Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

24.12.11

Blíða Dagný

Dagný sagði með ofur fallegri röddu:"Þú ert falleg mamma mín".
Mamma (kannast ekki alveg við Skrípóstelpuna í þessum tón):"Ooo... þú líka".
Dagný (með sinni venjulegu, tröllaröddu):" Þú átt að segja TAKK!" (og smá dash af hneykslun líka)
Þannig kannast maður við hana ;o)

20.12.11

Tómatur/túmatur

Mamman ropaði og sagði "afsakið". Dagný var á svæðinu þannig að mamman leiðrétti sig strax og sagði "afSKAÐI".
Þá sagði Dagný:"Af hverju sagðirðu "afskaði, afskaði"?".
Hahaha... hún heyrir ekki muninn :o)

19.12.11

Sindri 1 árs

Það er víst staðreynd að litli drengurinn okkar er orðinn eins árs! Veit ekki hversu oft við höfum staldrað við í dag og hugsað hvort það geti virkilega verið.... En, jú,jú, Sindri stækkar eins og allir hinir og á ógnarhraða!
Við áttum æðislegan afmælisdag með fjölskyldum okkar og yndislegt að njóta þess að vera saman við kertaljós og jólalög, góðan mat og kökur. Svo verður haldið uppá afmælið fyrir vinina á milli jóla og nýárs og þá verður eflaust meira fjör enda stærri barnahópur þar á ferðinni ;o)

7.12.11

DudduDagný

Dagný er nú hætt með snuð loksins. Það hefur gengið vonum framar að fá hana til þess að gefa þetta upp á bátinn... en það hjálpaði henni að eiga yngri bróður sem á líka snuð... það mátti notast við þau þegar fíknin var alveg að fara með hana. Þá tottaði hún í svona hálfa mínútu og sagði svo hæstánægð:"Skoh! Sindra snuddur passa alveg í mig!" Hún kann sko að redda sér þessi stelpa...
En sem betur fer notar hann ekki alveg eins snuð og hún gerði og þess vegna eru þetta SINDRA snuddur, ekki hennar. Og allir sáttir með það ;o)

3.12.11

Ungfrú Dagný Skrípó

Dagný vildi fá að sofna í mömmurúmi og auðvitað var það alveg sjálfsagt. Nema litla skrípóstelpan læðist svo inní sitt herbergi og er að ná sér í bækur til að lesa. Mamman nappar hana og segir henni að það sé ekki í boði að lesa í mömmurúmi núna. Klukkan orðin svoldið margt og skrípóið átti að sofna sem fyrst. Henni var nú samt boðið að lesa í sínu eigin rúmi (mamman alveg viss um að hún myndi afþakka það því mömmurúm er alltaf best) en hún þáði það... Skreið með nokkrar bækur uppí og lét fara vel um sig. Svo heyrist ekki meira í henni það kvöldið og mamman alveg viss um að hún hafi sofnað yfir bókunum.
Svo þegar mamman sjálf ætlaði að skríða uppí rúm fann hún skrípóstelpuna þar, steinsofandi og með bækurnar sínar! Best var að hún sofnaði með eina í fanginu:"Ungfrú Ráðrík"....
Svo var hún spurði útí þetta morguninn eftir:
Mamma:"Dagný af hverju fórstu með bækur í mömmurúm?"
Dagný:"Bara...."
M:"En ég var búin að segja nei."
D:" Já en þú sást mig ekki...."
Gerði greinilega ekki ráð fyrir því að vera nöppuð steinsofandi með sönnunargögnin allt í kring ;o)


29.11.11

Beturviti

Bjartur vildi meina að þegar tunglið væri eins og banani í laginu væri það vegna þess að sólin skín ekki á allt tunglið... sem er svo sem rétt, en þegar mamma hans sagði að það væri vegna þess að jörðin skyggði á hinn helminginn var hann ekki alveg að kaupa það.
Leitað var til pabbans í þessu máli og hann spurður út í þetta. Hann bakkaði mömmuna upp; jú, tunglið er ekki fullt vegna þess að sólin skín á jörðina og þá kemur skuggi á tunglið....
"Nei." segir Bjartur.
"Jú". segja mamman og pabbinn.
"Nei" segir Bjartur aftur.
Pabbinn segir: "Bjartur þú ert svo mikill besserwisser. Það þýðir að þú þykist alltaf vita allt".
"Ég veit! HAHAHAHAHAHA...... " sagði þá okkar maður.... stundum hefur maður ekkert í þetta barn!

21.11.11

Hjallabraut-íska

Dagný er skrautleg, það verður ekki af henni tekið. Svo er hún líka svo "dóminerandi" týpa að ef hún segir einhverja vitleysu öpum við það upp eftir henni. Þannig að nú segja allir hér á Hjallabrautinni (þeir sem kunna að tala):
Afskaði í staðinn fyrir afsakið.
Handborgari í staðinn fyrir hamborgari.
Piparpukur í staðinn fyrir piparkökur.
Heimsnokk í staðinn fyrir heimsókn....

Hvað ætli þessi skörungur verði þegar hún verður stór? ;o)

7.11.11

Maður saknar ekki einhvers sem maður veit ekki að er til, er það?

Bjartur var að horfa á náttúrulífsþátt um fólk sem býr hátt uppi í trjám regnskóga og byggir sér hús þar uppi. Þátturinn sýndi hversu einfalt líf þessa fólks er og eitthvað fannst okkar manni þetta vera flott líf. Klifur og alls kyns kúnstir við að kveikja eld og svona sem 7 ára strákum finnst svakalega spennandi. Hann segir:"Oh, ég vildi að ég byggi þarna."
Eitthvað fannst okkur foreldrunum þetta fyndið- tölvu og legosjúklingurinn sjálfur!
"Þarna er sko engin tölva!" heyrðist í gamla fólkinu.
Þá segir gáfnastrumpurinn:"Já ef ég byggi þarna þá myndi ég ekkert vita af tölvum, þannig að....."
Hann kláraði ekki einu sinni setninguna. Þetta lá bara í augum uppi!

25.10.11

Fer það eftir stærðinni?

Mamma segir reglulega við Dagný:"Ég elska þig mikið."
Þá segir Dagný alltaf:"Elska þig lítið."
Fyrst var þetta bara fyndið og sætt en eftir nokkur svona svör ákvað mamman að verða agalega móðguð og sár. "Af hverju segirðu alltaf "lítið"?"
Þá kom:"Mamma. Ég er lítil og get bara elskað lítið!"

22.10.11

Sunna sæta sól 5 ára skvísa

Við náðum ekki að vekja Sunnulinginn okkar á afmælisdaginn en náðum henni þó í rúminu. Þær systur höfðu sofið saman um nóttina í Sunnurúmi og vöknuðu saman og lágu bara og spjölluðu í rólegheitum þegar pabbi og Bjartur komu með pakkana og sungu afmælissönginn. Sindri og mamma slógust svo í hópinn þegar pakkarnir voru opnaðir. Skvísuföt frá mömmu og pabba og Strympubangsi frá Bjarti stórabróður. 

Svo var tekið til við að klæða þær systur og greiða. Sunna valdi sér afmælisföt fyrir leikskólann og skrípóstelpan vildi auðvitað líka fara fín í tilefni dagsins. Afmælisskvísan valdi að baka köku fyrir krakkana á deildinni og, gæðablóðið sem hún er, leyfði hún litlu systur sinni að taka þátt í öllu þessu með sér, sleikja sleikjuna og allt saman. Svo fékk hún glæsilega kórónu og afmælissöng, að sjálfsögðu. 
Þegar heim var komið opnaði hún pakka frá Dagný syss og svo var undirbúið pizzapartý fyrir ömmu&afa, Balla frænda og Valgeir&Þyrí. Í eftirrétt vildi hún bjóða uppá banana með bráðnuðu súkkulaði. En það gleymdist eiginlega að græja eftirréttinn því það var svo mikið að gera að föndra með föndurdótið og  gaman að hoppa og skoppa í náttfötunum sem amma&afi gáfu. Hann var þó afgreiddur með hraði eftir beiðni (og nokkur tár) afmælisbarnsins og fór okkar kona afar sátt í rúmið eftir æðislegan 5 ára afmælisdag.

20.10.11

Stundum er erfitt að vera alltaf þessi yngri....

Sunna var að byrja að æfa fótbolta og auðvitað vildi Dagný þá líka byrja að æfa. Við vorum á heimleið í haustsólinni úr leikskólanum þegar þessar umræður áttu sér stað og langir skuggar mynduðust. Mamman reynir að útskýra fyrir skrípóstelpunni að hún sé ekki alveg nógu stór ennþá til að byrja í fótboltanum...Þá segir Dagný afar sannfærandi, eins og svo oft áður:"Jú, mamma! Sjáðu skuggann minn. Hann er nógu stór!" .........og hvað segir maður þá? ;o)

18.10.11

tvær er betri en ein....

Dagný fékk möndlu (nammi) hjá mömmu. Um leið og hún var búin að kyngja bað hún um aðra.
Mamma:"Nei, ekki meira"
Dagný:"En, ég VERÐ að fá aðra. Þessi er bara ein í maganum og vill hitta vinkonu sína!"
Það má reyna ýmislegt...  ;o)

11.10.11

Dagný Logadóttir orðin 3 ára!

Litla kellingin var vakin eldsnemma í morgun af allri fjölskyldunni. Hún var lengi að vakna, aldrei þessu vant. Mátti svo leita sjálf að afmælisgjöfunum sem systkini hennar voru búin að kaupa handa henni. Sú leit gekk fljótt og vel og var þá sett í 5. gír því drífa þurfti liðið í föt og af stað í skóla/leikskóla.
Daman fékk auðvitað að baka sjálf þegar í leikskólann var komið og valdi hún að hafa kremið bleikt. Hún fékk svaka fína glimmer-HelloKitty-kórónu og afmælissöng og naut þess að vera aðalnúmerið í dag ;o) ....ekki það að hún sé það ekki alltaf! hehe.
Þegar heim var komið lék hún sér með afmælisgjafirnar frá krökkunum og beið þess að matargestirnir kæmu. Amma&afi, Balli og Valgeir&Þyrí voru boðin í afmælismat sem afmælisbarnið mátti velja og bauð hún uppá dýrindis grjónagraut, flatkökur með hangikjöti og slátur. Í eftirrétt var svo súkkulaðifondue með ávöxtum.
Kvöldið endaði með afmælisbaði eftir að hafa verið með danssýningu fyrir gestina og eftir að hafa leikið sér eeeeendalaust með gjöfina frá ömmu&afa. Búðarkassi með kallkerfi og færibandi og ég veit ekki hvað og hvað... svo spennandi dót að ekki gafst einu sinni tími til að tala við Helgömmu sem hringdi auðvitað í afmælisbarnið í tilefni dagsins! Daman sofnaði svo ofursátt og ofurvært eftir daginn sinn með það á vörunum hvað hún elskar ömmu og afa mikið :O)

8.9.11

Þessi krakki...

Hún Dagný er kostuglegur krakki... Svona beið hún í morgun eftir því að komast í leikskólann. Mamman var að greiða Sunnu inná baði og þegar þær komu fram beið Dagný í sófanum. "Ég er alveg tilbúin". Einmitt. Alveg slök bara. :o)

6.9.11

Gömul gullkorn

sem poppuðu upp á Facebook:

‎"Hún blessaði með báðum" heyrðist í Sunnu þegar Dagný vinkaði bless í morgun. Hehehehe yndisleg.... 2009, 3. sept

þeir eru skemmtilegir matartímarnir hér á þessum bæ. Dagný t.d. reytti af sér brandarana áðan. Spurði hvern fjölskyldumeðliminn á fætur öðrum hvort þeir vildu bleyju, uppskar mikla gleði hjá systkinunum og hló svo sínum trukka/hrossahlátri sjálf....mamma með bleyju.... hahahaha... það er sko fyndin mynd! 6.sept 2010

27.8.11

Tungubrjótur

Dagný á góða vinkonu sem heitir Jana María. En okkar dömu er lífsins ómögulegt að geta sagt nafnið hennar... Eftir mikið ströggl af "Maramaría", "Mana María", "Naramaría", "Jaramanía".... og bara hvað sem er annað en "Jana María" hefur hún nú fundið lausnina:"Maríubjalla!" ..... og það er alveg jafn sætt ;o)

26.8.11

Misskilningur...

Sindri vill alltaf vera í kringum krakkana og tautar ánægður þegar hann nær þeim:"mama mama mama..." Verst að Sunna, litla mamma, passar þá svo vel uppá Sindra sinn, tekur hann alltaf upp og kemur með hann til mömmu. "Hann er að kalla á þig." Endar alltaf á því að litli maðurinn verður hundóánægður að fá ekki að vera með... ;o)

Sindri stendur

Eitthvað er okkar maður að flýta sér að stækka þessa dagana. Farinn að standa upp hér og þar við mikinn fögnuð stóru krakkanna. Svo vantar bara herslumuninn að skríða á fjórum. Því að silast eitthvað áfram á fjórum fótum þegar maður þarf sko að flýta sér á eftir krakkahópnum og það virkar svona fínt að skjótast eins og eðla á maganum á eftir þeim? Nei, maður er ekkert að gera neitt í rólegheitum þegar liðið er heima...
Flottast finnst Bjarti þegar Sindri kemur skríðandi eins og hermaður í leyni og dregur svo undir sig lappirnar og sest svo upp. "Mamma! SÁSTU þetta?!", segir hann í hvert e i n a s t a skipti, alltaf jafn stoltur.

23.8.11

Sindri kominn með tönn.

Það er nú best að skrásetja það svo maður muni þetta ;o)
Drengurinn er búinn að hafa mikið fyrir að poppa þessari tönn upp. Þ.e.a.s. hefur haft mikið fyrir að gráta og vera pirripú. Mamman hefur aðallega fundið fyrir því. Ekki getað lagt hann frá sér nema augnablik, rétt til að ganga frá þvottinum. Nú hugsar Grandma Bench: "meiri lygin, ég er alltaf að ganga frá þvotti þarna!" en þvotturinn er bara svona mikill mamma mín!! ;o)
Svo er bara að vona að ekki verði eins mikið fyrir næstu tönnum haft.... svona eins og að fæða fyrsta barnið: það er erfiðast og ryður leiðina, vont en það venst og allt það

15.8.11

Dónaskapur...

Saga úr leikskólanum:
Krakkarnir fengu krítar í útiverunni og einhverjir höfðu krítað á veggina á leikskólanum. Þá heyrist í Miss D:"Hver er að krrrooota svona á vegginn? En dónalegt!"

Þess má geta að Dagný er eina barnið okkar (hingað til) sem hefur tekið sig til og krotað á veggi heimilisins.....ítrekað!

Fegursti fífillinn?

Dagný spurði aaafar væminni röddu:"Mamma? Er ég ekki fallegasta blómið þitt?"
Hún kann að bræða mann þessi stelpa

Dagný dúll, mamma klikk

Dagný dúll er ekki kölluð dúll fyrir ekki neitt. Auk þess hversu mikil dúlla hún er, kann hún sko að dúlla sér!
Og hún var að dúlla sér við litlu fígúrurnar sínar einn morguninn og hlustaði ekki nógu vel á mömmu sína þegar hún var að biðja hana um að flýta sér:
Mamma:"Dagný, komdu og drífðu þig að borða morgunmatinn þinn."
Dagný:"Já, ég er bara aðeins að leika mér."
M:"Nei, komdu strax. Við erum að fara svo í leikskólann. Sýndu nú dýrunum þínum hvað þú ert dugleg að borða. Þau langar svo að sjá hvað þú ert dugleg. Þau segja: Dagný, komdu að borða. Sýndu okkur."
D:"NEI. Þau kunna ekki að tala!!!!! (alveg með sinni kröftugu hneykslunar rödd).
Mamman aaaaaaaalveg að missa þolinmæðina....
Dagný heldur áfram að dúlla sér og spjallar við dýrin og þau "svara" henni.
M:"Nú? Kunna þau NÚNA að tala?
D:"NEI!! ÉG er að segja þetta!!" Enn hneykslaðri á auðtrúa mömmu sinni.

29.7.11

Tómatar vs. Súkkulaði

Sunna var svo dugleg að borða fiskinn sinn og til að hvetja hana til að klára alveg af diskinum bauð mamman konfekt-tómata í verðlaun. Daman sem er sjúk í grænmeti var ekki lengi að skófla í sig restinni en segir svo:"Mamma. Þú veist að ALVÖRUverðlaun eru súkkulaði..."
Lét samt tómatana duga ;o)

26.7.11

Gordjöss...

Dagný var að setja nýtt met í krúttlegheitum og var spurð:"Af hverju ertu svona sæt?!"
Þá toppaði hún sig enn einu sinni og sagði:"Nei. Ég er glæsileg!"

20.6.11

Dagný við matarborðið:

"Þið megið ekki borða svona mikið! Þið fáið bara feitar kinnar!"

16.5.11

rassamerking

Mamma er að stríða Dagnýju og segir:"sjá þennan sæta rass! Ég á þennan rass!"
Dagný er sko ekki sátt við það:"NEI! ÉG á hann!"
M:"Nei ÉG!"
D:"Nei þú ert með rass!"
M:"já þú átt hann og ég á þinn".
D:"Nei, ég á minn! Það stendur ÉG á honum!"
Þar með var mamman sigruð ;o)

í loftinu hangir...?

Einhver galsi var í Dagnýju og Bjartur var líka búinn að vera ofurhress og glaður.
Mamman segir þá:" Hvað er eiginlega í loftinu?"
Þá svarar Dagný með hneykslun í röddinni:"Ljós!"
Mamman og Lilja frænka fara að hlæja. Já auðvitað er ljós í loftinu... en okkar kona finnur samt á sér að hún hafi verið að svara einhverri vitleysu og bætir við:"...eða skrítin fluga eða bara hvað..." (segir alltaf bara "hvað" í staðinn fyrir "eitthvað")

Lyklabarn?

Dagný fann lykil í dótinu. Kom sigri hrósandi og sýndi mömmu sinni lykilinn.
D:"Mamma. Ég fann lykil!"
M:"Vá, en fínt."
D:"Þetta er samt ekki lykillinn að Sindra. Hann er bara fastur við þig".
Spurning hvernig á þá að losa Sindra frá mömmunni... ;o)

Maður er inni í innifötum og úti í útifötum!

Pabbi:"Dagný, ekki fara inn á skónum"
Dagný fer þá úr skónum í forstofunni. Á meðan labbar pabbinn inn úr forstofunni með húfu.
Þá heyrist í okkar konu:"Pabbi! Ekki fara inn á húfunni!"

Dagný alltaf saklaus

Dagný sat að kúka og fór auðvitað að fikta í klósettrúllunni. Þegar mamman kom og kíkti á hana var klósettpappír útum allt gólf. Mamma:"Hvað gerðist hérna eiginlega?"
Dagný alveg búin að setja geislabauginn upp:"Ég veit það ekki!"
M:"Hver gerði þetta?"
D. mjög hneyksluð:"EKKI ég!!"
M:"Hver þá?"
D:"Sunna! ..... en þú mátt samt ekki skamma hana".
Litla skessan hafði það sem sagt ekki alveg í sér að láta skamma systur sína fyrir eitthvað sem hún sjálf gerði... ansi góð ;o)

Hver er fullorðin?

"Þú kallar svo bara á mig, pabbi, og ég kem og skeini!" Sagði Dagný (2 ára) þegar pabbi hennar sat á dollunni. Pabbinn gat ekki annað en svarað (mjög hissa):"Já..... ok...."

Týnt-ið... er það einhver staður?

Dagný bað um naglalakk sem hún fékk.... Daman var þó ekki lengi að byrja að kroppa það af. Þegar mamman spurði hvað hún væri að gera, svaraði hún:"Ég er bara aaaaaðeins að færa naglalakkið".
Mamma:"Færa það??"
Dagný:"Já, færa það í týntið..."
Það sem er í gangi stundum í höfðinu á þessari stelpu... ;o)

26.4.11

Sindri að mannast

Sunna var að leika við Sindra. Litli maðurinn í miklu stuði og þá heyrist í henni:"Sindri er orðinn mennskur!! Því hann er að hlæja!"

19.4.11

Sunna í pælingum

"Mamma. Þú ert líka krakki."
"Nú?"
"Já, því amma og afi eiga þig."

af-SKAÐI

Dagný leikur mannasiðalöggu hér alla daga. Ef einhver ropar eða prumpar segir hún strax:"segðu AFSKAÐI!"
Ansi gott orð... og restin af fjölskyldunni farin að nota það í staðinn fyrir það gamla ;o)

Mælikvarði Dagnýjar

Dagný getur verið smá ákveðin. Hún gerir það sem hún ætlar sér að gera, hvað sem hver segir! Og uppáhalds setningin hennar þegar einhver reynir að skipta sér að: "þetta er allt í lagi. Það er enginn að grenja."
Þetta er svo lógískt... það er enginn að grenja... óþarfi að vera með eitthvað vesen..

6.2.11

Nýjar myndir

Pabbi er búinn að setja inn nýja myndir í nýtt albúm, þannig að allir viti nú af því ;)

19.1.11

Að drepa tímann...

Bjartur, Sunna og mamma að spjalla í eldhúsinu:
M:,,Nú er ég alltaf heima með Sindra."
S:,,Af hverju?"
M:,,Af því að Sindri er svo lítill. Hann má ekki fara á leikskóla strax".
S:,,Hvenær má hann byrja á leikskóla?"
M:,,Þegar hann verður eins árs þá förum við saman á leikskólann."
S:,,Hvenær verður hann eins árs?"
M:,,Þegar það kemur desember. Hann á afmæli 19. desember."
Sunna situr smástund hugsi...
Svo segir hún:,,Má ég sópa gólfið?"
Þá segir Bjartur:,,Sópa svo tíminn líði hraðar? Hahahahaha..."
Algjör brandarakall :o)