"Mamma, það eru erfiðleikar á heimilinu okkar."
"Ha!? Nei..."
"Jú, þér finnst ERFITT að brjóta saman svona mikinn þvott og svona. Erfiðleikar á heimilinu!"
....í boði Dagnýjar Loga. Guð má vita hvað hún er búin að vera að tjá sig annars staðar....
21.12.12
Erfiðleikar?
1.12.12
Brandari
Dagný: "Hvert fór klósettpappírinn þegar hann slapp af klósettinu?"
"Eitthvað útí rassgat! HAHAHAHA"
28.11.12
Börn
Dagný: "Mamma, börn eru lítið mannfólk."
Mamma: "Já... voruð þið að tala um það í leikskólanum?"
Dagný: "Nei.... ég bara veit það. Börn eru mannfólk með kjöt og bein..."
14.11.12
Hér. Þar. Allstaðar.
Þegar Dagný er sótt á leikskólann biður hún yfirleitt um að fara eitthvað í heimsókn. Þegar mamman segir að við séum bara að fara beint heim vill hún þá fá einhvern í heimsókn til okkar... Oft spyr hún líka hvort einhver sé heima og bíði eftir okkur... Amma er efst á óskalistanum, svo Lilja frænka og svo einhverjir vinir.
Einhvern tímann kom Sunna með að sækja krakkana í leikskólann og Dagný byrjar að rukka um heimsóknir, smitar Sunnu og hún vill þá líka fara eitthvað...til ömmu&afa, Lilju, Jönu Maríu og bara hvert sem er! Þá segir mamman(þreytt á þessu):"viljiði bara vera allstaðar annarsstaðar en heima hjá ykkur?"
"JÁÁÁ!" Fagna þær báðar, eins og þetta sé mjög góð hugmynd. ;)
Lífið...
Dagný: "Mamma. Hvað ertu gömul?"
Mamma:"33."
Dagný:"vá! Hvað verðurðu gömul þegar ég verð 33?"
Mamma:"...eitthvað kringum 60 ára..."
Dagný:"En þegar ég verð 60 ára?"
Mamma:"...eeee ábyggilega 90." (skemmtilegur leikur)
Dagný:"vó. En þegar ég verð 90?!"
Mamma (farin að deprimerast aðeins...):"Baaaraa... vonandi 120..."
Dagný (grípur eiginlega frammí):"verðurðu þá ekki dauð!?"
hver er eiginlega leiðin í sjónvarpið?
Dagný:"oh, mamma. Mig langar svo að giftast íþróttaálfinum!"
Mamma:"nú af hverju?"
Dagný:"Til að komast í sjónvarpið!" Eins og vanalega: hneyksluð á því hvað mamma er ekki með á nótunum....
Hugsuðir... gamlir og nýir
Bjartur eitthvað að pæla... eins og venjulega:"Mamma? Alltaf, sko ALLTAF, þegar maður leggur saman tvær oddatölur fær maður út slétta."
Mamma: "já, er það?"
Bjartur:"Já! það er bara svoleiðis."
Mamma:"Hvernig?"
Bjartur:"Bara. Þegar þú tekur einn af oddatölu og einn af hinni oddatölunni.... þá bara eru sléttar eftir og svo er einn plús einn sama og tveir..." (stundum vildi maður sjá inní hausinn á honum)
Mamma:"Já! Og varst þú bara að fatta þetta?"
Bjartur (frekar hneykslaður):"Já! ...eða ekki bara ég. Heldur einhver annar. Fyrir mörghundruð árum..."
Sorrý. Ættartalan skiptir máli...
Dagný: "Mamma. Þú ert alveg bráðfalleg!"
Mamma (hugsar: vó, hvað nú?): "..eeee... takk fyrir?"
Dagný: "Eða. Samt ekki..."
Mamma, agalega móðguð:"nú??"
Dagný: "Já... þú ert nefnilega ekki prinsessa.."
Ekki þessi penasta í bransanum...
Dagný einn sunnudagsmorguninn: "Ok, mamma. Nú byrjar ballið!" *prrrrrruuump*
8.7.12
Maður KEYRIR bíl!
Sunna og Dagný voru úti að hjóla. Sú eldri var á tvíhjóli en sú yngri á hlaupahjóli, eða "skvísuhjóli" eins og hún kallar það. Sunna er tiltölulega nýhætt að nota hjálpardekk og er aðeins óörugg með að stýra framhjá og eitthvað treystir hún illa að hafa fiðrildið hana systur sína fyrir framan sig því hún segir:"Dagný, leyfðu mér að fara á undan því ég gæti keyrt á þig".
Þá gellur í þessarri á skvísuhjólinu þegar hin fer á undan:"En þú ert ekki á bíl!"
30.4.12
Hér er býr, um bú, frá bú, til býr?
Systurnar að rökræða:
Dagný:"Komdu Kúbolla."
Sunna:"Það er ekki "Kúbolla" heldur "Búkolla"."
D:"Neijj!" Hún er ekki "BÚ" heldur KÚ!"
Eeeeee..... já en.....
26.4.12
Stálminni...
Bjartur getur oft tekið sér sinn tíma í að koma sér í háttinn... og þegar hann er kominn uppí rúm þarf hann alltaf, alltaf að ræða einhver mikilvæg málefni.
Eitt sinn var það um skólaferð sem hann fór til Reykjavíkur þann daginn. Svo kom lýsingin:"Sko mamma. Við fórum að skoða þarna húsið sem er svona svoldið langt og hvítt. Með grasi fyrir framan og svona steinveggjum.... Ég tók einu sinni mynd af skónum mínum fyrir framan þetta hús... Svo las ég "StjÖrnuráðið" og fannst það ótrúlega flott! Svo komum við í skólann og ég var að skoða "Komdu og skoðaðu" bókina mína og sá mynd af þessu húsi og þá sá ég að þetta hús heitir ekki StjÖrnuráð, heldur Stjórnarráðið hahahaha..."
By the way... þessi mynd sem krakkinn er að tala um var tekin 2007! Þá var okkar maður nýorðinn 3 ára!!!
Hér er myndin sem hann tók og hér er gáfnastrumpurinn við vegginn fyrir framan StjÓrnarráðið.... ;o)
Algjört ves að vera með svona klær....
Dagný:"Mamma viltu klóra mér þarna? (bendir á hælinn á sér) Ég meiði mig bara því ég er með svo beittar klær."
24.4.12
Er löggan ekki bara til í ævintýrabókum??
Við matarborðið:
Mamman dýfir frönskum ofan í sósupottinn.
Dagný segir: "Þetta má ekki."
Mamma:"Hvað?"
D:"setja franskar ofan í pottinn."
M:"Jú."
D:"Nei. LÖGGAN segir það!"
Mamman hneyksluð:"Löggan??"
Dagný ennþá hneykslaðri:"Já! Það eru sko til löggur!"
23.4.12
Herra... frú.. fröken?
Dagný og Sunna fengu að heimsækja vinkonu sína eftir leikskóla. Svo þegar þær voru sóttar og voru að kveðja segir mamman:"Bless, og hvað segiði svo?"
Dagný sagði:"Takk fyrir mig, fröken Fix!" ....við pabba vinkonunnar...
rólegan æsing...
Dagný er oft með skrípalæti við matarborðið... dansar og dillar sér þegar hún á að sitja og borða. Mamman bað hana eitt skiptið að vinsamlegast setjast niður og byrja að borða.
Þá gaf Dagný mömmunni olnbogaskot og sagði hlæjandi:"stilltu þig maður!"
Brosandi hné
Dagný meiddi sig í hnénu og var lengi illt. Mamman spurði hana svo daginn eftir: "Hvernig er hnéð?"
Dagný svarar glettin:"Baaaara. Með bros á vör!"
11.4.12
Óviðeigandi orð...
Dagný var með einhverja ofurkrútt stæla. Mamma segir: "Komdu hérna rassgatið þitt!"
Þá segir skrípóið með lágri röddu - já lágri, og svona biðjandi: "Æ, mamma. Nennirðu ekki að kalla mig þetta?"
Þá vitum við það. Dagný vill ekki vera rassgat. Enda ekki skrítið þegar maður svona pælir í því... Hún er hinsvegar ofurstolt af því að vera "skrípókerling" því eins og hún segir sjálf: "Ég er SVO skemmtileg!"
28.3.12
CPR
Dagný vaknar yfirleitt ofurhress á morgnana. Einn morgunninn var hún send inn til Sunnu til að vekja hana. Það reyndi hún, fyrst ofur varlega og sætt:"Sunna? vaknaðu."
Sunna svaf áfram.
Dagný aðeins hærra:"Sunna?"
Aftur hálf gargandi:"Sunna! VAKNAÐU."
Kallar svo fram: "Mamma. Hún vaknar ekkert! Á ég að gera svona?" Setur hendur saman og byrjar hjartahnoð.... á öxlinni á Sunnu reyndar, en það má reyna allt!
Dagný dýrahvíslari....
Dagný þegar hún sá fugl sitja á ljósastaur: "Ég veit alveg hvað þessi fugl er að hugsa. "Sælar dömur!""
18.3.12
Dagný hross
Mamma gamla...
Dagný var með blað og braut það saman til helminga, opnaði það svo aftur og sagði:"mamma sjáðu!"
Mamma:"Já, vá! Eins og bók."
D: (með tilheyrandi hneykslunarsvip):"Ö. Nei. Eins og tölva!"
Þá heyrist í Sunnu:"Hún er ekki meðidda".
Dagný hristir þá hausinn til samþykkis...
Eiturlyf?
Dagný og Sunna í baði. Sindri á svæðinu og var eitthvað að trufla systurnar. Þá heyrist í Sunnu: "mamma. Nennirðu að taka hann?"
Og Dagný:"Taktu barnið!"
Sunna:"Nei hann er ekki barn. Hann er krakki".
Dagný: "Ok. Mamma, taktu krakkið!"
Hehehehehe... Þessi skrípóstelpa!
14.3.12
Dagný og afskaði...
Hef áður sett hingað inn færslu um það hvernig Dagný skrípó heyrir ekki muninn á afsakið og afskaði... Þessi meinloka er enn við lýði:
3.2.12
"Einn gamlan, takk. Ég tek hann með"
Það var "gamall dagur" í leikskólanum í dag. Þá mega börnin koma með gamla hluti eða í gömlum fötum í leikskólann. Stelpurnar tóku með sér gamlar ævintýrabækur sem Helgamma sendi okkur einhvern tímann... Það var það eina sem mömmunni datt í hug að þær gætu farið með og voru bækurnar fundnar á síðustu stundu. Allir voru komnir í útifötin og útá stétt þegar hlaupið var aftur inn og náð í bækurnar.
Leið okkar mæðgna (og Sindra) í leikskólann liggur framhjá blokk einni þar sem eldri borgarar búa. Sunna hefur oft talað um þegar hún og álfarnir (elstu börnin) á leikskólanum fóru þangað að syngja fyrir gamla fólkið fyrir jólin. Dagný tengdi þarna vel á milli og sagði þegar við gengum framhjá blokkinni:"Hey við getum bara náð í einn gamlan þarna!"
Við erum búin að hlæja mikið að þessu. Frekar fyndið að redda sér bara einum langafa til að mæta með á "gamla daginn". Þetta var meira að segja í leiðinni og allt!
22.1.12
Hvernig skal leita?
Systurnar voru að leika í matreiðsluleik og vantaði eitthvern mikilvægan hlut.
Sunna með mikilli áherslu:"Við þurfum að leita HÁTT OG LÁGT!"
Dagný stendur og meltir þetta orðalag systur sinnar.
Sunna heldur áfram:"ég leita hátt og þú lágt!"