Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

27.2.08

Hættur með duddu

Bjartur og Bína fóru í afmælisveislu til Ásthildar Elvu í gærkvöldi á meðan við feðginin vorum heima í veikindum. Bjartur lék á alls oddi...var í B-inu sínu...og sagði svo einhverntíman frekar stoltur "Ég er hættur með duddu". Bína þurfti nú að útskýra að það hefði ekki verið að hans ósk. Duddan týndist fyrir þónokkrum dögum og gekk ágætlega þangað til hann rak augun í hana milli rúmsins og skápsins sem stendur uppvið rúmið. Miklir fagnaðarfundir sem entust þó ekki lengi þegar foreldrarnir tóku hana og sögðu að hann væri hættur...enda löngu orðinn 3ja ára, en þá á maður víst að hætta skv. tannbókinni sem við höfum verið að skoða nýlega en duddustrákurinn vill ekki eiga þá bók og aldrei lesa hana aftur. En honum tókst nú að yfirstíga þessa fíkn og gengur bara nokkuð vel( og farinn að monta sig á þessu ;)

P.s. það eru komnar myndir á myndasíðuna frá síðustu áramótunum sem við áttum í góðu yfirlæti á Múlaveginum á Seyðisfirði...þótt að Sunna hafi ekki verið alveg sátt við lætin á miðnætti ;)

14.2.08

Jólamyndir 2007

Pabbi duglegi er svoldið eftirá þessa dagana, en það eru komnar nýja myndir í myndaalbúmið. Þar má sjá myndir af Sunnu & Bjarti í jólaundirbúningnum. Sunna var að myndast við að elda í pottunum. Allir hjálpuðust að við að skreyta jólatréið...Sunna var nú reyndar ekki mikið að hjálpa en Bjartur sá um þetta að mestu leiti. Síðan komu Gauti og stelpurnar hans í jólagraut og fengu pakka og komu með pakka. Jólin gengu svo í garð á völlunum og voru sumir orðin þreyttir í öllu pakkaflóðinu. Síðan fóru Bjartur og Svala út að renna og allir hittust jólaboði annan í jólum.

8.2.08

Kraftur og Hreysti

Bjartu og Óðinn Bragi í Gautaborg seinasta sumar.


...í aðeins betri gæðum

6.2.08

Bjartur töffari

Bjartur fór út með mömmu sinni um daginn...þegar hann kom heim var hann nýklipptur og kominn með gleraugu. Hérna má sjá hann áður en hann fór og eftir að hann kom heim.

Fyrir Eftir