Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

5.6.04

Kominn

Jæja, þá er ég loksins kominn í heiminn. Mamma var búin að panta mig 4. júní, en mér seinkaði um 10 mínútur, kom 00:10 þann 5. júní í dag. Fyrsti dagurinn er búinn að vera langur og margt að gera. Ég er skráður 50 cm og 3220 grömm. Í dag hef ég verið að rembast við að fá mat hjá mömmu og hefur það bara gengið vel, nú bíð ég eftir að fá meira magn frá henni en það ætti að koma eftir nokkra daga. Ég hef ekkert sértaklega verið að brúka röddina, en aðeins að prufa hana við og við núna undir lok dags, enda verð ég bráðum 1. dags gamall. Örfár myndir er mér eru komnar á myndasíðuna mína.

Engin ummæli: