Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

20.9.05

Enn einn vinurinn

Er ekki enn einn vinurinn kominn hjá vinafólki gamla settsins. Magni&Eyrún voru að eignast lítinn gutta, við óskum þeim innilega til hamingju með frumburðinn og ég hlakka til að hitta stráksa og kenna honum hvernig á að ráða öllu =)

19.9.05

Ég er glaður lítill strumpur

Nú eru sko allir glaðir. Ég átti alveg frábæran dag hjá Hildi í dag- fólkið er eitthvað að tala um að loksins sé ég að fatta þetta en ég er sko löngu búinn að fatta út á hvað þetta gengur..... ég var bara að mótmæla allan tímann. En það eru allir glaðir með strumpinn og alveg sérstaklega mamma og pabbi. Þeim líður víst eitthvað betur í vinnunni ef ég er sáttur.
Í gær fór ég í heimsókn til Óðins Braga. Við skemmtum okkur alltaf vel við "Bæji". Við náðum að draga gömlu settin okkar út að gefa öndunum brauð og náðum báðir að bleyta skóna okkar í gegn. Það var alveg hörkustuð- hopp í pollum, elta gæsir og fleira. Myndavélin var auðvitað með í för en það er alveg spurning hvenær þær komast hingað inn.
Bráðum kemur Helgamma að passa mig! Ég á alveg eftir að sýna henni nýja leikvöllinn við blokkina mína. Hún verður nú glöð að sjá að Trallinn hennar eigi svona fínan leikvöll til að róla, moka og ramba. Ég ætla sko að sýna henni leikvöllinn á hverjum degi;o) Oh ég hlakka svo til- það er svo langt síðan ég sá hana!
Jæja, ég ætla að láta þetta gott heita núna.
-Bjartur

14.9.05

Heyrist ekki í mér

Jæja allir góðir hálsar! Nema- ekki minn háls- hann er ekki góður....

Nú er ég heldur betur búinn að vera veikur! Ég hef bara ekkert komist til hennar Hildar og leikið mér. Ég er farinn að vera frekar úldinn sko. Vonandi fæ ég að fara á morgun. Það eru allir að verða geðveikir á þessu ástandi mínu. Mamma og pabbi skiptast á að vinna hálfan og hálfan dag á móti hvoru öðru til þess að geta verið heima hjá mér.

Helgamma er bráðum að koma í heimsókn til mín og passa mig í heila viku! Mikið hlakka ég til. Við eigum sko eftir að hafa það gott saman við amma. Eins gott að eiga svona ömmu þegar það er frí hjá dagmömmunni maður! Mamma og pabbi verða að fara að mæta almennilega í vinnuna og voru alveg sveitt yfir þessu fríi... en Helgamma reddaði okkur! Ég er alveg búinn að plana alla dagana sem hún verður með mér: DEKUR! Ójá, hún á sko eftir að snúast í kringum mig og fara með mig út að leika og svoleiðis.

Annars er ég bara hress, þannig lagað...ég sagði tvö orð saman um daginn og ég vissi ekki hvert gamla settið ætlaði! Þvílíkt spennandi! Ég var bara að leika mér og lét skóinn minn detta og sagði:,,Gó datt". Það náttúrulega fór allt uppí háaloft og skórinn var látinn detta aftur og aftur og alltaf sagði ég:,,Gó datt", við mikinn fögnuð. Ég skil þetta ekki alveg- þau eru alltaf að banna mér að láta hluti detta en svo alltí einu mátti ég það....ekki alveg að fatta...

Jæja, vonandi koma bráðum inn myndir.... svona fyrir ættingja og vini sem mætti halda að byggju hinu megin á hnettinum!