Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

30.8.09

Spilagaldur, Sápukúlur og Stökkull

Þá erum við aftur komin heim frá Seyðis. Þessi ferð var alveg æææðisleg og spilaði mikið inní að við fórum fljúgandi ;o) En á móti kom að við vorum ekki með bílinn okkar og þess vegna héngum við sem mest bara á Múlaveginum, sem var sko ekki slæmt, og svo þurfti tvo bíla til að sækja okkur. En það var nú lítið mál! Helgamma, Bragi og Rakel biðu eftir okkur þegar við lentum og svo var raðað í bíla og beint í heimsókn til Dags og Ingu að skoða kanínurnar. Svo eftir mjöööög góða Bónusferð var brunað yfir á Seyðis og hreyfðum við okkur varla þaðan.
Mamman og pabbinn fengu að fara í bíó meðan Helgamma passaði. Já, það er bíó á Seyðis, látið ekki svona. Þetta er ekki algjört krummaskuð ;o) Og svo var glæsilegt matarboð hjá Ástu og Símoni og strákunum, kíkt á róló, berjamó og í sund, farið í menningarferð í Skaftfell og í Geirahús .... Alltaf nóg að gera á Seyðisfirði.
Ein af ástæðunum fyrir þessari ferð var að Jóhann og co komu til landsins og þvílíkt stuð. Held að það hafi aldrei verið farið í jafn æsilegan eltingarleik eða borðað jafn mikið af amerískum pönnsum áður ;o) Tala nú ekki um sápukúlublástur!! Sunna setti persónulegt met og fór létt með að smita frá sér áhuganum. Bjartur lærði spilagaldur af Sól frænku og gerði okkur ekkert gráhærð með honum, nei, nei...hehehe. Dagný átti sér eitt markmið daglega. Það var að hrella köttinn. Aumingja Stökkull mátti þola ýmislegt frá henni, m.a. veiðháratog og eyrnaklíp en hann var orðinn ansi góður í að forðast hana í lokin ;o)
Veðrið var nú ekki sem best (eins og svo oft áður þegar við erum þarna) og haustið komið fyrir víst þarna fyrir austan.
En, eins og Helgamma segir, þá erum við ekki að heimsækja veðrið ;o)

17.8.09

Bjartur að horfa á So you think you can dance.

Pælir mikið í því af hverju dómararnir og keppendur eru ekki alltaf í sömu fötunum...
Bjartur: Af hverju eru þau alltaf í nýjum fötum?
Mamma: Af því þau skipta alltaf um föt. Þetta eru eins og búningar.
B: Já en dómararnir eru líka oft í nýjum fötum.
M: Já. Þetta er ekki allt sama kvöldið. Þau skipta um föt af því að það er kominn annar dagur.
B: En Dóra (landkönnuður) er ALLTAF í sömu fötunum. Samt kemur nýr dagur hjá henni....

Ekki alveg að kveikja á því að Dóra er teiknimynd. En sýnir tilbreytingarleysið í Dóru sem er sko ekki í uppáhaldi hjá foreldrunum!
(ágúst 2009)

15.8.09

* Nýtt look *

Loksins tóku mamman og pabbinn sig til og gerðu síðuna svoldið sæta og huggulega. Þetta er svaka munur! Finnst ykkur ekki? ;o)

8.8.09

Kaldur eplasvali

Bjartur fékk kalt epli um daginn og þá heyrðist í spekingum Mmmm, eplasvali...kaldur.

Hættur að hjóla

Bjartur tilkynnti okkur um daginn að hann ætlaði að hætta að hjóla þegar hann yrði 8 ára því þá yrði hann svo upptekinn af því að hugsa um hamsturinn sinn. Mamma hans lofaði honum út í lofið að hann fengi hamstur þegar hann yrði 8 ára án þess að gera sér grein fyrir að hann myndi ekki gleyma því loforði =)

Ruglaður bíll

Vorum að keyra á malarvegi (sem gerist nú ekki oft) og þá segir Sunna: Bíllinn er ruglaður því henni fannst svo skrítið hvað hann hristist mikið.

7.8.09

Nú er leikskólinn byrjaður aftur...

....og allir bara kátir með það hér á bæ. Nema kannski Dagný. Hún saknar stóru krakkanna. Skrítið að hanga allt í einu bara ein heima með mömmu. En við eigum svo sannarlega eftir að eiga skemmtilegt haust með fullt af litlum krúsídúllum á "réttum" aldri fyrir Dagnýju. Jana María er ansi spennandi að koma við og klípa. Svo er mættur litli Michael Fjólar Thorarensen og styttist í Litlu Önnu- og Róbertsdóttur. Svo er von á tveimur félögum í viðbót þegar nær dregur jólum!! Já það verður sko gaman hjá okkur! Ansi aktívir þessir Bónerforeldrar hehehe ;o)

Annars er bara allt gott að frétta af öllum.... Vetrarstarfið byrjar bráðum og það verður nóg að gera. Sunna ætlar að verða nemandi í Listdansskóla Hafnarfjarðar og Bjartur ætlar að fara í Boltaskóla Haukanna og æfa með afa. Pabbinn er byrjaður að vinna á fullu og í fullu starfi, en hann hefur ekki verið það síðan Dagný fæddist. Mamman heldur svo bara áfram að ryksuga með nýju ryksugunni ;o)
Svo má ekki gleyma að við eigum nú smá sumarfrí eftir. Förum aftur á Seyðis bráðum og verðum í viku að knúsa Helgömmu. Það er alltaf næs.