Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

2.10.04

Heimsókn til Halls Afa og Sæunnar Ömmu

Í gær fór ég með pabba&mömmu í heimsókn til Halls afa og Sæunnar ömmu. Þau buðu foreldrum mínum, og Halli föðurbróður mínum, uppá gómsætan kjúklingarétt( flamberaðar bringur í koníakssósu ef ég man rétt ). Ég er svo mikill mömmustrákur að ég kunni rosa vel við Sæunni en leist ekkert vel á gleraugun hans afa þannig að ég leyfði mér að láta hann vita af því með því að gráta smá á hann, það var miklu betra þegar hann var búinn að taka þau niður. Maturinn var seinnipart kvölds þannig að ég var orðinn óskplega þreyttur snemma í matarboðinu en vildi samt ekki fara að sofa, vildi bara vera með í selskapnum. En síðan fórum við nú heim og ég fékk sæninga mína og sofnaði alveg uppgefinn eftir heimsóknarferðina =)

Engin ummæli: