Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

31.1.04

Ís"kalt"land

Það er nú gott að vera í mömmumaga þegar að svona kallt er úti. Við komum heim í dag rétt fyrir sjö og þá var pabbi kominn heim. Fjölskyldan fékk sér svo lúr saman í næstum 2 tíma og kvöldmaturinn var í minni kantinum, enda vorum við mamma búin að borða vel í heimsókn okkar til Hlían í dag. Gústaf Bjarni og Emil Gauti voru líka með, en mér tókst ekkert að ná sambandi við þá, verð að bíða þar til ég er kominn úr mömmu þangað til ég get leikið við þá.

Engin ummæli: