Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

23.3.04

Rólegur dagur

Það var nú tekið því heldur betur rólega í dag. Ég og mamma fórum í vinnuna hennar og síðan sótti pabbi okkur að vanda í hádeginu, en hann gerir það oft núna á meðan hann er enn að vinna í nágrenninu. Fórum í bakarí og síðan tókum við mamma góðan fegrunarblund í dag og heldum áfram að taka því rólega í kvöld í svefnsófanum. Pabbi fór að gera hattaskýrsluna og við mamma erum að sofna yfir sjónvarpinu...

Engin ummæli: