Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

29.3.05

Nýtt fyrirbæri

Þá er maður aftur kominn heim frá Helgömmu. Ég var alveg rosalega stilltur á ferðalaginu. Mamma og pabbi eru alveg rosalega ánægð með hvað ég er duglegur að sofa í bíl. Ég ákvað nú samt að láta heyra í mér á nóttinni í ferðalaginu. Ég skildi þetta samt ekki alveg. Ég sem er vanur að sofa allar nætur. Ég fann bara eitthvað vera að brjótast um í mér og varð að vakna og vekja mömmu og pabba. Þau skildu þetta heldur ekki. Sögðu mér bara að fara aftur að sofa en mér var eitthvað illt og eina leiðin til að fá þau til að skilja það var að gráta og gráta... ég er ekkert svakalega stoltur af því en svona er þetta bara. Það var ekki fyrr en ég var að borða hafragrautinn minn einn morguninn að það heyrðist fallegt "kling" í skeiðinni! Þarna kom skýringin á öllum pirringnum á nóttinni og við fólkið mitt! Mamma og pabbi segja að þetta fyrirbæri heiti Tönn og ég á víst eftir að fá fleiri svoleiðis.. Kannski ég verði rólegri þegar næsta tönn kemur því núna veit ég alveg hvað málið snýst um.
Mikið var ég glaður að koma heim! Amma og afi héldu að ég væri búinn að gleyma þeim! Þau eru svo vitlaus! Eins og maður geti gleymt heilum tveimur manneskjum á einni viku! Ég var auðvitað látinn sýna þeim allar listir mínar sem ég lærði á Seyðis. Nú frussa ég þegar ég er spurður hvernig bíllinn segi, mjálma þegar ég er spurður hvað kisan segi og segi þþþþþ þegar ég er spurður hvað afi segir. Ég á að segja ís en það heyrist alltaf bara þþþþþ, en það skilst alveg;o) Svo klappa ég alltaf saman höndunum því þá gera allir hinir það - og þeir eiga að gera það því ég á það skilið fyrir að vera svona klár strákur.
Þegar ég kom heim skreið ég um íbúðina mína til að athuga hvort allt væri örugglega á sínum stað og tékkaði á dótinu mínu og svona. Ahh hvað það var gott að koma heim! Verst að ég gat ekki tekið Helgömmu með mér. Hún er svo dugleg að sýna mér hluti og leyfa mér að koma við þá. Ég heyrði samt að hún lofaði mömmu og pabba að koma fljótlega í heimsókn til mín. Ég þarf að hringja í hana og láta hana standa við það! Hehehe... hún á sko ekki eftir að geta sagt nei við Trallann sinn! ;o)
Pabbi á nú fullt í fangi með að setja allar myndirnar sem voru teknar inní tölvuna og skrifa við þær...
Ég læt vita þegar þær eru allar tilbúnar. Sjáumst!

14.3.05

Afi, amma og ég

Hann litli ég átti alveg þessa fínu helgi. Var í næturpössun hjá ömmu og afa og skemmti mér alveg konunglega. Þegar mamma og pabbi komu að sækja mig var ég ekkert alltof spenntur að láta þau taka mig. Maður verður nú að láta þau hafa aðeins fyrir því að vinna mann aftur þegar maður er skilinn svona eftir yfir nótt! Ég vildi bara helst vera hjá afa mínum. Hann er líka alltaf svo góður að leika við mig og sýna mér hluti. Amma er líka alltaf svo skemmtileg við mig. Knúsar mig í bak og fyrir og mér finnst það svo gott- því mamma gerir það líka;o) Mamma og pabbi fara bráðum aftur að skemmta sér með vinnunni hans pabba og þá ætla ég sko að fá að vera hjá ömmu og afa! Þar er sko alltaf líf og fjör. Ég er svo vinsæll að meira að segja Balli og Valgeir frændur mínir hoppa um og segja:"Tada!" og Balli er alltaf að kenna mér eitthvað nýtt. Núna segir hann alltaf við mig hátt og skýrt:"BAAALLLLLLIIII". Ég skil ekkert í því- ég veit alveg að hann heitir Balli.... Stundum svara ég honum og segi:"Ba", og þá verður hann alveg rosalega glaður. Nýjasta trikkið mitt að dansa og klappa og það er alveg merkilegt hvað mamma og pabbi verða glöð yfir því. Segja alltaf að ég sé svo duglegur strákur, þá hristi ég hausinn og þau halda þá að ég sé enn að dansa og þá segja þau aftur:"VEI! Duglegur!" Það þarf ekki mikið til að gleðja þessi grey;o)

9.3.05

Styttist í austurferð

Ég fór í afmæli til hans Óðins Braga á föstudaginn síðasta og gaf honum pakka og allt! Það var voða gaman að leika sér svo með dótið sem hann átti og fylgjast með öllum krökkunum sem voru í afmælinu líka. Ég var rosalega stilltur og sló alveg í gegn hjá Hörpu vinkonu minni, pabba og mömmu. Henni fannst ég svo rólegur og kúltiveraður og spáir því að ég verði bókmenntafræðingur eða eitthvað álíka... Óðinn Bragi var hins vegar alveg í fullu fjöri og mér fannst alveg merkilegt að fylgjast með honum. Svo er Ari Björn, vinur minn, líka orðinn eins árs en ég komst ekki í afmælið hans. Ég er samt búinn að gefa honum pakka og við hittumst aftur um páskana þegar við förum austur.
Amma Helga er alveg rosalega spennt að fá að knúsa mig þegar ég kem og hún getur knúsað mig lengi.... því við verðum í marga daga hjá henni! Mamma og pabbi eru eitthvað stressuð yfir því að keyra svona langa leið með mig. Ég veit ekki hvað þau halda eiginlega að ég sé! Ég er nú ekki vanur að vera með læti eða grenja í bíl. Ég er samt glaður yfir því að við ætlum að gista hjá Emil Gauta, vini mínum, og Gústafi Bjarna, bróður hans, á Mývatni eina nótt. Þeir bræður verða í sveitinni sinni yfir páskana með mömmu sinni og pabba. Þannig að þetta verður ekki næstum því eins erfitt og mamma og pabbi eru búin að ímynda sér.
Jæja, það koma glænýjar og skemmtilegar myndir í myndaalbúmið mitt í kvöld ef ég man eftir að biðja pabba að setja þær inn. Sjáumst síðar!!

2.3.05

Pabbi að tala um "litla" kallinn sinn

Pabbi var að segja að hann og mamma ætluðu að keyra með kallinn austur um páskana og Bogga í vinnunni hans pabba sagði hissa "Hvaða kall?", hún hélt að pabbi væri að tala um gamlann kall =)