Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

12.7.04

Nafnið mitt

Jæja, þá er búið að opinbera að ég heiti Bjartur. Það var heilmikil veisla heima hjá okkur í gær þar sem einhverjir 4 tugi vina&vandamanna mættu til skírnar sem séra Bragi sá um. Pabbi hélt á mér undir skírn og gekk bara ágætlega hjá honum þrátt fyrir að honum var rosalega heitt. Ömmurnar Bekka og Helga voru skírnarvottar og Henný frænka sá um undirspil með skírnarsálminum og lék síðan lag í lok athafnarinnar. Síðan tóku veislugestir við veislurkæsingar og voru rosalega duglegir þannig að mamma og pabbi þurftu ekki að hafa áhyggjur af afgögnum næstu daga þeim til mikillar gleði. Ég var óskaplega stilltur allan tímann, svaf bara, kippti mér nú aðeins við þegar var verið að bleyta á mér skallann(en ég missti fæðingarhárið ofan af kollinum fyrir skírnina). Síðan fengu hinir og þessir að halda á mér og allir voru ánægðir með nafnið mitt þannig að nú getur fólk hætta að kalla mig Loft sem ég hef gengið undir seinustu vikur, þ.s. vitað var að ég væri skírður út í lofið =)
nafnBjarts.jpg

Engin ummæli: