Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

24.11.06

Skírnin mín

Sunnudaginn 19. nóvember síðastliðinn gekk í garð með látum. Þegar Bjartur og pabbi fóru fram sáu þeir fullt af snjó úti. Þeir fóru á Víðistaðatún að renna og þá skall á blindhríð þannig að pabbi þurfti að halda á Bjarti heim og draga sleðann. Nokkur stopp voru tekin á göngunni í óveðrinu en heim komust þeir feðgar á endanum. Allt var meira og minna ófært og fór pabbi um hádegið út að sækja skírnarkökuna mína. Það tók hann góðan tíma að komast af bílastæðinu og festist hann fjórum sinnum á leiðinni. Á endanum komst hann heim og með dugnaði tókst að koma öllu tilheyrandi og gestum í tæka tíð fyrir skírnina kl. 15. Henný frænka spilaði á fiðlu og síðan spilaði Þröstur undir í skírnarnarsálinum. Bragi prestur skírði mig alveg eins og hann skírði Bjart stóra bróður heima hjá okkur í stofunni. Mömmu hafði dreymt að ég átti að fæðast á sunnudegi og þaðan kom upphaflega hugmyndin af nafninu mínu. En einnig þegar pabbi var á leið til Vestmannaeyja um daginn var hann á Þorlákshöfn og sá þá tvo húsbíla sem voru merktir, annar hét Bjartur og hinn Sunna :)
Hérna má sjá boðskortið í skírnina mína ;)
-Sunna

16.11.06

Bráðum fær systa nafn

Systa litla fær nafn um helgina og höfum við fengið góða hjálp frá vinum og vandamönnum. Ég er nú ekki alveg búinn að samþykkja og vil bara að hún heiti "systa"!
Systa er rosalega dugleg að sofa og búin að stækka helling síðan hún kom fyrir þremur vikum. Sumum finnst hún vera alveg eins og ég, sumum alveg eins og pabbi og öðrum alveg eins og mamma. Ég held að hún sé bara góð blanda af okkur öllum ;)
Pabbi setti loksins inn nýjar myndir og hægt er að sjá þær á myndasíðunni okkar. Þarna eru myndir af mér að tromma uppí æfingarhúsnæðinu hans pabba, en við feðgar höfum farið nokkrum sinnum uppeftir og leyfði Siggi( sem trommar í hljómsveit með pabba ) mér að spila á trommurnar. Pabbi leyfir mér samt bara að nota bjuða( ímyndaðu þér trégrillpinna bundna saman ) þ.s. þá eru ekki jafn mikil læti í mér þegar við erum að spila og æfa okkur.
Ég bíð spenntur eftir að snjórinn komi svo ég geti farið út á sleða að renna með pabba. Hélt hann myndi koma um daginn. Það snjóaði smá og pabbi sagði að kannski kæmi meiri snjór daginn eftir. Hann var líka eitthvað að tala um að það gæti komið rigning og tekið snjóinn en ég hlustaði ekki á það. Stökk á fætur daginn eftir og við feðgar litum út um gluggan og þá var enginn snjór. Ég var frekar leiður og fór næstum að gráta því mig langaði svo mikið að fá mikinn snjó. Helgamma er víst búin að fá fullt af snjó á Seyðisfirði og kanski kemur hún með hann með sér á morgun ;)
-Bjartur

12.11.06

Nýjar fréttir...

Jæja, það er nú ekki hægt að segja að maður sé duglegur að skrifa inn fréttir og setja inn myndir... :o/ en það komu þó loksins nýja myndir inn í dag ;)

Maður fer eiginlega bara hjá sér þegar maður sér hvað maður var virkur í þessu þegar Bjartur var lítill.... Nýtt myndaalbúm í hverri viku og svona.... ehemm... Ekki alveg að standa okkur með dótturina. Okkur til varnar- þá er meira að gera núna.. Þegar Bjartur var lítill höfðum við greinilega ekkert að gera ;o)

Annars er hún Sunna litla algjört sólskinsbarn. Hún bara sefur allar nætur og drekkur vel og þyngist vel og er farin að brosa til okkar og hjala smá. Við skiljum ekki alveg þennan þroska því hún er alltaf sofandi hehe. Bjartur stóri bróðir er voða góður við hana og vill helst alltaf kúra með hana. Hann á þó stundum alveg sín frekjuköst og sýnir okkur stæla... Maður er líka bara tveggja... Það sem hefur hjálpað honum (og okkur) mikið eru elsku amma og afi. Þau eru nú alveg ómissandi fyrir svona litla gutta.... Og ekki séns að mamma eigi hann- AFI á hann! og hana nú! Samt er maður nú ansi mikill mömmustrákur þessa dagana.

Við erum ennþá alveg bit yfir allri hjálpinni fyrir skírnina. Þetta er alveg ómetanlegt! Að eiga svona góða fjölskyldu og vini! Þúsund þakkir til ykkar allra :o* Dagur áttaði sig alveg á þessu eftir veisluna- hann sagðist ekkert ætla að þakka Loga fyrir sig- eina sem hann gerði var að hleypa sér inn! Hehehe og það var alveg rétt. Við gerðum minnst...
Þetta var afskaplega vel heppnað fannst okkur. Þröstur og Henný spiluðu listavel, kræsingarnar voru æðislegar og gestirnir frábærir ;o) Þetta leit nefnilega ekki vel út á sunnudagsmorguninn. Þvílíkur snjór allstaðar og pabbinn fastur á planinu fyrir framan bakaríið, afinn og amman komust ekki úr bílageymslunni og þar fram eftir götunum.... Við sáum fram á að fresta þessu bara... en þetta hafðist. Stelpan fékk nafnið sitt og eru bara allir ánægðir með það. Hún fæddist á fyrsta vetrardegi, var skírð þegar fyrsti snjórinn kom (og ekkert smá af honum) og hún heitir Sunna- ekki Snæfríður hahaha...

10.11.06

Elsku vinir og vandamenn

Takk fyrir allar kveðjurnar sem þið hafið sent okkur í símann, á síðuna og gegnum aðra vini og kunningja!! Þið eruð æðisleg og gaman að vita af svona stórum hópi í kringum okkur. Þúsund kossar til ykkar til baka ;o) :o* Þúsund þakkir líka fyrir hjálpina við nafnavalið.... það gengur samt hægt að velja nafn á svona litla sæta stelpu... Hvað er eiginlega nógu flott fyrir hana?? ;o) Það hlýtur þó að vera hægt að finna fallegt nafn en þangað til er hún kölluð Systa... Nú er Systa orðin vikugömul og allt gengur eins og í sögu. Hún er voða dugleg að drekka og þyngjast og er vær og góð. Aðalmaðurinn á heimilinu er líka duglegur en maður á bágt með sig stundum.... Ekki gaman að hafa allt í einu lítinn krakka hangandi á brjóstinu á mömmu þegar hún Á að koma í fótbolta! En samt gætir hann litlu systur eins og sjáaldurs augna sinna... hendir dóti- en Systa fær að vera í friði. Það hjálpar líka að eiga svona flottan pabba sem er til í að gera ýmislegt með manni- og ömmu og afa sem eru alltaf tilbúin til að hjálpa. Þannig að maður á nú ekki svo mikið bágt....er ennþá PRINSINN þó að lítil prinsessa hafi bæst við ;o)

5.11.06

Erfiður dagur

Ég gisti hjá ömmu&afa í nótt sem mér þykir alltaf gaman. Ég vaknaði nú reyndar og vissi ekkert hvar ég var staddur, en það var allt í lagi þegar ég áttaði mig á því að afi&amma voru hjá mér. Við afi mættum of seint í íþróttir í Haukahúsinu í morgun ... við gleymdum okkur í bókalestri ;)
Fór með mömmu í afmæli til Júlíu Kristínar og það var rosalega gaman. Pabbi var heima með systu. Vitiði hvað Júlía Kristín er orðin rosa stór, miðað við litlu systur þá er hún alveg að vera fullorðin ;) Í afmælinu fékk ég pizzu og hitti Emil Gauta og Gústaf Bjarna vini mína, við vorum í boltaleik og Gústaf Bjarni er svo sniðugur að ég hló endalaust mikið =)
Þegar við mamma vorum á leiðinni heim sofnaði ég. Rankaði við mér þegar pabbi var að halda á mér inn í rigningu og roki og var ekki alveg sáttur. Lék mér svolið og svo fór ég í bíltúr með pabba. Sofanði aftur og vaknaði þegar pabbi hélt á mér inn í sama leiðindaveðrinu. Var hundfúll þegar inn var komið og ekki í skapi fyrir neitt. Ma&pa héldu að ég væri að verða lasinn, en ég var bara pirraður. Þegar ég var fullvaknaður var ég kominn á fullt í hopp&skopp um íbúðina og fór seint að sofa því það var svo mikið að gera ;)
-Bjartur

4.11.06

Pabbi nuddari

Bjartur stóri bróðir fór til afa&ömmu að gista í nótt, en hann og afi ætla að fara í íþróttaleikskólann í fyrramálið. Þau( og Valgeir ) komu í Logapizzu í kvöld og Bjartur vildi endilega fara og gista hjá þeim. Ég var nú óskaplega þreytt og vildi helst bara sofa í allt kvöld, en ég samþykkti á endanum að kíkja í smá mat. Fékk nudd hjá pabba að vanda og verð að segja að ég farin að kunna svoldið vel við það...sérstaklega þegar pabbi nuddar bakið. Það fannst mér rosa gott í kvöld. Lét bara fara vel um mig á maganum og pabbi nuddaði mig vel og lengi. Ma&pa voru alveg gáttuð á því hvað mér þótti þetta gott. Síðan fékk ég mér vel að borða og hélt áfram að sofa...er svoldið letidýr ;)

2.11.06

Allir í golfi í útlöndum

Amma sagði Bjarti að Katrín vinkona hans væri flutt til Svíðjóðar og hún hefði farið þangað með stóru flugvélinni.
Já, að spila gólf svaraði Bjartur ( en amma&afi voru nýkominn úr gólfferðalagi )

Fyrst á réttunni...

Sunna var að sveifla höndunum og Bjartur að fyglast með henni og sagði Hún er að gera fyrst á réttunni og svo á röngunni.