Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

1.12.04

Bjartur stóri strákur

Jæja, góðir hálsar!
Síðast þegar þið vissuð var ég á leiðinni í næturpössun til ömmu og afa. Það gekk alveg rosalega vel- ég var auðvitað eins og engill. Var bara stilltari en heima hjá mér- mamma segir að ég sé svo kurteis drengur;o)
Í gær fór ég með ömmu og mömmu í bæinn. Það var rosalega gaman- mér finnst alveg æði að sitja í kerrunni minni og horfa á allt sem er að gerast í kringum mig. Það var meira að segja svo gaman að ég sofnaði sama og ekki neitt.... rétt lokaði augunum til að hlaða batterýin. Svo hitti ég Matthildi vinkonu mína og Vigdísi frænku hennar og brosti alveg hringinn- það er svo langt síðan ég hef séð hann Matta minn.
Þegar við komum heim var kominn tími til að fara á sundnámskeiðið. Mamma og pabbi ætluðu nú ekkert að fara því ég var lítið búinn að sofa. En sem betur fer ákváðu þau á síðustu stundu að drífa sig-ætluðu bara að fara með mig uppúr ef ég væri alveg búinn á því. Þau sáu sko ekki eftir því! Þetta var skemmtilegasti tíminn minn. Ég hló og lék á alls oddi allan tímann! Ætli ég hafi ekki bara verið í galsa??
Ég má ekki gleyma að segja frá því hvað ég er orðinn rosa góður strákur! Ég er alltaf að vera aaaaa við alla núna. Strýk kinnina og segi aaaaaaahhh.... Ég er víst voða mikil dúlla þegar ég geri þetta;o). Svo þegar uppáhalds auglýsingin mín kemur í sjónvarpinu (kók-auglýsing), fer ég að hlæja og segi svo aaaaaa þegar kallinn er búinn að segja aaahhh. Já maður stækkar svo hratt. Mamma er líka dugleg að kenna mér- núna er hún alltaf að fitja upp á nefið og hnusa út í loftið eins og hún gerði sjálf þegar hún var lítil. Ég á þá að gera eins.... en ég er sko ekki alveg á því. Það eru takmörk.......

Engin ummæli: