Sunna hefur nú alltaf verið nett, það er ekki hægt að segja annað ;o) Þvílík písl!
Mamman varð samt gapandi þegar þær systur voru að ramba úti í garði og Dagný hélt stóru systur sinni uppi!! Dagný gengur undir nafninu "Trölla" þessa dagana en það er af öðrum ástæðum en vegna líkamsþyngdar... meira svona í takt við skapið og tröllahláturinn, en litla dýrið sat á rambeltunni og Sunna písl hélst uppi.
"Hvað ertu eiginlega létt??" sagði mamman steinhissa.
Bjartur stóri bróðir var ekki lengi að finna útúr þessu:"Mamma. Sunna situr alveg upp við haldið (semsagt innar á römbunni) og Dagný er næstum því með rassinn út fyrir. Það munar um það!"
SÆLL! Hvaðan kemur þessi krakki?? Hann er SÚPERklár!
14.4.10
Bjartur gáfnastrumpur kemur sífellt á óvart...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)