Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

28.3.12

CPR

Dagný vaknar yfirleitt ofurhress á morgnana. Einn morgunninn var hún send inn til Sunnu til að vekja hana. Það reyndi hún, fyrst ofur varlega og sætt:"Sunna? vaknaðu."
Sunna svaf áfram.
Dagný aðeins hærra:"Sunna?"
Aftur hálf gargandi:"Sunna! VAKNAÐU."
Kallar svo fram: "Mamma. Hún vaknar ekkert! Á ég að gera svona?" Setur hendur saman og byrjar hjartahnoð.... á öxlinni á Sunnu reyndar, en það má reyna allt!

Dagný dýrahvíslari....

Dagný þegar hún sá fugl sitja á ljósastaur: "Ég veit alveg hvað þessi fugl er að hugsa. "Sælar dömur!""

18.3.12

Dagný hross



"ég tippla á tánum eins og kýr! eða hestur! eða lamadýr!…
Ekki skrítið að þessi stelpa er ekki alveg þessi penasta í bransanum ef þetta er viðmiðið haha..

Mamma gamla...

Dagný var með blað og braut það saman til helminga, opnaði það svo aftur og sagði:"mamma sjáðu!"
Mamma:"Já, vá! Eins og bók." 
D: (með tilheyrandi hneykslunarsvip):"Ö. Nei. Eins og tölva!"
Þá heyrist í Sunnu:"Hún er ekki meðidda". 
Dagný hristir þá hausinn til samþykkis...

Eiturlyf?

Dagný og Sunna í baði. Sindri á svæðinu og var eitthvað að trufla systurnar. Þá heyrist í Sunnu: "mamma. Nennirðu að taka hann?" 
Og Dagný:"Taktu barnið!"
Sunna:"Nei hann er ekki barn. Hann er krakki".
Dagný: "Ok. Mamma, taktu krakkið!"
Hehehehehe... Þessi skrípóstelpa!

14.3.12

Dagný og afskaði...

Hef áður sett hingað inn færslu um það hvernig Dagný skrípó heyrir ekki muninn á afsakið og afskaði... Þessi meinloka er enn við lýði:

Mamma ropar og segir: "afskaði" (þetta er orðið fast í manni)
Dagný hneyksluð: "mamma ekki afskaði heldur afskaði".
Mamma: "já ég sagði það". ;o)
D: "nei þú sagðir vitlaust"
M: "en þú?"
D: "nei…"
M: "má ég heyra?"
D: "……..nei ég var ekki að ropa..."
Kannski er hún aðeins farin að kveikja á perunni hehehe...