Bjartur er stundum leeeeengi að sofna ;o)
Reglulega spyr hann hvernig hann eigi eiginlega að fara að því að sofna... Þá er svarið alltaf:,,Loka augunum lengi og hugsa um eitthvað fallegt."
Eitt kvöldið gat gáfnastrumpurinn ekki sofnað, kemur fram og spyr hvernig hann eigi að sofna.
Mamma:,,Lokaðu augunum bara. Og hafðu þau lokuð. Ertu alltaf að gleyma þessu?"
Bjartur:,,Já! hvernig á maður alltaf að sofna?"
M:,,Maður hefur bara augun lokuð og hugsar um eitthvað. T.d. það sem maður gerði í dag eða eitthvað fallegt og gott. Áður en maður veit af þá er maður bara sofnaður og farinn í draumaheima."
B:,,Þú getur samt ekki sagt það. "Áður en maður veit af" Af því að maður veit ekki af því þegar maður sofnar..."
Stundum er þessi krakki of klár fyrir mömmuna....
8.8.10
Að vita og ekki vita
Dýr eða dýr?
Nú þegar Bjartur fer ekki lengur með okkur mæðgum í leikskólann fylgjum við honum niðrí skóla á leikjanámskeiðið... svona þegar pabbi getur ekki farið með honum. Á leiðinni þangað síðast fórum við framhjá voða flottu einbýlishúsi með flottum palli fyrir utan. Þá segir Sunna:,,Þarna er heitapottur."
Mamma:,,Já, er það?"
S:,,Já því það er pallur."
Þá segir Bjartur:,,Mamma, er þetta dýra húsið?" (Raðhús sem við skoðuðum einhvern tímann í þessari fasteignaleit okkar, og var með potti á pallinum)
M:,,Nei."
S:,,Jú, ef maður setur dýr inní það!"
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)