Dagný vaknaði sveitt eitt kvöldið. Fékk alveg svakalega martröð. Hún var treg að segja frá martröðinni í fyrstu. Mamman og pabbinn orðin smeyk yfir þessum leiða draumi. En svo sagði sú stutta frá draumnum: "Sunna fékk að velja 2 bækur fyrir svefninn en ég bara eina!"
Einmitt. Alveg agalegur draumur!
30.4.13
Martröð
"Vvvvá! Leiðindin í þessu fullorðna fólki hérna!"
Dagný þegar hún átti að fara að sofa en vildi vera frammi.
Kom fram eftir smá stund í rúminu:"mamma ég fékk martröð."
Mamman þreytt á þessu rápi:"nei þú varst ekki einu sinni sofnuð."
D:"E...jú!"
M:"Nei..."
D:"jú þú bara heyrðir ekki í mér sofa!"
M:"nú? Má ég sjá tunguna?"
D:"neibb.."
25.4.13
hárígræðsla?
Sindri er mikið fyrir að fikta í hári. Ef ekki sínu eigin, þá mömmunnar. Stundum gerir hann fast, snýr vel uppá lokka og svona. Óhjákvæmilega verður hárlos við þetta fikt. Nokkur hár höfðu dottið á hvítt lakið í rúminu einn morguninn. Þá heyrist í honum:"oh... Sindi kémma!" (Sindri skemma)
Tekur hann svo hárin og reynir að festa þau við kolluna á mömmunni aftur. ;o)
Gamla konan
Dagný var að setja hárið á sér yfir hárið á mömmunni og segir:"Nú ert þú með ljóst hár!"
Mamman segir:"Já, þegar ég var lítil eins og þú þá var ég með ljóst hár. Ég þarf nú að sýna ykkur myndir af mér þegar ég var lítil".
Bjartur heyrir þetta og segir:"Vá ég nenni ekki að sjá þær myndir. Þær eru ekki einu sinni í lit!"
Mamman:"What?! Víst. Hvað heldurðu eiginlega að ég sé gömul?"
Bjartur:"Þú ert steingervingur!" skellihlæjandi.
Mamman þykist vera agalega móðguð...
Eftir smá stund segir Bjartur:"Hæ Eva".
Mamman: "Eva?"
Bjartur:"já, Adam og Eva!"
Þessi tunga! ....eða: þessi mamma!
Dagný var óþekk. Tók spöng af systur sinni sem var á leiðinni í afmæli. Mamman skipti sér af og segir Miss D að hún megi ekki taka af Sunnu... Þá rekur sú stutta út úr sér tunguna. Mamman skellir henni þá samstundis inní herbergi:"það má ekki ulla á mömmu sína. Komdu fram þegar þú ert tilbúin!"
Miss D er ekki á því að vera eitthvað að skammast sín inní herbergi og vill ekki segja fyrirgefðu þegar hún er beðin um það.
Mamma:"Dæs... Dagný. Maður má ekki ulla á mömmu sína. Það er dónalegt og mömmur verða bara reiðar þegar krakkar ulla á þær".
Dagný:"Sko. Ég var ekkert að ulla á ÞIG. Ég var að reyna að ulla framhjá þér. ÞÚ áttir bara að færa þig!"
Vesen er þetta... maður er bara alltaf fyrir! ;o)
Við höfum áður lent í því að Dagný þurfti skyndilega að viðra tunguna... bara misskilningur hjá mömmunni að taka því sem "ulli"....
1.2.13
þetta þarf ekkert að vera flókið...
Dagný á leikskólanum:,,Mamma, má vinkona mín koma heim með okkur?"