Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

16.5.11

rassamerking

Mamma er að stríða Dagnýju og segir:"sjá þennan sæta rass! Ég á þennan rass!"
Dagný er sko ekki sátt við það:"NEI! ÉG á hann!"
M:"Nei ÉG!"
D:"Nei þú ert með rass!"
M:"já þú átt hann og ég á þinn".
D:"Nei, ég á minn! Það stendur ÉG á honum!"
Þar með var mamman sigruð ;o)

í loftinu hangir...?

Einhver galsi var í Dagnýju og Bjartur var líka búinn að vera ofurhress og glaður.
Mamman segir þá:" Hvað er eiginlega í loftinu?"
Þá svarar Dagný með hneykslun í röddinni:"Ljós!"
Mamman og Lilja frænka fara að hlæja. Já auðvitað er ljós í loftinu... en okkar kona finnur samt á sér að hún hafi verið að svara einhverri vitleysu og bætir við:"...eða skrítin fluga eða bara hvað..." (segir alltaf bara "hvað" í staðinn fyrir "eitthvað")

Lyklabarn?

Dagný fann lykil í dótinu. Kom sigri hrósandi og sýndi mömmu sinni lykilinn.
D:"Mamma. Ég fann lykil!"
M:"Vá, en fínt."
D:"Þetta er samt ekki lykillinn að Sindra. Hann er bara fastur við þig".
Spurning hvernig á þá að losa Sindra frá mömmunni... ;o)

Maður er inni í innifötum og úti í útifötum!

Pabbi:"Dagný, ekki fara inn á skónum"
Dagný fer þá úr skónum í forstofunni. Á meðan labbar pabbinn inn úr forstofunni með húfu.
Þá heyrist í okkar konu:"Pabbi! Ekki fara inn á húfunni!"

Dagný alltaf saklaus

Dagný sat að kúka og fór auðvitað að fikta í klósettrúllunni. Þegar mamman kom og kíkti á hana var klósettpappír útum allt gólf. Mamma:"Hvað gerðist hérna eiginlega?"
Dagný alveg búin að setja geislabauginn upp:"Ég veit það ekki!"
M:"Hver gerði þetta?"
D. mjög hneyksluð:"EKKI ég!!"
M:"Hver þá?"
D:"Sunna! ..... en þú mátt samt ekki skamma hana".
Litla skessan hafði það sem sagt ekki alveg í sér að láta skamma systur sína fyrir eitthvað sem hún sjálf gerði... ansi góð ;o)

Hver er fullorðin?

"Þú kallar svo bara á mig, pabbi, og ég kem og skeini!" Sagði Dagný (2 ára) þegar pabbi hennar sat á dollunni. Pabbinn gat ekki annað en svarað (mjög hissa):"Já..... ok...."

Týnt-ið... er það einhver staður?

Dagný bað um naglalakk sem hún fékk.... Daman var þó ekki lengi að byrja að kroppa það af. Þegar mamman spurði hvað hún væri að gera, svaraði hún:"Ég er bara aaaaaðeins að færa naglalakkið".
Mamma:"Færa það??"
Dagný:"Já, færa það í týntið..."
Það sem er í gangi stundum í höfðinu á þessari stelpu... ;o)