Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

7.1.04

Læti í gær

Það voru nú meiri lætin fyrir utan hjá okkur í gær. Einhverjir nágrannar að skjóta upp flugeldum á þrettándanum í sundinu á milli blokkanna og það réð allt á reiðiskjálfi á meðan þessu stóð. Meira að segja ég fann fyrir titringnum í maganum á mömmu. Mamma var eitthvað lengi að sofna í gærkvöldi, fór og fékk sér heitt kakó um nóttina og ég þrufti nú ekkert á því að halda...mér var alveg nóg heitt í maganum undir sænginni...en ég fæ nú litu að ráða...enn!
Pabbi var ekkert betri, hann var að lesa einhverja ruglubók, Herra Alheim, það ætti nú ferkar að vera Herra Ég, en hann fór víst ekki að sofa fyrr en 3 í nótt og var svoldið eftir sig í morgun. Ég hafði það samt náðugt, enda er maður alveg búinn á því eftir öll spörkin þessa dagana.

Engin ummæli: