Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

15.7.04

Pabbi farinn að vinna

Jæja, þá er pabbi byrjaður að vinna á fullu. Hann byrjaði reyndar í seinustu viku en varð svo veikur þannig að hann var bara heim mest alla seinustu viku en fékk ekkert að fara út í góða veðrið. En við fjölskyldan vorum að setja inn nýjar myndir. Það eru tvö ný myndaalbúm komin inn, eitt frá fimmtu vikunni minni og annað frá skírninni um daginn. Í gær fórum við Ari Björn með foreldrum okkar að finna brúðkaupsgjöf handa foreldrum ófædds Ágústsson, en það er brúðkaup hjá þeim núna um helgina sem við strákarnir ætlum að kíkja í, nema ég verði eftir hjá Bekku ömmu og Möllu ömmusystir í bústað á meðan mamma og pabbi fara.
Ég er rosalega duglegur að sofa og vera stilltur, tek bara smá skorpur og læt heyra í mér, en það er aðallega þegar ég er svangur og get ómögulega beðið eftir að fá mjólk. Það skiptir mig litlu máli hver gefur mér hana, hvort hún er fersk frá mömmu eða úr pela frá pabba, hún er alltaf jafn góð. En studum fæ ég pela, ef verið er að passa mig, eða mamma sofandi.

Engin ummæli: