Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

21.11.05

Hitt og þetta

Þá er heldur betur farið að líða að jólum- ég veit það því ég er alltaf í jólakortamyndatöku... Er ekki að nenna því sko. Mamma og pabbi láta alveg eins og vitleysingar til að fá mig til að sitja/standa kyrr. Þau skilja ekki að ég er upptekinn maður og þarf að vera að leika mér og svona. Reyndar skemmti ég mér alveg konunglega áðan þegar mamma var að labba um með könguló á hausnum og þykjast hrasa. Massa fyndið!
Um helgina síðustu fór ég í næturpössun til ömmu og "avva". Það var voða gaman. Þeir eru alltaf svo hressir þeir "Blalli og Gagei". Alltaf til í að leika og láta mig fljúga.
Undanfarið erum við mamma annars bara voða dugleg að búa til hús og leika og pússla og svona. Hún er svo dugleg að leika við mig þegar við komum heim frá Hildi- ég er nefnilega ekkert alltaf til í að fara heim- vil bara vera eftir og leika mér þegar ég er búinn að heilsa mömmu þegar hún kemur. En ég fæ víst ekki að ráða, er alltaf drifinn í úlpu og skó og látinn labba heim. Það finnst mér reyndar rosalega gaman- finnst ég voða fullorðinn þegar við mamma löbbum svona hönd í hönd. Svo kemur pabbi alltaf fljótlega heim og leikur með okkur þangað til ég fer að sofa. Það er búið að vera mikið að gera hjá pabba. Hann er alltaf að hitta strákana og spila á bassann sinn. Bráðum fer ég að nappa hann til að gera eitthvað bara við tveir saman. Við eigum pottþétt eftir að gera fullt þegar jólin koma, svo förum við austur þar sem alltaf er nægur tími til alls. Þá hitti ég Helgömmu og fleiri góða.
Annars var ég klukkaður af Ara Birni vini mínum.... Here goes:
1. Mér finnst GOOOOOTT að sofa. Og uppáhalds mitt í því efnum er koddi og dudda. Algjörlega ómissandi!
2. Ég er matargat- þótt ótrúlegt megi virðast.
3. Mamma á mig- segi ósjálfrátt voða sætt "mamma" þegar ég er spurður:"Hver á þig?"
4. Mér finnst ofboðslega gaman að krökkum- sérstaklega þeim sem eru eldri en ég.
5. Það er staðreynd að ég er yndislegur í alla staði- er aldrei til vandræða, er eins og hugur mömmu, pabba, ömmu og afa og rosalega duglegur lítill strákur.

Jæja.. það eru víst til alveg fullt af myndum, m.a. frá ferðalaginu okkar austur- það verður að bíða betri tíma (eða þegar fer að hægjast um hjá pabba).

1.11.05

Svala að tala við mömmu sína um dagmömmu Bjarts

"Hann getur ekkert átt mömmur út um allan bæ, Bína er mamma hans og þú er amma hans". Lilja ekki ánægð með greininguna( en er ömmusystir hans ) en fékk litlu breytt.

Módel

Bjartur sá módelin í sjónvarpinu vera að ganga niður sýningarbrautina og gekk fram og aftur eins og þær.