Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

6.7.04

Svefnpurkan ég

Í gær kíktu Dagur, Inga, Máni og Sól í heimsókn. Mamma var reyndar að hitta vinkonur sínar og pabbi var ekkert að stressa sig í að kalla hana heim til að taka á móti gestum þar sem ég sá nú alveg um að skemmta þeim. Þau gáfu okkur burðartösku sem ég og pabbi, aðallega pabbi, erum rosa spenntir yfir og var tekin smá prufukeyrsla á hana í gær og kunnum við mjög vel gripinn. Síðan var nú bara góð nótt hjá mér, ég sofnaði á sama tíma og foreldrarnir eitthvað uppúr miðnætti og fór ekki á fætur fyrr en að ganga sjö í morgun, þannig að þetta var fyrsti langi svefninn minn á nótt, en vanalega vanka ég kl. þrjú og sex =)

Engin ummæli: