Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

9.6.04

Alsæll með lífið

Jæja, þá er nú mikið búið að gerast síðan ég kom heim á laugardaginn(fæðingardaginn). Fyrsta nóttin mín heima var pínu erfið þar sem ég vaknaði ekki fyrr en um kvöldið heima og var að átta mig á aðstæðum, en pabba tókst að svæfa mig kl. 7 um morguninn. Næsta nótt var miklu betri, og dagurinn, og er allt að komast í fínustu reglu hjá mér og næ ég alveg uppí 4 tíma svefn í einu á nóttu. Mjólkin er komin hjá mömmu og það var nú ekki slæmt, stundum treð ég mig alveg út og fæ mér svo pínu meira til að verða alveg pakksaddur. Anna ljósmóðir hafði áhyggjur að ég væri soldið gulur þannig að við fórum og létum blossa mig á Lansanum. Anna sagði að ég væri líklega yfir 200 og ef ég væri yfir 250 þá myndum við gista sólahring og ég færi í ljós. En ég var nú bara 193 þannig að þetta var allt í besta lagi og við fengum okkur bara bíltúr í Reykjavíkina. Ég er líka búinn að fá bað og var nú ekki alveg tilbúin í þá lífreynslu fyrstu andartökin, en var fljótur að taka vatnið í sátt, svona þangað til það var verið að þvo mér, þá lét ég aðeins heyra í mér. Síðan fékk ég nudd sem ég á að fá á hverjum degi.
Í dag var svo nýburaskimun þar sem var tékkað á mér og leit allt bara vel út. Pabbi, mamma og ljósmóðirin voru rosalega spennt að sjá hvað ég væri þungur. Anna giskaði á 3100 gr. en mamma og pabbi héldu að ég væri bara rétt um 3000. Á viktinni mældist ég 3110 gr. þannig að Anna var nokkuð nálægt því, og er ég því byrjaður að nálgast fæðingarþyngdina.
Í heildina hafa þessir fyrstu dagar verið mjög góðir og ég er hæst ánægður með að fá reglulega mjólk hjá mömmu en þess á milli legg ég mig þónokkuð =)

Engin ummæli: