Mikið svakalega erum við búin að hafa það gott um jólin!
Bjartur sá um að vekja foreldra sína snemma á aðfangadag og við brunuðum til ömmu og afa í heitt súkkulaði og smákökur. Í hádeginu var svo möndlugrauturinn hans pabba og hver haldiði að hafi fengið möndluna?? Pabbi auðvitað! Þetta gengur alltaf betur og betur: Balli og Valgeir eru að venjast grautnum... þeim finnst hann ekkert sérstaklega góður hehehe en þeir sleppa sko ekki við að borða hann.
Eftir grautinn fóru mamma og pabbi með Bjartmanninn í bíltúr til að reyna að fá hann til að sofna en hann var sko ekki á því- endaði með því að amma hringdi og þá var Sunna orðin svöng og mamma varð að fara og redda því- ekki hægt að ætlast til þess að litlir strákar sofni bara á svona spennandi degi.
Eins og venjulega komu Malla og co og Lilja og co til ömmu og afa líka að narta í hangikjöt og laufabrauð og til að afhenda og fá pakka. Það var sko svakalegt pakkaflóð undir jólatrénu hjá ömmu og afa! Þegar klukkan var rúmlega 4 fóru mamma og pabbi heim til að skipta um föt og þá tókst Balla frænda að svæfa Bjartastrumpinn loksins enda orðinn þreyttur strákurinn. Hann var svo vakinn rétt fyrir 6 svo hann væri kominn í jólafötin þegar jólunum hringdi inn.
Kvöldið leið svo með pakkatætingi og leik og allir skemmtu sér vel. Litla fjölskyldan fór svo heim með flest sitt hafurtask rétt fyrir miðnætti- mamman og pabbinn frekar þreytt.... Komu krökkunum í háttinn og opnuðu annað eins pakkaflóð þegar þau voru sofnuð. Bjartur fékk svo að opna restina af pökkunum til hans þegar hann vaknaði á jóladag. Úff... þið getið ímyndað ykkur gjafaFLÓÐIÐ! TAKK FYRIR OKKUR ÖLL ;O)
Svo hefur verið nóg að gera í jólaboðum og svoleiðis. Á gamlárskvöld á að taka það rólega... með ömmu og afa auðvitað ;o) Því miður fórum við ekki austur á Seyðis þessi áramótin- Sunnulingurinn ennþá svo lítill og ekki nenna í pabbanum hehehe hann er orðinn svo gamall karlinn. Nennir ekki neinu. Við förum bara næst...
Jæja, það var auðvitað tekið bunch af myndum... alveg spurning hvenær pabbinn hefur nennu í að koma þeim hingað inn... við látum ykkur bara vita...
28.12.06
Jól 2006
19.12.06
Styttist í jól
Nú er jólaundirbúningurinn í hámarki. Við litla fjölskyldan erum reyndar alveg róleg bara.... Allt að verða reddí- búið að kaupa allar gjafir og ekki þarf maður að hafa áhyggjur af mat því við borðum hjá ömmu og afa á aðfangadag og jóladag.
Á föstudaginn fórum við í Brekkuskóg með Palla og Erlu og co... Mikið svaaakalega var gott að keyra útúr bænum, útúr öllu brjálæðinu! Við höfðum það alveg rosalega gott í bústað og veðrið var æðislegt! Snjór og kalt. Félagarnir Óðinn Bragi og Bjartur voru duglegir að leika úti og inni og lítið um árekstra á milli þeirra. Sunna og Freyja Sif voru líka duglegar og stilltar og tóku lífinu bara með ró. Það var ýmislegt brallað: Farið í pottinn, leikið, tröllaleirað og farið á róló. Grýla kom í heimsókn að leita að óþekkum strákum. Hún fann enga. Félagarnir voru svolítið hræddir þegar þeir heyrðu í henni (- þeir sáu hana aldrei) ekkert nema augun og steinþögðu svo hún myndi ekki koma alveg inn í bústaðinn. Svo renndum við í bæinn í gær (mánudag) og beint í brjálaða umferð og stress... Komum við hjá Emil afa á spítalanum. Hann var glaður að sjá afastrákinn sinn. Við stoppuðum stutt hjá afa og drifum okkur heim.
Í dag voru svo kláraðar jólagjafirnar- Bjartur fór í bæinn að kaupa handa Sunnu sinni og mamma og pabbi keyptu líka gjafir handa strumpunum sínum. Svo er bara að pakka öllu þessu inn! úff....
2.12.06
Stór magi
Mamma: ,,Bjartur, manstu þegar Sunna var í maganum hennar mömmu?"
Bjartur: ,,Já."
M:,,Já manstu? Þá var mamma með stóra bumbu."
B: ,,Já! Núna er bara öðruvísi stór magi!"
Ehemm.....
Pælingar Bjarts
Amma var að lesa Snúð og Snældu fyrir Bjart. Snúður og Snælda sitja við borð og eru að borða mat úti í náttúrunni. Bjartur er eitthvað að skoða myndirnar og sér kóngulær á myndinni.
Bjartur:,,Amma? Sérðu kóngulærnar eru að borða með kisunum"
Amma:,,Já."
Bjartur:,,Það er enginn stóll fyrir þær. Það er afþví þær eru ekki með neinn rass!"
Hahahaha við hlógum mikið: enginn rass=enginn stóll (til hvers?)