Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

31.10.04

Farinn að sitja

Nú er ég orðinn rosa stór, farinn að borða graut og sitja sjálfur. Reyndar þarf ég nú stundum að fá hjálp við að reisa mig við þegar ég missi jafnvægið, en er alveg að ná þessu sjálfur :) Ég var nú ekki fyrr farinn að sitja sjálfur þegar foreldrar mínir ákváðu að ég ætti að fara sjálfur á klósettið. Haldiði ekki að þau hafi ekki bara sett mig beint á fullorðinsklósettið um daginn, ég var nú heppinn að ekki var verið að láta mig sitja sjálfan á því, þá hefði ég nú bara dottið beint ofan í :| Ástæða þess að ég var settur á klósettið var nú reyndar sú að pabbi var að leika við mig á teppinu mínu þegar ég sprautaði einni góðri gusu langt út á teppið og var látinn klára í klósettið. Endalok teppisins hafa ekki verið ráðin en þetta fór eitthvað illa í það, en það var nú orðið svoldið slappt áður en ég missti mig á það :) Þeim var nær að hafa mig bleyjulausan =)

Pínu líkur mömmu

Nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að ég er nú svoldið líkur mömmu minni eins og má glöggt sjá á þessari mynd þar sem við mæðginin erum í góðum fíling. Þarna er ég brosandi á teppinu fyrir nokkru síðan og mamma skælbrosandi fyrir lööööööngu síðan :0)
Bjartur & mamma
Síðan mun ég fljótlega setja inn myndir hérna af foreldrum mínum frá því að þau voru óvitar og þá getur hver fyrir sig dæmt um það hverjum ég líkist :)

18.10.04

Kvenfólkið fellur fyrir mér

Það er nú ekki langt síðan ég byrjaði að heilla kvenþjóðina uppúr skónum og ég er nú farinn að heilla þær sumar uppúr bleyjunum held ég barasta. Sagan er þannig að ég var með foreldra mína í reglulegri sýningu um Kringluna um daginn. Geri það reglulega að fara með þau í Kringuna og sýna þau...því mér finnst þau vera svo frábær og mér finnst líka gaman að vera í litlu kerrunni minni. Þau reyndar föttuðu allt í einu að ég var kominn með þau í Kringluna og höfðu ekki ætlað þangað og ákváðu þá að fara heim...hef ekki nema tímabundna stjórn yfir foreldrum mínum =)
En þegar við vorum á leiðinni aftur þú þá gögnum við framhjá einni mömmunni með eina litla prinsessu sem gekk henni við hlið. Hún rétt leit á mig og var svo yfir sig hrifin af mér á staðnum að hún hljóp í veg fyrir kerruna mína þannig að pabbi, kerran og þar af leiðandi ég snarstoppuðum fyrir fram tærnar á henni. Þá gerði hún sér lítið fyrir og lýsti yfir hrinfningu sinni á mér með því að smella á mig einum sætum kossi og trítlaði svo aftur til mömmu sinnar sem var hálf skömmustuleg yfir hátterni dótturinnar, en ég kunni ágætlega við þessa uppákomu :)

14.10.04

Ég er svo fyndinn

Hæ besti pabbi minn.
Ég veit ekki hvað mamma heldur eiginlega að hún sé! Hún heldur að hún ráði svo vel við mig því ég er svo stilltur strákur- en hún er ekki alveg búin að fatta að ég er prakkari innst inni við beinið;o)
Hún er líka svolítið lengi að læra tjellingin... Hún leyfir mér ALLTAF að sprikla á morgnana og er ekki ENN búin að læra það að ég spræni alltaf á gólfið! Núna í morgun gaf ég henni meira að segja nokkur merki um að eitthvað stórt væri í uppsiglingu- en hún fattaði það ekki samt (kannski er hún ekki almennilega vöknuð, ég veit það ekki). Ég prumpaði nokkrum sinnum og stundi með, hún fattaði það ekki fyrr en ég gaf frá mér almennilega stunu. Þá var ég auðvitað rifinn upp- oooog á skiptiborðið..... Þá gat ég bara ekki haldið lengur í mér.... og kúkaði! Mamma var nú samt svoldið snör í snúnigum og náði að skella bleyju undir mjúka bossann minn. Þannig að það fór ekki allt á skiptiborðið í þetta skiptið. En ég veit ekki hvað ég þarf eiginlega að gera þetta oft til þess að hún læri gamla konan. Vonandi ekki mikið oftar vona ég :o/
Þú getur kannski talað við hana þegar þú kemur heim- hún hlustar kannski frekar á þig pabbi minn.
Sjáumst þegar þú kemur ;o) ;o)

11.10.04

Bréf til pabba

Halló pabbi!
Ég er nú alveg frábær!! Við mamma fórum á fætur bara svona eins og venjulega í morgun.... ég fékk að stripplast á teppinu mínu og á meðan ég stripplast fær mamma sér að borða og er eitthvað að dedúa. Nema hvað! Ég velti mér alltaf yfir á magann eins og þú veist og er alveg í svaaaaaka stuði. Mamma lagðist á móti mér og við erum í stuði saman. Híhíhí.... svo stendur mamma upp og lítur á litla bossann minn og þá sér hún það!! Ástæðuna fyrir stuðinu mínu: Ég var búinn að kúka svona eins og einum gulbrúnum ormi! HAHAHAHA mér fannst þetta svo gaman! Mamma tók mynd af þessu fyrir þig (finnst það frekar ógeðslegt) Hún náði svo í svamp og tók hann. Svo var ég auðvitað líka tekinn og það átti að skella á mig bleyju en ég sá sko við því! Ég kláraði að kúka um leið og ég var settur á skiptiborðið! Heheheh mamma ræður sko ekkert við mig. En ég gerði þetta svo snyrtilega- svona eins og þegar rjómaís er að koma úr vél.... sem betur fer, sagði mamma, þá var þetta ekki svona blautt hjá mér eins og venjulega. Þetta var nú meira ævintýrið. Og þetta var fyrsti alvöru-stórustrákakúkurinn minn:o) Svona flott formaður ;o)
Hehehehe ég er herra æðislegur!
Sjáumst, þinn stóri Bjartur:o*

8.10.04

Bréf til pabba

Góðan daginn pabbi minn. Við mamma sváfum til hálf tíu. Þá fékk ég aftur að drekka og var svo klæddur úr bleyjunni og settur á gólfið til að sprikla svoldið. Það var bara furðu gaman- var auðvitað með teppi undir mér og handklæði yfir teppinu. Þegar maður er að sprikla svona á gólfinu þá getur maður nebblega snúið sér til og frá og mamma er svo róleg því ég má alveg spræna á parketið. En ég gerði það samt ekki- ég vandaði mig svo mikið og pissaði bara á handklæðið í þetta skiptið. Við lékum okkur líka smá en þá var ég orðinn svo þreyttur að ég fór að sofa. Sofnaði um leið og ég fékk sængina mína. Mmmmmmmmmmm það er svo gott að kúra með sænginni minni! Jæja, læt þetta duga núna pabbi minn. Mamma vonar að við gerum eitthvað skemmtilegt þegar þú kemur heim úr vinnunni- ef þú ert ekki of þreyttur;o) Sjáumst!

...og svo annað bréf
Hæ pabbi. Ég var að vakna. Ég er svo svaaaaakalega duglegur að sofa úti- segir mamma. Þetta er líka voða huggulegt, að láta dúða sig svona ofan í hlýjan vagn og fá svo sængina yfir mig! Mmmmmm það er svo gott að ég er yfirleitt sofnaður áður en mamma nær að rúlla vagninum út á svalir! Ég er búinn að vera rosa duglegur að drekka í dag og mamma þykist finna þyngdarmun á mér nú þegar.... Ég er líka búinn að vera að passa mig á að æla ekki nema bara pínku pons... Við mamma erum farin að bíða eftir þér núna.... okkur langar að fá þig strax heim- vildum að þú hefðir mætt fyrr í vinnuna- en samt var svo æðislegt að kúra svona við 3 í morgun. Bara ef það gæti alltaf verið svoleiðis. Jæja pabbi minn besti. Það er enginn eins góður og þú! Nú er ég eitthvað farinn að kvarta- nenni ekki að vera í tölvunni lengur... Sjáumst eftir klukkutíma :o) Þinn sonur Bjartur

2.10.04

Heimsókn til Halls Afa og Sæunnar Ömmu

Í gær fór ég með pabba&mömmu í heimsókn til Halls afa og Sæunnar ömmu. Þau buðu foreldrum mínum, og Halli föðurbróður mínum, uppá gómsætan kjúklingarétt( flamberaðar bringur í koníakssósu ef ég man rétt ). Ég er svo mikill mömmustrákur að ég kunni rosa vel við Sæunni en leist ekkert vel á gleraugun hans afa þannig að ég leyfði mér að láta hann vita af því með því að gráta smá á hann, það var miklu betra þegar hann var búinn að taka þau niður. Maturinn var seinnipart kvölds þannig að ég var orðinn óskplega þreyttur snemma í matarboðinu en vildi samt ekki fara að sofa, vildi bara vera með í selskapnum. En síðan fórum við nú heim og ég fékk sæninga mína og sofnaði alveg uppgefinn eftir heimsóknarferðina =)