Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

20.3.04

Ný upplifun, hiksti

Vissi nú ekki hvaðan á mig stóð veðrið í morgun þegar ég og mamma fórum í bað og það fór bara allt að kippast til. Þetta var stórmerkileg upplifun að kippast svona reglubundið til og ef það hefði ekki verið fyrir foreldrafræðsluna hefði ég ekki haft hugmynd um hvað væri að gerast, en ég hafði heyrt Hrefnu minnast á það að það væri ekkert óeðlilegt að fá hiksta og kippast til inní mömmu. Mamma var líka mjög áhugasöm um þetta, það var að renna úr baðinu þegar þetta gerðist og allt vatnið var löngu farið þegar hikstinn fór og þá loksins hreyfði hún sig. Henni fannst þetta rosalega spennandi, en ég var bara fenginn þegar þetta tók enda.

Engin ummæli: