Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

12.5.04

Er ég strákur?

Mömmu dreymdi fæðinguna og nú er allt komið á hreint samkvæmt þeim draumförum. Ég verð strákur og mun koma í heiminn þann 4. júní, verða 4020 gr. og rétt yfir 50 cm. Þegar að mamma komst að því að það eru 16 merkur var hún ekki alveg jafn til í það og áður, en nú er bara að sjá hversu sanndreymin hún er =) Helga amma hefur verið á því að ég sé stelpa en hún sagði líka að kanski væri ég bara svona séð(ur) að vera strákur, því bæði hún og mamma myndu alveg missa sig í innkaupum á stelpudóti...a.m.k. missa sig meira heldur en ef ég er strákur :)

Engin ummæli: