Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

7.9.04

Göngutúrar

Á næstum hverjum degi fæ ég nudd og að því loknu fæ ég að ganga aðeins um sófann heima. Pabbi hjálpar mér nú aðeins með því að halda mér uppi, en ég er rosa duglegur að hreyfa lappirnar og labba sjálfur. Þótt ég muni nú ekkert fara að ganga næstu mánuðina þá er þetta skemmtileg framtíðarsýn og foreldrar mínir hafa rosalega gaman að því að horfa á mig klöngrast áfram.
Um helgina fórum við í bústað og hittum Óðin Braga. Ég nálgast hann óðfluga og það er ekki jafn mikill munur á okkur og síðast þegar við hittumst, þá var hann risastór miðað við mig, en ég er allur að koma til =) Þar fengu nú gestir smá sýningu á gönguferðum mínum og höfðu bara gaman að.

Engin ummæli: