Dagný vaknar yfirleitt ofurhress á morgnana. Einn morgunninn var hún send inn til Sunnu til að vekja hana. Það reyndi hún, fyrst ofur varlega og sætt:"Sunna? vaknaðu."
Sunna svaf áfram.
Dagný aðeins hærra:"Sunna?"
Aftur hálf gargandi:"Sunna! VAKNAÐU."
Kallar svo fram: "Mamma. Hún vaknar ekkert! Á ég að gera svona?" Setur hendur saman og byrjar hjartahnoð.... á öxlinni á Sunnu reyndar, en það má reyna allt!
28.3.12
CPR
Dagný dýrahvíslari....
Dagný þegar hún sá fugl sitja á ljósastaur: "Ég veit alveg hvað þessi fugl er að hugsa. "Sælar dömur!""
18.3.12
Dagný hross
Mamma gamla...
Dagný var með blað og braut það saman til helminga, opnaði það svo aftur og sagði:"mamma sjáðu!"
Mamma:"Já, vá! Eins og bók."
D: (með tilheyrandi hneykslunarsvip):"Ö. Nei. Eins og tölva!"
Þá heyrist í Sunnu:"Hún er ekki meðidda".
Dagný hristir þá hausinn til samþykkis...
Eiturlyf?
Dagný og Sunna í baði. Sindri á svæðinu og var eitthvað að trufla systurnar. Þá heyrist í Sunnu: "mamma. Nennirðu að taka hann?"
Og Dagný:"Taktu barnið!"
Sunna:"Nei hann er ekki barn. Hann er krakki".
Dagný: "Ok. Mamma, taktu krakkið!"
Hehehehehe... Þessi skrípóstelpa!
14.3.12
Dagný og afskaði...
Hef áður sett hingað inn færslu um það hvernig Dagný skrípó heyrir ekki muninn á afsakið og afskaði... Þessi meinloka er enn við lýði: