Ég ætla að óska "Hengömmu" til hamingju með afmælið í gær! Við töluðum reyndar saman í símann í gær- ég lá uppí rúmi í símanum við hana, alveg eins og ekta unglingur.... nema ég er ennþá í rimlarúmi hehe. Ég á samt stórustrákasæng núna! Með Dipsý og Pó sængurveri!! Massa flott sko. Bráðum fæ ég svo stórustrákarúm- kannski í sumar... eða þegar litla barnið fæðist. Ég er aðeins að sætta mig við litla barnið í bumbunni.... er að átta mig á þessu.... Ég er nefnilega búinn að heimsækja hana Ásthildi Elvu, frænku mína, aðeins- og hún er svo pínulítil að ég sé alveg fyrir mér að mamma sé með svona lítið barn í maganum. En ég Á samt hana mömmu ennþá. ALEINN. Bara svona svo það sé á hreinu!
Það sem ég er búinn að vera að gera undanfarið... Það sama og venjulega svo sem: Hitta vini og vandamenn. Fór í heimsókn til vinar míns, hans Óðins Braga og við drógum foreldra okkar í sund- það var æðislega gaman. Við ætlum pottþétt að gera það aftur, sérstaklega af því að Palli (pabbi hans ÓB) er alveg æstur í að vera í sundi! ;o) já já já..
Við mamma fórum í Eurovisionpartý til Lilju, Tóta, Svölu Birnu og Ásthildar Elvu. Grilluðum saman og höfðum það huggulegt. Mér fannst gaman að sjá skrímslin syngja í sjónvarpinu. Ég er líka algjör söngfugl! Syng allan liðlangan daginn- mamma er svona mismikið í stuði til að hlusta á mig. Afi kenndi mér nefnilega að syngja ljótt- með svona ljótukarlarödd. Hehehehe þá verður mamma svo hrædd og mér finnst það æði því þá þarf ég að hugga hana og "kúsa"- fæ aldrei nóg að því að kyssa og knúsa mömmu mína. Ef hún verður ekki nógu hrædd segi ég:,,Gráttu"! Fæ eitthvað útúr því að snúa við huggunarhlutverkinu...
Svo vil ég afsaka þessa foreldra mína og myndaleysið- maður hálfskammast sín fyrir þetta lið....
22.5.06
Bjartur stóri bróðir
12.5.06
Frekjustrumpur
Halló allir sem nenna að lesa :o)
Nú er sko að koma sumar!! Það er svolítið erfitt að vera lítill strákur í sumrinu.... Maður er svo mikið úti að ég er alveg búinn á því á kvöldin! Mér finnst svo gaman að leika í sandkassanum með Hildi og krökkunum og svo þegar ég er sóttur þá vil ég helst fara strax út aftur á róló. Er líka settur sneeeeemma í háttinn þessa dagana og er ekki tilbúinn til að vakna á morgnana þegar ég á að vakna.
Svo er ég að reyna fyrir mér í frekjunni þessa dagana. Ég Á nefnilega mömmu mína og hún má bara koma við mig og ég vil alltaf vera hjá henni! Mamma og pabbi þola nú ekki þessa stjórnsemi í mér og ég fæ alveg að grenja þetta úr mér á hverjum degi núna....:o( Maður má þó alltaf reyna....
Nú er afi nýbúinn að eiga afmæli og ég gaf honum stóóóran pakka! Svo er mamma líka búin að eiga afmæli en ég á eftir að gefa henni pakka- hún er samt búin að fá fullt af knúsi og kossum frá mér. Bráðum á Helgamma líka afmæli og bráðum fer ég líka austur á Seyðis að hitta hana. Reyndar hittumst við á Ólafsfirði um daginn og það var æðislega gaman.
Jæja, nú er pabbi búinn að kaupa nýja myndavél svo vonandi á liðið eftir að bæta sig í þessum myndamálum... ég pikka í hann að setja inn myndir fljótlega- veit að Helgamma bíður spennt ;o)
2.5.06
Með barn í maganum
Bjartur og Valgeir voru að labba niður stigann hjá ömmu og afa.
Þá segir Bjartur: Halda á mér.
Valgeir: Nei ég er svo þreyttur. Halt þú á mér.
Bjartur: Nei get það ekki. Ég er með barn í maganum.
Búinn að heyra þessa afsökun aðeins of oft hjá mömmu sinni.....
Bjartur mamma
Okkar maður er voða upptekinn af ungbörnum og öllu sem því fylgir. Hann segir t.d. fólki blákalt að Binni dúkkan hans hafi einu sinni verið í maganum sínum...
Svo situr hann í sófanum með bolinn upp um sig, horfir á sjónvarpið, með Binna sinn í fanginu og segist vera gefa honum mjólk úr bumbunni. Baaara sætur!
Hlutverkaskipti
Bjartur sturtar úr kubbakassanum og segir okkur að taka til. HANN ætli að horfa á....