Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

11.2.04

Pabbi kom snemma heim

Pabbi fór í íþróttir eftir vinnu, og ætlaði síðan á tónlistaræfingu þannig að við mamma áttum ekkert von á að sjá hann fyrr en seint í kvöld...en síðan birtist hann bara snemma í kvöld. Það var nú ekki verra þar sem við mamma vorum farin að spá hvað ætti að borða og fyrst pabbi var kominn heim var haldið uppá það með pizzu. Reyndar ekki pabbapizzu heldur bara einhverri skyndibitapizzu en þær standa alveg fyrir sínu...væri alveg til í pizzu með eplamauki, þarf að koma því í gegn. Held að það gæti virkað vel á kríli eins og mig :)

Engin ummæli: