Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

31.1.04

Ís"kalt"land

Það er nú gott að vera í mömmumaga þegar að svona kallt er úti. Við komum heim í dag rétt fyrir sjö og þá var pabbi kominn heim. Fjölskyldan fékk sér svo lúr saman í næstum 2 tíma og kvöldmaturinn var í minni kantinum, enda vorum við mamma búin að borða vel í heimsókn okkar til Hlían í dag. Gústaf Bjarni og Emil Gauti voru líka með, en mér tókst ekkert að ná sambandi við þá, verð að bíða þar til ég er kominn úr mömmu þangað til ég get leikið við þá.

22.1.04

Ammæli

Fór með mömmu í afmæli í kvöld. Það er bara langt síðan ég hef hitt pabba, alltaf eitthvað á ferðinni með mömmu. Hittum hann nú aðeins áðan, þá var hann að koma úr innkaupaleiðangri, var að kaupa fullt af DVD myndum, reyndar bara eina teiknimynd, Ice Age, en hún er reyndar ekki með íslensku tali þannig að ég hef ekki gaman af henni alveg strax. Linda sá myndirnar af mér og hún segir að ég sé strákur.

21.1.04

Mamma veik?

Mamma var heima í dag. Hún var með hausverk og engan vegin gat hún farið í vinnuna í morgun, þannig að við áttum rólegan dag. Síðan hresstist hún með deginum og farið var í gönguferð og klippingu. Pabbi sótti okkur við fórum öll heim. Síðan var farið á kaffihús....aftur...með stelpunum...ég sem ætlaði að eiga rólegt kvöld. En nei. Það kom ekki til greina að hittast heima hjá mér og hafa það huggó...ó nei, það þarf að gellast niðri miðbæ Reykjavíkur, annað er nú ekki kellingum sæmandi. Ég skil ekkert í þeim.

20.1.04

Ný föt

Mamma var að versla ný föt, og á morgun er farið í klippingu. Það mætti bara halda að ég væri á leiðinni í heiminn í næstu viku, mín að gera sig fína og alles. En það er nú bara rólegt hjá mér, dunda mér við að snúa mér og svona, en þetta er nú aðallega að hvíla sig og stækka í rólegheitunum.

12.1.04

Reykjasvæla...

Var ekki farið með mig á kaffihús í gær...það sem kellingarnar hafa gaman að því að hittast og kjafta og kjafta og kjafta og...og ekki er hægt að hittast í heimahúsi...nei það væri allt of saumaklúbbslegt...og ekki vilja þær viðurkenna það. En það er nú eitt að lifa við stanslaust kjaftið í þeim, en að bæta tóbaksreyk kaffihússins ofan á það er ekkert sérlega skemmtilegt. Á meðan sat pabbi heima í tölvunni að skoða kvikmyndatökuvélar, en það er verið að undirbúa komu mína í heiminn og stórstjarnu eins og mig verður að mynda í bak og fyrir, enda er spurning hvort að ævisagan verði ekki gefin út fyrir 1 árs afmælið. Hún gæti borðið titilinn "Barn B&L" eða "Bloggari í maga mömmu" og undirtitillinn væri "Barnið sem gat ekki beðið eftir að komast út" eða "Hvort kynið er ég?". Aldrei að vita hvað maður tekur uppá í ellinni, þ.e. eftir um ár, þá gæti nú ævisagan litið dagsins ljós...en ætli það verði ekki lengra í skáldsöguna.
Ótengt þessu þá var rosalega gaman hjá mér í gær að skoða magann á mömmu, ég fór í heljarinn leiðangur í hægri hluta magans og tókst að koma mér fyrir þar, og þá var vinstri hlutinn alveg tómur, þannig að ég vildi nú ekki hafa hann útundan og fór fljótlega aftur til baka, en skemmtilegt ferðalag þrátt fyrir það...um að gera að nýta tímann á meðann plássið er nóg.

7.1.04

Læti í gær

Það voru nú meiri lætin fyrir utan hjá okkur í gær. Einhverjir nágrannar að skjóta upp flugeldum á þrettándanum í sundinu á milli blokkanna og það réð allt á reiðiskjálfi á meðan þessu stóð. Meira að segja ég fann fyrir titringnum í maganum á mömmu. Mamma var eitthvað lengi að sofna í gærkvöldi, fór og fékk sér heitt kakó um nóttina og ég þrufti nú ekkert á því að halda...mér var alveg nóg heitt í maganum undir sænginni...en ég fæ nú litu að ráða...enn!
Pabbi var ekkert betri, hann var að lesa einhverja ruglubók, Herra Alheim, það ætti nú ferkar að vera Herra Ég, en hann fór víst ekki að sofa fyrr en 3 í nótt og var svoldið eftir sig í morgun. Ég hafði það samt náðugt, enda er maður alveg búinn á því eftir öll spörkin þessa dagana.