Bjartur er nú búinn að vera veikur í nokkra daga... eða nætur eiginlega. Hann er úber hress á daginn, slappast á kvöldin og heitastur á nóttunni. Þannig að mamman (og pabbinn eitthvað líka) er búin að vera sveitt að hafa ofanaf fyrir litla spekingnum... Kubba, teikna, leika alls kyns leiki eftir óskiljanlegum reglum Bjarts og síðast en ekki síst horfa á dvd myndir frá því hann sjálfur var nýfæddur og kjút. "Með lítinn bibba", eins og hann segir sjálfur.
Þegar amma og afi hittu litla manninn í fyrsta skipti var það auðvitað fest á "filmu" og haft með í dvd-myndinni. Þegar hann horfði á það atriði varð hann svaka hissa á því að amma og afi litu nú bara svipað út þá og þau gera í dag, heilum 5 árum síðar... svo kom gullkornið:"Vá! Það er styttra í gamla daga en ég hélt! Amma og afi voru til í gamla daga.....og samt eru þau ekkert svo gömul!
29.10.09
The olden days
25.10.09
Góður sunnudagur
Þessi helgi var spileríhelgi hjá pabbanum á bænum. Best finnst okkur krökkunum að fara þá á morgnana eitthvað í heimsókn og vera aðeins framyfir hádegi svo hann fái frið til að sofa gamli kallinn.
Laugardagurinn hófst á dansæfingu hjá Sunnu. Svo var komið heim og klárað að klæða restina af krökkunum og allir drifnir í heimsókn til Emils Gauta og Gústafs Bjarna. Þar var leikið og leikið... nema Sunna sofnaði í sófanum og Dagný var sett útí vagn fyrir lúr nr.2 þann daginn. Þegar við komum svo heim kúrðu Bjartur og mamman yfir einni Mikka mús mynd og svo var strollan klædd aftur og í matarboð til ömmu og afa. Þar var á borðum dýrindis hreindýrabollur og allt tilheyrandi. Bjartur át manna mest enda kjötbollur uppáhaldsmaturinn hans. Auðvitað fékk svo prinsinn að vera eftir hjá ömmu og afa í dekri og bara tvær prinsessur sem fóru að sofa hér heima það kvöldið.
Í dag, sunnudag, biðum við eftir að Dagný kláraði morgunlúrinn svo við gætum farið að sækja Bjart. Hún svaf þá alla leið til hádegis, bara svona af því að maður var að bíða ;o)
En þegar hún vaknaði drifum við stelpurnar okkur til ömmu og afa að sækja drenginn. Eftir nokkrar skálar af CoCo puffs gátum við drifið okkur aftur heim að leika. Enduðum svo á því að baka tvöfalda uppskrift af amerískum pönnukökum og þær étnar jafnóðum með vel af sýrópi.... eða sí-rop (eins og að ropa) eins og Bjartur segir.
Svo er búið að mála, lita og teikna gommu af listaverkum og leika heilu ævintýrin með Músahúsið.
21.10.09
Sunna 3 ára
Það var svo gaman hérna eldsnemma í morgun! Okkur tókst nú ekki að vekja afmælisbarnið- hún vaknaði sjálf við umganginn í pabba og Bjarti þegar þeir voru að ná í afmælisgjöfina hennar. Gjöfin var auðvitað rifin upp og allir krakkarnir þvílíkt spenntir yfir henni. Það sem leyndist í pakkanum var Músahús Mikka og allar fígúrurnar (Mikki mús, Minna mús, Guffi, Andrésína, Andrés, Dúlli, Hjálparhöndin og Plútó).
Þið getið alveg ímyndað ykkur hvernig það var svo að klæða liðið og reyna að fá þau til að fara í leikskólann! En, jújú. Það hafðist að lokum. Sunna auðvitað spennt að mæta í kjól og fín og fá kórónu og baka köku. Bjartur fór með bindi í tilefni dagsins.
Í kvöld verður boðið uppá uppáhaldsmatinn hennar Sunnu, sem er pasta og hvítlauksbrauð. Svo verður auðvitað fondue í eftirrétt.
12.10.09
Afmæli, afmæli
Þá er Dagný okkar orðin 1 árs. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta ár er búið að líða hratt! Þegar hún kom í heiminn vorum við búin að búa okkur undir að það yrði sko meira en nóg að gera og héldum að við gætum bara varla ráðið við þetta allt saman. En þessi stelpa er eitt það rólegasta barn sem við vitum um... Alltaf eins og ljós, enda kannski ekki annað hægt með tvö ung eldri systkini... Svo er hún alltaf með bros á vör og hvers manns hugljúfi.
Hún var sko flott á afmælisdaginn. Labbaði alveg úr eldhúsinu og inní hol (svaka vegalengd sko, hehe) Hún er nú búin að vera að dunda sér við það að labba svona síðustu daga og alltaf sleppt sér meira og meira, en þegar maður er orðin eins árs þá er ekki hægt að vera eitthvað að passa sig of mikið. Og núna röltir skvísan bara um glöð og ánægð með sig. Verður ábyggilega fljót að fara að hlaupa bara.... svona til að geta verið með krökkunum.
Eitthvað vorum við foreldrarnir í vandræðum með hvað ætti að gefa litlu dömunni í afmælisgjöf en það vandamál er nú leyst. Stelpan verður að eiga dúkkukerru eins og stóra systir fyrir dúkkuna sem Helgamma gaf henni. Þá verður sko hægt að fara í göngutúr!
Dúkkan fékk nafnið Ella um leið og Dagný sá hana. Hún var að heilsa henni og sagði "halló" á sínu barnamáli. Stóru krakkarnir tóku því strax sem að Dagný vissi hvað þessi dúkka héti, og hún héti Ella. Svo núna segir Dagný alltaf Ella, Ella við dúkkuna en enginn veit hvort hún er að heilsa eða hvað?? Hehehehe...
Svo styttist nú í að Sunnasól eigi alvöruafmæli þó svo að búið sé að halda veisluna... En hún fær að halda aftur afmæli hér heima með okkur, fær pakka frá fjölskyldunni og svona og svo auðvitað afmælisdag í leikskólanum. Það er nú meira sportið og svo æðislegt að sjá montnu afmæliskrakkana eiga sinn dag á leikskólanum sínum, með kórónu og allt... svona aðalnúmerið í einn dag ;o) Það á nú vel við hana Sunnu.
Það koma vonandi fljótlega inn myndir úr afmælinu.. Pabbinn sló persónulegt met í myndatökum því það þurfti að taka svo margar myndir til að við gætum almennilega fylgst með (svona eftirá) hver gaf hvaða systur hvað....