Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

16.12.04

Feðgakvöld

Mamma fór að hitta vinkonur sínar seinnipartinn í dag fram á kvöld, þannig að við feðgarnir vorum einir heima. Þetta gekk ágætlega hjá okkur. Ég var að leika mér með dótið mitt og við pabba minn fram að mat. Þá gaf pabbi mér rófugulrótarstöppu út í graut sem ég var ekkert sérstaklega hrifinn af. En hann gaf mér nú eplamauk í eftirrétt sem ég kunni mun betur við. Síðan fórum við útí búð að kaupa mjólk handa mér og pabbi fór með mig í Snuglinu og vel pakkaðann í góðann galla. Eftir smá leik fékk ég svo góðan mjólkursopa og var sko ekkert á því að sleppa pelanum. Pabbi ætlaði eitthvað að taka hann af mér eftir smá stund og láta mig ropa en ég hélt nú ekki. Ég ríghélt í pelann og hélt bara áfram að drekka, ætlaði sko ekki að missa mjólkina frá mér svo auðveldlega. Pabbi skildi alveg að ég væri æstur yfir mjólkinni og lét mig bara ropa þegar ég var tilbúinn til þess. Eftir sopann var ég orðinn svoldið þreyttur og pabbi setti mig í rúmið. Ég var nú ekki alveg til í það, en lét til leiðast. Vaknaði síðan við eitthvað smá bor hér í blokkinni( en ég hef ekki enn náð mér eftir að hafa vaknað við borlæti þegar ég var lítill) og þurfti að fá pabba nokkrum sinnum til að róa mig þangað til ég festi aftur svefn.

13.12.04

Rosa stór!

Ég er núna búinn að læra að sýna hvað ég er stór og held barasta að foreldrar mínir ætli alveg að springa úr stolti yfir þessu! Ég er víst voða mikil dúlla þegar ég lyfti litlu höndunum mínum upp fyrir haus- eða eins langt og ég næ... svo held ég þeim alltaf saman og kíki á milli þeirra. Þetta er alveg garantí fyrir rosalegum fagnaðarlátum. Stundum lyfti ég höndunum þó ég sé ekki beðinn um það, bara til að athuga viðbrögðin hjá gamla settinu, og það er alveg sama hversu oft ég geri þetta í röð- alltaf fæ ég klapp og "vei" að launum. Maður kann sko að stýra þessu liði!

7.12.04

Jólin eru að koma

Núna styttist óðum í mín fyrstu jól og er ég bara nokkuð spenntur! Mér finnst svo gaman að rífa pappír og skoða skraut þannig að ég á eftir að skemmta mér konunglega á aðfangadag. Pabbi minn er nú kominn í fæðingarorlof nr. 2 og mér finnst rosa gaman að hafa hann svona heima allan daginn og sendi honum við og við alveg sykursæt bros... verð að gefa mömmu svoleiðis líka bráðum-held að hún sé að verða svoldið móðguð.... maður má ekki gera upp á milli þessara greyja;o)
Dagurinn í dag er búinn að vera svoldið erfiður: Ég er búinn að vera í myndatöku eiginlega í aaaaallan dag! Það á víst að sýna mann í einhverjum jólakortum.... Það er nú ekki alveg í lagi með þetta lið! Láta mann sitja berrassaðann með einhverja vængi á bakinu og ætlast til þess að maður brosi sætt! Og ef maður er ekki alveg í stuði þá láta þau eins og bavíanar til að fá mig til að hlæja... vildi að ég gæti tekið video af þeim þegar þau láta svona!
Jæja, svo á pabbi gamli afmæli á fimmtudaginn. Við mamma erum búin að kaupa gjöf. hehehehe hann verður sko hissa! Hann heldur að hann viti alveg hvað hann fær- en hann veit það sko ekki neitt!
Fórum í gær í heimsókn í bankann til hennar Sæunnar skáömmu. Ég fékk sýnisferð um bankann með henni- eða.... allir í bankanum fengu mig til sýnis.... Maður er svo vinsæll allsstaðar sem maður kemur. Ég var auðvitað voða stilltur og prúður drengur og heillaði alla upp úr skónum fyrir vikið. Maður kann sko á þetta!

1.12.04

Bjartur stóri strákur

Jæja, góðir hálsar!
Síðast þegar þið vissuð var ég á leiðinni í næturpössun til ömmu og afa. Það gekk alveg rosalega vel- ég var auðvitað eins og engill. Var bara stilltari en heima hjá mér- mamma segir að ég sé svo kurteis drengur;o)
Í gær fór ég með ömmu og mömmu í bæinn. Það var rosalega gaman- mér finnst alveg æði að sitja í kerrunni minni og horfa á allt sem er að gerast í kringum mig. Það var meira að segja svo gaman að ég sofnaði sama og ekki neitt.... rétt lokaði augunum til að hlaða batterýin. Svo hitti ég Matthildi vinkonu mína og Vigdísi frænku hennar og brosti alveg hringinn- það er svo langt síðan ég hef séð hann Matta minn.
Þegar við komum heim var kominn tími til að fara á sundnámskeiðið. Mamma og pabbi ætluðu nú ekkert að fara því ég var lítið búinn að sofa. En sem betur fer ákváðu þau á síðustu stundu að drífa sig-ætluðu bara að fara með mig uppúr ef ég væri alveg búinn á því. Þau sáu sko ekki eftir því! Þetta var skemmtilegasti tíminn minn. Ég hló og lék á alls oddi allan tímann! Ætli ég hafi ekki bara verið í galsa??
Ég má ekki gleyma að segja frá því hvað ég er orðinn rosa góður strákur! Ég er alltaf að vera aaaaa við alla núna. Strýk kinnina og segi aaaaaaahhh.... Ég er víst voða mikil dúlla þegar ég geri þetta;o). Svo þegar uppáhalds auglýsingin mín kemur í sjónvarpinu (kók-auglýsing), fer ég að hlæja og segi svo aaaaaa þegar kallinn er búinn að segja aaahhh. Já maður stækkar svo hratt. Mamma er líka dugleg að kenna mér- núna er hún alltaf að fitja upp á nefið og hnusa út í loftið eins og hún gerði sjálf þegar hún var lítil. Ég á þá að gera eins.... en ég er sko ekki alveg á því. Það eru takmörk.......