Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

29.5.08

Hvað er í bumbunni á mömmu?

Smelltu á það sem þú heldur ;)





Ef þetta virkar ekki, þá skaltu skoða skilaboðin ;)

27.5.08

Myndir frá helgarfrí á Seyðis

Pabbi setti inn örfár myndir frá því við skuppum til Seyðisfjarðar um daginn. Það eru nú mánuður síðan og þá var allt á kafi í snjó. Nú er víst bara steikjandi hiti þar og snjóhúsið sem pabbi byggði löngu horfið. Ætli við förum nokkuð fyrr en í lok sumars næst á Seyðisfjörð en pabba langar mikið að komast í berjamó á Seyðis. Það er búið að taka mikið af myndum í maí sem koma innan skamms og svo er afmælið mitt á næsta leiti ;)

-Bjartur alveg að verða 4 ára strákur

25.5.08

Bjartur ljósmyndari

Bjartur hefur nú hleypt myndunum sínum á netið. Á myndasíðunni hans er að finna myndir sem ná aftur til sumarsins 2007 eða um það leiti sem Bjartur fékk gömlu myndavélina og hóf að taka myndir...aðallega af litlum og sætum hlutum sem hann vildi mynnast ;)
Smelltu hér til að skoða myndasafn Bjarts

17.5.08

Keppnis-bíll

Í bílnum í dag var pabbi að útskýra fyrir Bjarti að bílar gengu fyrir mismunandi orku.

Pabbi: "Sumir ganga fyrir bensíni og eru bensínbílar, aðrir fyrir rafmagni og eru rafmagnsbílar og enn aðrir sem ganga fyrir vetni og eru vetnisbílar".
Bjartur: "Sumir ganga fyrir keppni",
Pabbi: "Ha, ganga fyrir keppni?" og rekur upp stór augu.
Bjartur: "Já, keppnisbílar, þarna gabbaði ég þig".

Maxímús Músíkús



Við feðgar fórum á Maxímús Músíkús í dag. Ekki á hverjum degi sem farið á tónleikana hjá Sinfóníunni og var þetta mjög skemmtilegt. Þegar við komum inn voru barnasinfónínuhljómsveit að spila og Maxímús og Barbara að dansa fyrir gesti. Bjartur var mikið að spá af hverju Maxímús væri með putta alveg eins og hann ;)

Tónleikarnir byrjuðu og við fengum söguna af Maxamús alveg beint í æð með öllum hljóðfærum höfðum gaman að. Mátulega löng sýning f. Bjart og nóg að horfa og hlusta eftir allan tíman þannig að þetta var ánægjuleg sýning og erum við hæstánægðir með að bætt var við annari sýningu ;)

16.5.08

Vatnaveröld

Á seinustu tvemur vikum höfum við farið tvisvar í Vatnaveröld í Keflavík( Reykjanesbæ ) sem er afskaplega skemmtileg sundlaug fyrir svona lítið fólk eins og okkur ;)

Bjartur er óhræddur við vantið þegar hann er kominn með sundgleraugun á nefið sem Helgamma gaf honum í sumargjöf. Sunna er alltaf að færa sig uppá skaftið og var farin að renna sér, með hjálp pabba, í seinna skiptið og ekkert á því að fara þegar hún var búin að uppgötva hversu gaman það var.

Ásdís og Birkir hafa komið með okkur í bæði skiptin og þeim finnst alveg jafn gaman og okkur. Í seinna skiptið vorum við reyndar farin af stað þegar þau frétta að við vorum á leiðinni til Keflavíkur. Þau voru nú ekki lengi að ákveða að fara með foreldra sína í sund og fljót að ná okkur, enda vorum við bara hin rólegustu í búðarferð á meðan því Bjartur var kominn með gat á sokkabuxurnar og mamma ekki alveg til að láta það fréttast ;)

P.s. eitthvað af nýjum myndum á myndasíðunni ;)

14.5.08

Bjartur STÓRI bróðir--veit allt

Bjartur fékk að vita af litla barninu í maganum á mömmu síðustu helgi. Mikið varð hann nú glaður og knúsaði bumbuna. Svo hljóp hann fram og náði í albúmið hennar Sunnu, fann þar mynd af Sunnu nýfæddri og benti á naflastúfinn:,,Mamma. Þarna var naflastrengur. Þannig fær barnið að borða og ALLT sem þú borðar fer þarna í gegn...... það fer reyndar smá í magann þinn."
Það er nú gott að stóri strákurinn passi uppá þetta allt saman. Verst ef mamman þarf að fara að laumast til að borða súkkulaðið því lítil börn mega nú ekki fá svona mikið súkkulaði!

Annars er þetta stelpa og hún á að heita Sunna. Eeeeeef þetta er strákur á hann að heita Bjartur. Það er ekki mikið um fjölbreytnina á þessum bæ ;o)

5.5.08

Vitlaus í hausnum

Bjartur var að horfa á Bansímon og Tumi tígur var að vanda að rugla eitthvað. Þá heyrist í spekingnum "Tumi er vitlaus í hausinum" og svo var hlegið mikið og nú er fólk ekki lengur kjánar heldur "Vitlaust í hausinum" :D