Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

15.11.04

Annasöm helgi

Jæja, þá er enn ein helgin liðin! Það var sko mikið að gera hjá okkur fjölskyldunni um helgina. Á föstudaginn fórum við í Ædol-partý til Lilju ömmusystur (hehehe gamla konan er 31 árs) og Tóta og Svölu. Mér finnst alltaf gaman að fara þangað þar sem eru krakkar en ég var nú ekki neitt spes hrifinn af nafna mínum, honum Lubba páfagauk! Held ég hafi náð mér í fuglafóbíu.... Ég er svo mikið "ljónshjarta" að mér bregður svo svakalega þegar hann byrjar að fljúga um. Á laugardaginn fengu ma&pa matargesti- skötuhjúin Hörpu&Guðjón. Þau þurfa alltaf að hittast reglulega og spila Catan. Ég svaf bara á mínu græna á meðan þau spiluðu.... Svo í gær, sunnudaginn, fékk gamla settið aftur matargesti! Pabbi eldaði voða gott læri fyrir Magna, félaga minn, og Eyrúnu kærustuna hans. Þau gáfu mér pakka- rosa gæjaleg föt. Mér fannst það svakalega sætt af þeim. Magni var líka svo duglegur að leika við mig- held að hann væri alveg til í að eiga svona strák eins og mig ;o) Mér finnst hann líka rosa flottur- hann er hljómsveitagæi og með alveg eins hár og ég! Svo fékk ég loksins pabba til að setja inn myndir í gærkvöldi. Þær eru auðvitað í myndaalbúminu mínu ef þið viljið kíkja;o)

Engin ummæli: