Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

28.1.10

Eigum við eitthvað að ræða slenið á þessari síðu?

Tímarnir hafa heldur betur breyst núna eftir að húsmóðirin fór að vinna. Nú berst hún til að finna tíma til að brjóta saman þvottinn og þrífa klósettið! Hehehehe.. sérstaklega af því að þessir tímar sem áttu að fara í svoleiðis stúss hafa farið í læknisheimsóknir eftir læknisheimsóknir...

Fyrst fóru allir krakkarnir til háls, nef og eyrnalæknis. Bjartur losnaði við rörin sín, Sunna skoðuð og tekið sýni úr hori og Dagný sett á sýklalyf vegna eyrnabólgu. Það voru mjög hissa foreldrar sem fóru út frá lækninum: Dagný með eyrnabólgu og aldrei kvartar hún. Sefur eins og steinn og er alltaf hvers manns hugljúfi. Svo ræktuðust einhverjar fjórar bakteríur úr Sunnu þannig að hún fór líka á sýklalyf. Vonandi fer þá að minnka hóstinn og horið hér á bæ...

Svo var kominn tími á að einkasonurinn færi í hjartasónar. Við þangað og litli spekingurinn gat spekúlerað og spáð í gjörsamlega ALLT hjá lækninum! Endaði á því að segja honum að það væri sprunga á veggnum hjá honum og að hann þyrfti nú að láta laga þetta! Hann vissi alveg um svona því afi hans væri múraraMEISTARI. Hehehehe læknirinn hló nú bara að þessum litla með brillurnar og hafði gaman af.. En hjartað lítur vel út. Lekinn er allavega ekki meiri en hann hefur verið.

Þá var komið að augnlæknaheimsókn nr.1. Hún kom ekki nógu vel út. Drengurinn sér enn verr. En við eigum eftir að fara aftur og fá nákvæmari mælingu og spyrja lækninn spjörunum úr.... nei ekki alveg...leyfum honum að vera á brókinni.
Næsta heimsókn er næsta miðvikudag og miðvikudaginn þar á eftir fara stóru krakkarnir í klippingu... þannig að hér verður ekki þveginn þvottur fyrr en um miðjan febrúar! Nei, það eru nú ýkjur ;O)

Jæja, komið nóg af þessu pikki (þarf að fara að brjóta saman úr ca einni vél hehe)

14.1.10

Eftir jól

Jæja, það er óhætt að segja að þessi síða hafi verið í ansi löngu jólafríi..
Seinni hluti desembermánaðar var vægast sagt annasamur! Brjálað að gera og jólagjöfum, útskriftargjöfum, brúðargjöf og skírnargjöf reddað korteri í jól, jólagrauturinn fékk að malla allan þorláksmessudag og síðustu gjöfum pakkað inn á sjálfan aðfangadag! Hehehehe, já þessi jólin var allt á síðustu stundu... en þau komu nú samt. Þó að húsmóðirin hafi ekki einu sinni haft tíma til að skúra gólfin eða þvo gluggana ;0)

Strax eftir jólin var flogið austur á Seyðis þar sem hver einasti dagur var skipulagður í þaula. Það fyrsta á dagskrá alla daga var að slappa af... og við gerðum það svo sannarlega.... svona eins og maður getur með þrjá krakkaorma ;o)

Við komum svo heim 3. jan. og þann 4. jan gerðist hið óumflýjanlega: Mamman fór aftur að vinna! Smá hnútur búinn að vera í maganum yfir þessu, en auðvitað var æðislegt að hitta vinnufélagana aftur og móttökurnar voru ekki slæmar.
Dagný er svo búin að vera í aðlögun á ungadeild og gengur bara rosalega vel. Stóru krökkunum finnst þetta svo spennandi að hvern morgun núna fer hele familien með Dagnýju á leikskólann þar sem hún er knúsuð og kysst í klessu í fataklefanum áður en haldið er áfram á næstu deild. Já, það er hægt að segja að litla daman fái konunglega fylgd á leikskólann hehehe. Þetta eru mikil viðbrigði fyrir okkur mæðgur... en líka æðislega gaman (svo gaman að brjóta saman þvottinn á kvöldin núna- því það er eini tíminn sem gefst hehe).

Svo eru komnar nýjar myndir af jólunum... í myndaalbúminu auðvitað ;o)