Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

9.1.07

Allir með hor...

Já hér á þessu heimili er sko mikið slím þessa dagana... Huggulegt? hehe namm namm.

Bjartur er búinn að vera vel kvefaður í fleiri fleiri daga núna- örugglega náð að smita systur sína því aumingja Sunnulingurinn okkar vaknar alltaf með díbblað neb og mamman skemmtir sér við að sjúúúúga á morgnana.... með þartilgerðu sogtæki. Og svo þarf hún að snýta sjálfri sér. Pabbi er sá eini sem er ekki mikið kvefaður- enda er hann alltaf í vinnunni- við náum ekki að smita hann ;o)
Allt þetta kvef leiddi til hita hjá Sunnunni sem er frekar slæmt fyrir 2 og hálfsmánaða... þannig að ma&pa drifu sig inná Barnaspítala með dúlluna og Balli passaði Bjart á meðan- nei, afsakið- hann var EKKI að passa: hann var Í HEIMSÓKN HJÁ BJARTI! Bara svona svo að það sé á hreinu ;o)
Allavega.... kom í ljós að Sunna er með eyrnabólgu þessi elska.... Það voru tvö gapandi foreldri sem horfðu á lækninn þegar hann sagði þetta! Hún sem sefur og sefur og kvartar aldrei. Maður tengir alltaf eyrnabólgu við organdi krakka sem sefur ekki á nóttunni...En svona var það. Stelpan bara sett á sýklalyf og stíla. Og ekki eldri en þetta. Við skulum vona að þetta sé ekki byrjunin á einhverju svaka ferli... úff.
Við fórum að nefna brósa við lækninn. Að hann væri búinn að vera lengi kvefaður og pirraður og alltaf að hvá. Þá vildi hann endilega fá að sjá hann og kíkja í eyrun hans líka. Við eigum tíma á föstudaginn og skrifum pirringinn á eyrnaverk... og afbrýðisköstin líka hehehe... Annars er maður bara búinn að vera svakalega duglegur og góður við litlu syss- ekkert að vilja hlusta á hana grenja undanfarna daga. Nei, hvað er þetta... hljómar eins og hann sé alveg að tapa sér:o) Hann er voða góður við systu- knúsar bara svoldið fast stundum... ;O)

Um helgina komu Ásdís og Birkir í heimsókn og Bjartmaðurinn var ekkert á því í fyrstu að lána þessum litlu börnum dótið sitt. Hann vill sko hafa allt í röð og reglu, litli maðurinn, og það gengur ekki þegar svona lítil börn leika sér "ekki rétt" með dótið. Það verður stuð á þessum bæ þegar systa fer að vilja leika dótið hans....ehemm....
Eyrún gaf Sunnu æðislegt lítið, bleikt pils sem hún "varð að kaupa á útsölunni". Sem betur fer því mamma fór á útsöluna að versla fyrir alla peningana hennar Sunnu og gleymdi að kaupa á hana pils! Keypti samt allt annað: Kjól, gallabuxur, boli, peysur, sokkabuxur og skó... Þannig að:TAKK FYRIR PILSIÐ EYRÚN :o*

Svona eru nýjustu fréttir af Brautinni nr.23. Allt að komast í rétt horf eftir jólin. Jólatréð komið á haugana og mamman á heimilinu fegin að vera laus við allt jóladraslið....þangað til næst. Bjartur var ekki alveg að skilja að jólin væru bara búin- hélt að þetta hafi verið once in a lifetime atburður. Alltaf að tönglast á því að jólin væru bara búin, já þau eru bara búin... Hann var ekki til í að pakka niður skrautinu og viðurkenna að jólin væru bara búin. Ábyggilega að pæla hvers vegna við værum þá að pakka þessu drasli niður ef jólin voru bara búin- hvers vegna hentum við þá ekki skrautinu eins og jólatrénu?? En varð svo feginn að heyra að þau koma aftur (gleymdist alltaf að nefna að þau koma aftur þegar við vorum að taka niður jólaskrautið). Frábært: maður gerir alltaf ráð fyrir að þessir krakkar viti bara hvernig þetta gengur fyrir sig...

Það fylgja engar myndir núna- eigum inni smá frí eftir jólasprengjuna ehagi? ;o) Myndavélin er samt alltaf á lofti- dónt vörrí

-Krílin

3.1.07

2007 komið

Gleðilegt ár allir saman!

Við áttum æðisleg áramót saman. Lítið um djamm hjá okkur- tókum það út á föstudeginum. Begs og Nonni héldu snilldar grímupartý sem við kíktum í- sem Fred og Wilma (aftur-lítið frumleg). Myndavélin fékk lítið frí þann tíma sem við stoppuðum og myndir væntanlegar á síðuna hans Loga any day now...

En aftur að gamlárs....
Fórum auðvitað til ömmu og afa og það má segja að afi hafi slegið í gegn! Hann klikkaði sko ekki eins og foreldrarnir á flugeldunum :o/ Bjartur var eins og engill allt kvöldið og lét meira að segja pína ofan í sig mat- ef hann fengi dönduljós.
Það þarf ekki að segja frá því að Sunnulingurinn var við sitt sama: Bara svaf og brosti hringinn þegar hún vakti- sérstaklega til Valgeirs. Hún er uppáhalds barn foreldra sinna hehe. Hitt uppáhaldsbarnið, Bjartur sprengjustrumpur, fékk að fara á HAUKABRENNNNNNUUUUUU með foreldrunum og ömmu og afa. Við höfðum það af að rúlla okkur af stað eftir að hafa troooooðið okkur út af snilldar mat og eftirrétt. Afi tók blys með á brennuna og Sprengjustrumpur var í essinu sínu þar. Rosa stuð...en maður á að fara varlega. Hann er svo pottþéttur gæi að hann tók ekki sprengjugleraugun af sér fyrr en hann var kominn safe inn aftur- hann var með eld í augunum allan tímann úti hehehe. Það sem honum dettur í hug!

Á meðan fullorðna fólkið horfði á skaupið lék Bjartur sér með dótið og svo var hlaupið á milli glugga að sjá allar sprengjurnar- það var of riskí að fara út í þetta brjálæði í hans augum.... Ekki séns að fá hann út- nema bara út á svalir.
Svo keyrðum við heim og vorum sko farin að sofa uppúr 1. Verí næs. Á nýársdag bakaði pabbi pizzu en komst ekki lengra en að fletja út deigið því Dagur hringdi og bauð okkur í mat til Gauta. Það er sko alltaf gaman að hitta Gauta og co og Dag og co! Reyndar var stoppað stutt því Bjartur átti að fara snemma að sofa og snúa aftur við sólarhringnum. Og nú er allt að komast í réttar skorður. Guttinn byrjaður aftur á leikskólanum, pabbinn byrjaður að vinna full time og mamma og Sunna dúllast heima þangað til Bjartur er sóttur.

Sunna er að verða meiri og meiri krakki- farin að spjalla og fatta að hún er með hendur (sem fá sko að finna fyrir því). Henni finnst mest gaman að vaka á kvöldin og kúka uppá bak til að græða baðferð... Hún er alltaf glöð og brosandi litla ljósið. Sefur (ennþá) allar nætur og er bara algjört sólskinsbarn. Brósi þarf stundum aðeins að knúsa fast og klípa svolítið.... :o/ Það er svo gaman að heyra hana grenja... en annars skiptir hann sér lítið af þessu.

Jæja, myndir frá síðustu vikum aaaaaalveg að detta inn!

-Krílin

2.1.07

uss Bjartur...

Bjartur var í Bónus - eða svínabúðinni eins og hann kallar hana- með ömmu sinni. Þegar þau koma að kassanum og eru að fara að borga tekur Bjartur eftir afgreiðsludömunni. Hún var með rautt hár, hring í vör og nefi: svokallaður pönkari. Þá segir okkar maður hátt og snjallt:,,Amma! Sérðu KALLINN?" (kallaði stelpuna karl). Svo kom:,,Hann er eins og GRÝÝÝÝLA!"
Amman svitnaði og roðnaði....

Þegar jólin koma

Greinilegt er að þessi frasi:,,þegar jólin koma", var mikið notaður á Bjart í desember.
Bjartur var að borða vínber úr skál. Svo ákveður hann að gefa mömmu sinni eitt vínber og segir:,,Mamma. Þú mátt ekki borða þetta vínber strax. Þú átt að geyma það hérna þangað til jólin koma."
Mamma sá fyrir sér að vínberið væri orðið að rúsínu þegar næstu jól koma...

Afi kinkí?

Mamma og Bjartur fóru í heimsókn til ömmu og afa. Á meðan á heimsókninni stóð fór afi í bað. Þegar hann var búinn í baði kom hann fram með bleikt handklæði um sig. Þegar mamma og Bjartur komu svo heim aftur voru gestir komnir í heimsókn. Þá tilkynnti Bjartur að hann afi hefði klætt sig í bleikan kjól.

Orðaforði

Mamma og Bjartur voru að leika sér og skemmta sér. Bjarti fannst eitthvað fyndið og mamma segir:,,þetta var fyndið!" Þá segir Bjartur:,,Nei mamma, þetta var BRÁÐfyndið".

Hagkaup- þar sem íslendingum finnst skemmtilegast að versla

Afi er alltaf að djóka við Bjart um hvar hann fékk hitt og þetta og segir þá:,,Fékkstu þetta í Hagkaup?"
T.d. ef Bjartur er frekur þá segir hann:,,Hvar fékkstu þessa frekju? Í Hagkaup?"
Einn daginn kemur afi í heimsókn með fína sixpencarann sinn. Bjartur fær að máta húfuna og afi segir að hann þurfi nú að fá sér svona eins húfu. Þá segir Bjartur:,,Já í Hagkaup!".

Bjartur sannfærir

Bjartur spyr mömmu hvort hann eigi að kitla hana. Mamma segir nei. Þá segir Bjartur afar sannfærandi:,,Jú, þig laaaaaaangar svo!"

Þarf ekkert að heyra það sem pabbi segir

Bjartur sat í bílnum á leiðinni til læknis. Pabbi og mamma eru að spjalla við hann en hann heyrir voða lítið og segir alltaf ha? og segir að pabbi tali eitthvað skrítið. Þá segir pabbi að við séum á leiðinni til læknis og að hann ætli að kíkja í eyrun hans. Eftir smá þögn segir Bjartur:,,En mig langar ekkert að heyra í þér pabbi."

Fullorðnir mega allt

Pabbi kraup á gólfinu og Bjartur tók þá eftir því að þeir voru jafn stórir.
Bjartur: Pabbi ég er jafn stór og þú.
Pabbi: Já.
Bjartur: Þá má ég mikið!

Allt svo krúttlegt

Bjartur leit á Sunnu og sagði með voða krúttlegri röddu: Ertað kúúúúka?

Speki

Bjartur sagði við mömmu: Mamma. Ég vil það sem ég vil.