Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

31.10.06

Stórfjölskyldan

Jæja, þá er litla systir mætt á svæðið. Aðfaranótt föstudagsins fór mamma að finna fyrir vægum seiðing en bara hress á föstudeginum. Fyrir miðnætti skuppu mamma og pabbi uppá Hreiður til að ath. hver staðan væri og tæpum 3 tímum seinna var litla systir komin í heiminn kl. 1:33 þann 21. október 2006. Þegar ég vaknaði voru amma&afi í mömmu&pabba rúmi og ég skildi ekki neitt í fyrstu en fékk svo að heyra fréttirnar. Afi fór með mig í íþróttir í Haukahúsinu og svo fórum við að hitta systur( og ma&pa ). Systa er voða lítil og öllum finnst ég vera rosalega stór =) Við pabbi fórum og versluðum barnabílstól og svo fórum við heim af fæðingardeildinni.
Það er búið að vera mikið að gera þessa fyrstu viku heima fyrir. Ég er alltaf í vinnunni( leikskólanum ) og við pabbi erum búinir að vera mjög duglegir að leika okkur þegar ég er búinn í vinnunni, en hann er heima þessa dagana. Erum búnir að fara út að hjóla í körfubolta, henda steinum í Hvaleyrarvatn og tromma á trommusettið hans Sigga uppí æfingarhúsnæðinu hans pabba.
Ég er líka rooosalega góður við systu. Passa alltaf að svo hendurnar áður en ég greiði henni með puttunum og stundum fæ ég að sitja með henni =) Við erum búin að fá fullt af fólki í heimsókn og það er búið að vera rosalega gaman. Nú reynum við að vera duglegri að skrifa hvað við gerum af okkur...en ég á víst ekki þessa dagbók einn lengur :)
-Bjartur og co.

21.10.06

Bjartur þegar hann sá Sunnu fyrst

"Hún er með rúsínuputta" :)

Fæðingarsaga Sunnu

Fæðingarsaga Sunnu

Við Logi fórum uppá fæðingardeild bara til að láta tékka á stöðunni.. Ég var búin að vera með smá seiðing í bumbunni. Amma og afi voru auðvitað kölluð til til að passa Bjart sem var sofnaður þegar þau komu, enda klukkan að verða ellefu.

Ég var sett í mónitor og vorum við bara sallaróleg... alveg á leiðinni heim aftur því verkirnir voru svo sem engir. Svo heyrðum við líka í konu fæða og þegar það gerðist þegar Bjartur var á leiðinni datt allt saman niður hjá mér...

Ljósmóðirin vildi nú samt tékka á útvíkkun svona til öryggis. Þá var mín bara komin með 7 í útvíkkun og ljóst að við vorum alls ekkert á leiðinni heim! Við fengum að fara inná herbergi í Hreiðrinu þar sem er stórt baðkar. Það var fyllt með vatni og ég skellti mér ofaní. Smám saman fóru verkirnir að ágerast og glaðloftið sogað með áfergju! Stuttu seinna kom rembingurinn, Sunna skaust í heiminn og flaut upp í mömmufang.. öskrandi eins og lítil kría. Yndislega falleg með mikið og svart hár. 2825gr og 49 cm.

Þannig var sú stutta saga... þetta tók svo stuttan tíma. Komum á fæðingardeildina um 23:00 og daman var fædd kl. 01:33.

8.10.06

Styttist í litla barnið

Jæja góðir hálsar.
Nú er sko undirbúningurinn í hámarki... Ég bíð spenntur eftir litla barninu okkar og hlakka svo til að sýna því hvað ég er duglegur að púsla og spila bandý og allt annað sem ég kann. Mamma er búin að ná í vöggu, pabbi er búinn að mála rimlarúmið, ég er búinn að kaupa fínt til þess að setja inní rúmið og ég á bara eftir að kaupa kodda fyrir krílið- það er algjört möst í mínum huga, eins og þið vitið;o)
Mamma segir að bráðum verðum við að þvo öll litlu fötin og raða þeim í kommóðuna en ég get ekki beðið- skil ekki eftir hverju við erum að bíða og setti öll litlu fötin bara sjálfur í þvottavélina!! Maður þarf að gera allt sjálfur á þessu heimili til þess að hlutirnir gerist. Dugar ekki að vera að slóra við þetta!

Annars er ég bara voða duglegur alla daga- fer á leikskólann og skemmti mér. Er alltaf að læra ný og ný lög sem ég syng heima- ekki í leikskólanum.... maður er ekkert að opna sig of mikið ennþá eða að trana sér eitthvað alltof mikið fram ;o)

Svala stóra frænka mín átti afmæli 5.okt. og hélt uppá það fyrir mig í dag. Við mamma og pabbi og litla barnið (það fylgir alltaf með og ég gleymi aldrei að nefna það líka) fórum í góða veislu. Ég fékk vöfflur og bleika köku og lék mér með barbiedótið hennar Svölu.
Í gær fór ég í Haukahúsið. Þangað fer ég alltaf á laugardögum með afa. Ef afi kemst ekki með mér koma mamma og pabbi. Þar er sko gaman að príla og hoppa og leika sér! En ég fæst samt ekki til að segja að Haukar séu bestir... en ég er bara að stríða liðinu og segi alltaf HUGINN þegar ég er spurður hverjir séu bestir. Hehehehehe og allir verða voða svekktir (nema pabbi auðvitað).

Jæja.. það er víst til fullt af ææææðislegum myndum af mér. Pabbi þarf bara að setja þær á myndasíðuna mína... og hann gerir það á eftir;o) (Þá verður Helgamma glöð)

Sjáumst!

P.s. pabbi er búinn að setja inn myndirnar :) Bumbumyndir og full af myndum af mér ;)

2.10.06

Stafurinn hans Bjarts

Fjölskyldan fór á rúntinn á sunnudaginn. Bjartur var í svaka góðu skapi og samkjaftaði ekki. Alltaf þegar hann sá stafinn sinn hrópaði hann: Þarna er stafurinn hans Bjarts! Hann heitir bé!
Svona gekk þetta framhjá Bónus, BYKO og fleiri fyrirtækjum.... alla leið inní Reykjavík.
Hjá einhverri bílabúðinni segir Bjartur: Þarna er stafurinn hans Bjarts! BÉ!
Þá segir mamma: Þú ert alveg í essinu þínu bara!
Bjartur: Nei, ég á BÉ!!

Það er ekki að spyrja að gáfunum;o)

Bjartur ruglaður í nöfnum og lýsingarorðum og nafnorðum...

Pabbi var að spila á Bandýmóti í Keflavík. Mamma og Bjartur ætluðu að keyra þangað og horfa á einn leik. Á leiðinni segir mamma: ,,Nú ætlum við að fara að horfa á pabba spila bandý".
Bjartur: ,,Já. Kannski sjáum við líka tunglið!" (Alltíeinu mikill áhugi á tunglinu)
Mamma: ,,Nei, tunglið kemur bara þegar það er nótt. Nú er dagur og bjart úti".
Bjartur: ,,HA???!!!"
Okkar maður ekki alveg að skilja... Dagur (frændi) og Bjartur úti??? Hvað er kellan að meina?

Bjartur svín

Mamma og Bjartur sátu við eldhúsborðið að púsla. Allt í einu fer Bjartur að reyna að rýta eins og svín með tilheyrandi hljóðum og innsogum. (Svoldið erfitt að vita hvort hljóðið eigi að koma þegar maður andar inn eða út). Loksins tókst þetta hjá honum og þá sagði hann hissa en stoltur: Mamma! Það kom svín útúr munninum á mér!!