Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

25.11.04

Brjálað að gera hjá mér

Halló allir! Það er sko búið að vera mikið að gera hjá mér núna- hef varla tíma til að skrifa hingað inn.... Síðustu helgi fórum við foreldrar mínir á Myrka daga á Seyðis. Ég fór nú ekki á einn einasta atburð heldur hafði það bara gott hjá Helgu ömmu á meðan mamma og pabbi fóru í draugagöngu og á ball og svoleiðis. Núna er svo bara strax aftur að koma helgi og við verðum heldur ekki heima þá! Ég er að fara í bústað með Óðni Braga vini mínum. Við fáum reyndar bara að vera eina nótt og svo verðum við sendir aftur í bæinn í pössun. Ég er bara nokkuð spenntur fyrir því líka. Afi er alltaf svo góður við mig og sé ég fram á ís-sólarhring (slurb). Ég er svo spenntur fyrir því að vera í pössun hjá ömmu og afa að ég er alltaf að æfa mig að segja afi. Er ekki alveg búinn að ná því en það skilst alveg, það er svona:,,avvva". Afi er líka spenntur og vill fá mig strax í pössun- finnst alveg ómögulegt að þvæla mér svona fram og til baka- en ætli það verði nokkuð látið eftir honum.... Að lokum vil ég þakka Möllu ömmusystur minni að ná mömmu fram úr rúminu í morgun- ég var sjálfur búinn að reyna... Á endanum sofnaði ég sjálfur og Malla ömmusyss vakti okkur klukkan ellefu!!! Djísús!!

Engin ummæli: