisleg og sagði að þetta yrði ábyggilega komið rétt eftir hádegi! Vá hvað við vorum fegin að heyra að þetta tæki örugglega ekki langan tíma og fórum með allt okkar hafurtask inná eina fæðingarstofuna og komum okkur vel fyrir. Ég var sett í mónitor en hríðarnar voru ekki orðnar mjög slæmar ennþá.
Svo hófst biðin. Um hádegi vorum við búin að heyra hræðileg óp í einni konunni sem var að fæða í næstu stofu og við það stoppaði ferlið okkar. Við vorum send í göngutúr og athuga hvort það hefði eitthvað að segja... Við röltum framhjá Hallgrímskirkju, Logi stökk í sjoppu meðan ég sat á bekk og keypti handa okkur súkkulaði og ís. Við röltum svo til baka, inn á fæðingardeild eftir að hafa tekið stigana glæfralega, ég var aftur skoðuð en ekkert var að gerast. Þá kom fæðingarlæknir sem vildi að við færum bara heim, við áttum að taka skýrsluna okkar með og ég átti bara að fara í mæðraskoðun sem ég átti að mæta í næsta þriðjudag (nú var föstudagur). Hvort hún var að taka mig á sálfræðinni, veit ég ekki, en við fórum heim og frekar svekkt. Þetta lofaði allt svo góðu þarna eldsnemma um morguninn- þegar við mættum.

En ekkert við því að gera- við fórum heim um 4 leytið. Logi skreið uppí rúm en ég fór í bað eftir að hafa tekið tvær verkjatöflur. Þegar ég steig uppúr baðinu fór sóttin strax að versna. Ég orðin dauðþreytt- vakti Loga og sagði að við yrðum að taka tímann á milli hríða. Hann stökk á fætur, náði í símann sinn og fylgdist samviskusamlega með tímanum á skeiðklukkunni í símanum.
Nú voru hríðarnar heldur betur að versna og ég farin að bíta saman tönnum og anda eins og herforingi. Þá hringdi síminn hans Loga. Helga, mamma hans, að hringja til að tékka á stöðunni- hvort það væri nokkuð að gerast í dag því mig hafði dreymt að barnið ætti að koma í heiminn 4. júní (en áætlaður fæðingardagur var 7. júní).
Einhverra hluta vegna vildi ég ekki að neinn vissi þegar ég færi í fæðingu þannig að Logi laug blákalt að við værum bara róleg- ekkert að gerast. Á meðan reyndi ég að láta ekki heyrast í mér í hríðunum.

Logi hringdi svo aftur uppá fæðingardeild og lét vita að við værum á leiðinni. Nú var klukkan rúmlega 5 og mikil umferð og mér sko alveg sama um að vera með hríðir fyrir framan alla í umferðinni- hugsaði bara um að komast sem fyrst uppá fæðingardeild!
Þangað komumst við og fengum sama herbergi og fyrr um daginn. Ljósmóðirin sem tók á móti okkur fannst mér svo truntuleg- vildi bara fá þessa sem tók á móti okkur fyrst en eftir því sem sóttin harðnaði var mér slétt sama. Restina af kvöldinu var ég í móki- alltaf að bíða eftir að þetta væri búið. Við vorum búin að undirbúa okkur vel- ákveða tónlist og fleira en Nora Jones náði bara að syngja eitt lag fyrir mig. Eftir það var ég bara í mínum eigin heimi. Ég man ekki eftir ljósunni sem sat yfir mér, man bara eftir að hafa fengið nálastungur og muninn þegar ég tók fyrsta andardráttinn með glaðloftinu. Sagðist vera full....hehe.
Alltaf voru þær að tékka á útvíkkun sem gekk ekki nógu hratt fyrir minn smekk og ég var alveg að fara að gefast upp- ætlaði bara að panta keisara! Glaðloftið saug ég í mig eins og ég ætti lífið að leysa og sá eftir því að hafa ekki nefnt mænudeyfingu fyrr. Þóttist vita að það væri of seint að biðja um það núna.
Eitthvað í kringum 10 um kvöldið var útvíkkunin orðin nógu mikil til að þær gætu sprengt belginn og eftir að vatnið var farið fann ég mikinn létti! Stuttu seinna byrjaði rembingurinn og man ég eftir að hafa hugsað að út skyldi krakkinn fyrir miðnætti! Til að ná dagsetningunni sem mig dreymdi og þá hefði kennitalan líka verið 04-06-04.... eins og það skipti höfuðmáli hahaha.


Þegar ég var búin að rembast aðeins voru vaktaskipti - yndislega ljósan komin aftur á vakt Hún bauð mér að finna kollinn á barninu þegar hún sá í hann og ég varð fyrir gífurlegum vonbrigðum þegar ég fann hversu langt var í hann- því mér fannst hann alveg vera að koma út- nóg var ég búin að rembast! Ég átti nú eftir að rembast aðeins lengur og sá öll herlegheitin speglast í glerskáp sem var staðsettur beint á móti mér. Logi var farinn að hrópa hvatnigarorð og ég við það að kreista af honum hendurnar þegar út kom Bjartur 10 mínútum of seinn ;o) eða kl. 00:10 með engum látum.... nema í pabbanum. Bæði grét hann ekki þegar hann fæddist og ég passaði mig á að það heyrðist lítið í mér í fæðingunni- minnug þess hvað það heyrist vel þarna á milli herbergja! Vegna þessa var ég æðasprungin í andlitinu og niður á bringu!
Á meðan á meðgöngunni stóð hélt ég alltaf að ég myndi fara að gráta þegar ég fengi barnið mitt í fangið í fyrsta skipti en ég var svo ánægð með að þetta var afstaðið og upptekin að skoða strákinn minn að ég gleymdi alveg að fella tár! Við vorum svo hamingjusöm að allt gekk vel (þó að hægt væri) og þarna var komin fullkomin lítil manneskja!
Þegar búið var að mæla og vigta drenginn og hann aðeins búinn að fara á brjóst fengum við að fara inná Hreiður. Þar var yndislegt að vera - að skoða fallegasta barn sem fæðst hafði og kúra saman í rúminu þreytt og svo hamingjusöm.
Þannig leið fyrsta nóttin okkar saman- reyndar stökk ég í sturtu til að skola af mér og áttu feðgarnir gæðastund saman á meðan. Uppúr hádegi daginn eftir fórum við svo heim í kotið okkar að halda áfram að knúsast og kúra...

Mæli með að skoða öll gullkornin mín.

2.6.04

Giskaðu á hvers kyns ég verð

Nú er hægt að giska á hvers kyns ég verð og hvað ég mun heita og ýmislegt fleira á síðu hérna sem heitir "Hvernig verð ég". Nú er bara að sjá hver kemst næst því að sjá fyrir um hvernig ég mun koma til með að vera þegar ég læt sjá mig...en það styttist í mig með hverjum deginum og síðan munu niðurstöður verða opinberaðar við tækifæri =)

Tillögurnar voru:






























































KynStrákanafnStelpunafnFæðingardagurHárÞyngdSegir...
StrákurEmil...???? ( langafaþema eins og hjá mér, thí,híhíhí ; )Emilía, ( ef þú ert síðan lítil krúsídúlla, og ég hef rangt fyrir mér : (07.06.04Lubbi14 merkurAri Björn,gormurinn sem hlakkar svo til að hitta þig
StrákurLeópoldÁsthildur09.06.04Lítiðca.3000-3200Linda Rós
StelpaBjörnÁsthildur17. júníLítiðMatthildur
Stelpa13. júníLítið3290Eyrún
StelpaÁsthildur HelgaLítið12. júní3150Helgie Bí;)


...og eftir að ég fæddist var nú ekki lengur boðið uppá að giska á meira en hvað ég heiti =)











































































































StrákanafnSegir...
Loftur LogasonLoftur
Ljótur BolliHarpa og Guðjón
Einar BjörnEinar
DagurMalla
Kristjón ÁrniÁgúst Fannar(frændi Kára)
MarteinnBjörk
Víðir SnærAnna Katrín(frænka Kára)
Leó Már LogasonHelga "frænka" í DK ;)
Kristján ÁrniKári Þrastarson
Ágúst Björn (hehhe næsti bær við Gústaf Bjarni)Berglind
Arnór AtliMatthildur
DaðiLilja "ömmusystir"
Hlöðver (Hlölli)Þröstur
Anton Breki
Björt
BöddiAnna
Eldar Logason Laufey móðurfrænka
Askur Máni
Jóhanna Björg frá Seyðis
Arnar HrafnHME
HANNesHME
ÖrnHME
KjóiHME