Fjölskyldan fór í fyrsta skiptið saman í flugvél í seinustu viku og var stefnan tekin austur á land til Helgu ömmu á Múlaveginum á Seyðisfirði. Við komum í hellidembu austur en veðrið batnaði strax næsta dag. Fyrir austan hittum við fullt af fólki þótt við gerðum nú mest lítið nema hafa það notalegt hjá henni Helgu ömmu sem stjanaði við okkur og hafði ég það alveg sérstaklega gott hjá henni. Alltaf þegar hún hélt á mér og labbaði með mig fór ég í fullkomna afslöppun =)
Ég hitti Ara Björn aftur eftir nokkurra mánaða hlé, og nú var ekki sami risamunurinn á okkur og var þegar við hittum síðast =)
Eftir nokkrurra daga dvöl í "sveita"-sælunni var hoppað aftur uppí flugvél og allir kvaddir. Emil langafi var duglegur að mynda mig og er von á myndum frá honum bráðlega hingað inn. Foreldrar mínir voru svo stressaðir yfir einhverjum smágrát daginn sem við fórum austur að þeir gleymdu ýmsu og þar á meðal myndavélinni þannig að við fengum aðra til að sjá um það fyrir austan. Þetta var nú ekki langt stopp hjá okkur, enda var pabbi bara að klára sumarfrí, en ég var rétt farinn að þekkja fólkið þegar við fórum, þannig að nú þarf bara að hitta fólkið fyrir austan sem fyrst aftur =)
28.9.04
Frí hjá Helgu Ömmu
21.9.04
Farinn í frí =)
19.9.04
Vil ekki fara að sofa
Ég hef ákveðið að ég vil ekki fara að sofa á kvöldin, og reyndar á daginn líka. Það er bara svo gaman að vera vakandi að mig langar ekki að fara að sofa. Þótt ég sé þreyttur og mér finnist rosa gott að sofa með sængina mína þá verður maður bara að vera með smá mótþróa. Þannig að þessa dagana fer ég ekki í rúmið án þess að láta heyra í mér í smá tíma =)
Í dag fór ég í fyrstu strætóferðina mína. Mamma og pabbi fóru með mig í Kópavoginn að hitta Svölu&Lilju. Þær voru nú reyndar ekki heima þegar við komum þannig að við fórum í enn lengri göngutúr um Smárann. Fórum í Hagkaup og stóri krakkinn ég fékk að sitja uppréttur í vagninum mínum og ég hafði mest lítinn tíma til að gera annað en að fylgast með öllu sem fyrir augu bar. Þarna var nú aðallega gamalt fólk á aldur við foreldra mína og enn eldra, en lítið af jafnöldrum mínum. Held að þeir eldri hafi sett þau í geymslu í Latabíó en mamma vildi ekki skilja mig eftir þar, bæði er ég of lítill og þá hefði ekki verið hægt að ná pabba þaðan út því það var verið að sýna teiknimynd.
Nú styttist í að ég fer með fjölskylduna austur að hitta Ara Björn og Helgu ömmu...og alla hina líka, en það er bara fullt af fólki þarna fyrir austan sem ég þarf að hitta og ætla að draga foreldra mína með. Þau hafa gott af því, ég setti pabba í frí í vinnunni og mamma er enn í fríi, annars væri hún hvort eð er komin í verkfall =) Þannig að á miðvikudaginn fer ég í fyrstu flugvélina mína, því ég á þessa flugvél =)
15.9.04
Duglegur strákur
Pabbi er alltaf að segja mér hvað ég er duglegur...ég þarf nú ekki annað en að hnerra og þá segir hann "Duglegur strákur", held að ég sé í pínu uppáhaldi hjá honum...ásamt mömmu =)
Nú er ég orðinn svo stór strákur að ég er farinn að velta mér af bakinu á magann...pabbi hélt að þetta væri bara einhver tilviljun um daginn hjá mér. Um daginn var mamma að skipta á mér og komst að því að það var heldur mikið af sulli í bleyjunni þannig að boðað var til neyðarsturtu. Þegar við mamma vorum komin inná bað setti hún mig á gólfið á handklæði og skrúfaði frá baðinu. Þegar hún svo leit við hafði ég velt mér að bleyjunni minni og ákveðið að drullumalla aðeins =) Síðan þá hef ég verið mjög duglegur að velta mér. Þetta tók smá tíma að komst yfir á hliðina og stór mál að koma höndinni undan sem ég lagðist alltaf á, en mér gengur nokkuð vel að koma henni frá núna. Ekki að ég sé nú sérstaklega hrifinn af því að liggja á maganam, það er bara gaman að geta skemmt þessu gamla fólki =)
11.9.04
8.9.04
3. mánaða
Ég varð formlega 3. mánaða á sunnudaginn í bústaðaferðinni. Í dag útskrifaðist ég svo frá 3 mánaða skólanum með læknisferð. Þeim leist bara vel á mig, orðinn 5850 gr og 63 cm, og tók því bara ágætlega að fá sprautu í lærið...þótt að pabba litist nú ekkert á að það væri verið að dæla einhverju inní mig sem hann hefði ekki hugmynd um hvað væri. Ég var pínu pirraður eftir þessa lífsreynslu í dag, en mamma og pabbi pössuðu mig þannig að allt er nú gott.
Nú eru það 2 mánuðir í næstu skoðun, en þá fæ ég líka aðra sprautu, góða nótt...í bili =)
7.9.04
Göngutúrar
Á næstum hverjum degi fæ ég nudd og að því loknu fæ ég að ganga aðeins um sófann heima. Pabbi hjálpar mér nú aðeins með því að halda mér uppi, en ég er rosa duglegur að hreyfa lappirnar og labba sjálfur. Þótt ég muni nú ekkert fara að ganga næstu mánuðina þá er þetta skemmtileg framtíðarsýn og foreldrar mínir hafa rosalega gaman að því að horfa á mig klöngrast áfram.
Um helgina fórum við í bústað og hittum Óðin Braga. Ég nálgast hann óðfluga og það er ekki jafn mikill munur á okkur og síðast þegar við hittumst, þá var hann risastór miðað við mig, en ég er allur að koma til =) Þar fengu nú gestir smá sýningu á gönguferðum mínum og höfðu bara gaman að.