Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

13.12.04

Rosa stór!

Ég er núna búinn að læra að sýna hvað ég er stór og held barasta að foreldrar mínir ætli alveg að springa úr stolti yfir þessu! Ég er víst voða mikil dúlla þegar ég lyfti litlu höndunum mínum upp fyrir haus- eða eins langt og ég næ... svo held ég þeim alltaf saman og kíki á milli þeirra. Þetta er alveg garantí fyrir rosalegum fagnaðarlátum. Stundum lyfti ég höndunum þó ég sé ekki beðinn um það, bara til að athuga viðbrögðin hjá gamla settinu, og það er alveg sama hversu oft ég geri þetta í röð- alltaf fæ ég klapp og "vei" að launum. Maður kann sko að stýra þessu liði!

Engin ummæli: