Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

19.4.04

Pabbi og aulahúmorinn

Mamma og pappi voru að ræða nafn á mig um daginn og þá kom pabbi með einhverjar aulahugmyndir eins og Hreinn Kristall, Ljótur Fengur, Skúta Stefni, Forni Galdur, Kaldi Sær, Skeggi Smiður og fleira í þeim dúr. Mamma kom þá með Bjarnar Húnn og pabba fannst
það ekki bara fyndið heldur var hann bara á því að ef ég væri strákur ætti ég að heita það. Mamma var ekki sammála og kanski ekki margir fleiri en pabbi, en hann er nú með svoldi sérstakan húmor =)
Pabbi sagðist alveg vera til í að heita Bjarnar Húnn og skildi ekki af hverju mömmu fannst það ekki vera flott. En henni fannst það hljóma eins og Kettlingur þannig að ekki var það samþykkt :)

Engin ummæli: