Þá er hlaupabólan mætt á svæðið. Bjartur er orðinn frekar skrautlegur. Hann er reyndar einum of hress, þetta virðist ekki fara illa í hann... ennþá. Hann er ekki með hita og er svekktur yfir að vera "talinn" lasinn ;o) Má ekki fara á leikskólann þegar það er svo mikið skemmtilegt í gangi.
Sunna smitast án efa fljótlega og vonandi fyrr en seinna því það styttist nú í jól...
Pabbinn á bænum fór útúr bænum. Hann er að fylgja Emil afa okkar til grafar og kemur aftur heim á sunnudaginn. Þá á hann afmæli og það verður að baka flotta köku fyrir hann. Hann verður glaður með það. Hver veit nema að hann fái eins og einn-tvo pakka líka;o)
Gestabókin okkar er biluð....en það má alveg kommenta í staðinn ;O)
7.12.07
Hallo?
28.11.07
Kórastarf
Það hefur verið stofnaður nýr kór í Hafnarfirði- Hóstkórinn. Æfingar eru á Hjallabraut... meðlimir koma sér ekki saman um æfingatímann. Yngsti meðlimurinn vill t.d. helst æfa á nóttinni. Það hefur ekki fengið góðar undirtektir. Versta er að þessi yngsti meðlimur er einnig sá þrjóskasti.....Fólkið er svona farið að segja sig smátt og smátt úr kórnum en þessi yngsti er enn að þrjóskast við þannig að ljóst er að kórinn verður eitthvað starfandi áfram. Farið verður í tónleikaferð austur á Seyðisfjörð um helgina. Þangað fara allir kórfélagar nema einn... og sú ætlar að njóta þess ;o)
14.11.07
Rólegheit
Mamman á heimilinu á alltaf frí á miðvikudögum og þá er lífinu sko tekið með ró. Rosalega gott að dúllast bara á náttfötunum heima- kíkja svo kannski á krakkana á leikskólanum í smá stund (á meðan mamman fer í búð og svona).
Í dag ætlum við ekki einu sinni að nenna því-ætlum bara að knúsast í allan dag. Sækjum svo pabbann í vinnuna og þá verður gleði! Sérstaklega hjá pabbastelpunni- pabbi er nefnilega búinn að vera tvo daga í burtu.
Sunna þýtur áfram í þroska núna, farin að tala heilan helling. Segir nafnið sitt "Nnna" og hans brósa: "Bahbbu" og svo auðvitað mamma og pabbi, súpa, namm namm, DUDDA, dótið, voffi, bíbí, labbilabb, og margt margt fleira. Hún er líka alltaf að æfa sig í töltinu- nálgast brokk og skeið og fimmganginn (eða hvað þetta heitir allt saman).
Bjartur er nú agalega töffaralegur með brúna framtönn :o( Mamman sko ekki sátt við svona töffaraskap- en sættir sig við að þetta sé "bara" barnatönn. Hún dettur :o/
Hann er alltaf til fyrirmyndar á leikskólanum og móðgast bara hryllilega ef einhver vogar sér að segja annað- eða bara spyr hann hvort hann ætli að vera stilltur! Hann er sko alltaf að vanda sig. Um daginn spurði einn kennarinn hvað hann ætlaði að vanda sig við við matarborðið í dag- var búin að spyrja nokkra krakka um það sama. Nema okkar maður bara sármóðgaður, fór að grenja og sagði:,,Ég ætla að SEGJA útaf þér við mömmu"!! Gott að hafa mömmu bara í næsta nágrenni hehe... Og "segja útaf þér" er víst einhver leikskólamállýska núna...eins og na-na-na bú-bú (í staðinn fyrir liggaligga lá). Tímarnir breytast og börnin með ;o)
Kveðjur,
Bahbbu og Nnnna
29.10.07
Sunna göngugarpur
Sunna litla sem ætlaði aldrei að nenna að læra að standa upp er nú bara farin að rölta um með dúkkukerru! Já, góðir hálsar, hún er nú frekar fyndin svona lítil á töltinu bara hehe. Hún er nú smá óörugg ennþá og þessi kerra er með stífum dekkjum þannig að hún er með góðan stuðning (þýtur ekkert áfram)...en það eru allir að rifna af stolti hérna á Hjallabrautinni! Litla skottan... Svo er hún farin að segja svo mörg orð og syngur afmæli í dag- það eru svo margir krakkar búnir að eiga afmæli núna í október hehe.
Bjartur er líka bara spakur.... alltaf glaður á leikskólanum og vill helst ekki koma heim. Hann var svo mikið glaður þegar Helgamma kom í heimsókn um daginn að hann var bókstaflega hoppandi glaður! Og hann varð líka alveg voðalega leiður þegar amma fór heim aftur....Helgamma saknar líka Tralla litla.
Læt fylgja með nokkur gullkorn frá því í sumar:
Þegar familían fór til Gautaborgar var tekinn bílaleigubíll á flugvellinum og mamma og pabbi rýndu í kort með leiðbeiningum til að komast heim til Palla og Erlu. Það gekk ágætlega að rata og við komumst á áfangastað. Þegar farið var í bæinn eða tívolí eða bara eitthvað á bíl leiddu Palli og Erla okkur áfram og keyrðu á undan okkur. Bjartur hafði miklar áhyggjur af því að við myndum missa af Palla því við rötuðum nú ekki neitt í þessu landi! Við sögðum honum að láta bara okkur um þetta- og við myndum ekkert missa af Palla.... Okkar maður var þá búinn að pæla aðeins í þessu því hann sagði:
,,Ef við missum af Palla þá förum við bara á flugvöllinn".
Mamma:,,Eigum við þá bara að fara heim?"
Bjartur:,,Nei við rötum af flugvellinum!"
--Ekkert smá klár!
Einn daginn fórum við í picknic í Gautaborg. Bjartur týndi marga köngla í fötu sem hann vildi endilega hafa með heim til Palla og Erlu. Hann hélt á fötunni vandræðalaust en þegar við fórum niður stóra malarbrekku þurfti hann báðar hendurnar til að halda jafnvægi.
Mamma:,,Á ég að halda á könglunum fyrir þig niður brekkuna?"
Bjartur:,,já."
Þegar við vorum komin niður segir Bjartur:
,,Mamma, þú segir ekki "halda á könglunum". Þú átt að segja:"halda á FÖTUNNI" því könglarnir eru í fötunni!"
---Hvað getur maður sagt? Hann hefur furðu oft rétt fyrir sér drengurinn....
21.10.07
Sunna 1 árs
Takk fyrir daginn allir!!
Það var gaman að fá ykkur.
Okkur finnst ótrúlegt að litli Sunnulingurinn okkar skuli vera orðin eins árs!!!
von á myndum bráðlega
11.10.07
Mikið flýgur tíminn hratt!
Manni leiðist þá ekki á meðan.
Síðustu helgi voru gríslingarnir á heimilinu settir í pössun. Mamman og pabbinn fóru á árshátíð hjá Umferðastofu alla leið á Selfoss. Amma og afi komu á Hjallabrautina til að passa- enda ekkert vit í öðru, það er svo mikið sem fylgir svona litlum krakkaormum!
Mamma og pabbi komu heim á sunnudeginum (pabbi svoldið lúinn í hnjánum -hehe) og fóru að spyrja Bjart hvort hann var stilltur hjá ömmu og afa:
Ma&pa:Var ekki gaman að hafa ömmu og afa til að passa ykkur?
Bjartur: Jú.
Ma&pa:Varstu stilltur?
Bjartur: Já..... Ég klemmdi ekki Sunnu. (með afar sannfærandi röddu)
Ma&pa:Nú?
Bjartur: Nei. og hún fór ekki að grenja (áfram mjöööög sannfærandi)
Ma&pa: Ok....Hvar meiddi hún sig?
Bjartur: Æ.... Bara hérna á hurðinni í herberginu mínu...
Búinn að koma upp um sig hehehe
Svo var farið í afmælisveislu hjá flottustu stóru frænkunni.
Gott í bili..
2.10.07
Velkomin aftur
Þá erum við komin aftur eftir langt frí og bara komin á nýjan stað hér í netheimum. Við skulum sjá hvernig okkur gengur að halda þessari síðu gangandi en eins og þið hafið kannski tekið eftir, þá var hin síðan ýmist inni eða úti og það var frekar pirrandi!
Margt hefur verið brallað síðan síðast en við nennum ekki að fara að telja það allt upp.... þið verðið bara að skoða myndirnar ef þið hafið áhuga- það er nú bara skemmtilegra líka ;o)
Nú eru allir orðnir svo stórir hérna á Hjallabrautinni- Sunna verður bráðum eins árs og Bjartur að verða unglingur hehe... Það gengur vel á leikskólanum hjá öllum- mamman er á Kanínudeild, Bjartur á Bangsadeild og Sunna á Ungadeild. Því miður er ekki tölvudeild fyrir pabbann á leikskólanum ;o) Hann keyrir ennþá til Reykjavíkur í vinnuna en við hin stökkvum bara yfir garðinn og lífið er mun einfaldara fyrir vikið.
10.8.07
Talar tölvumál
Þegar Sunna byrjaði á leikskólanum heyrðist hún segja að vanda "Dílú dúlú dílú dúlú". Fóstrunar sögðu að hún talaði tölvumál.
5.6.07
Bjartur afmælisstrákur
Dagurinn byrjaði snemma hérna á Hjallabrautinni. Bjartur vaknaði um 7 og kom og vakti mömmu og pabba. Þau voru hissa á að hann hafði ekki séð pakkana tvo sem biðu hans fyrir utan herbergið hans. Eftir smá kúr í mömmu og pabba rúmi fóru allir fram og Bjarti sýndir pakkarnir. Þá hafði hann alveg séð þá en vildi spyrja um leyfi til að opna þá hehe.... svo kurteis drengurinn.
Pakkinn sem var bleikur var frá Sunnu systur. Hann var vel skreyttur með körfuboltalímmiðum. Í honum var DVD- Bubbi byggir. Í rauða pakkanum (rauður er besti og flottasti liturinn og Haukar eru rauðir) var skemmtilegt þrautaspil frá Helgömmu- eða Electro.... þið kannist við það, kviknar á ljósi þegar maður gerir rétt ;o)
Svo var afmælisdrengurinn klæddur í föt og drifinn á leikskólann. Þar beið Sigga besta með afmæliskórónu handa honum og svo fékk hann að baka afmælisköku og skreyta. Allir krakkarnir sungu svo afmælissönginn í kaffitímanum. Mamma kom á bílnum að sækja strákinn, síðan var pabbi sóttur í vinnuna og restin af deginum var í höndum Bjarts. ,,Þú mátt alveg ráða núna!" Hann vildi fara heim. hehehe... Heim að spila "ljósaspilið". Allt í lagi með það- heim var farið.
Afmæliskvöldverðurinn var fiskur á "Stælnum" og komu amma og afi með. Dagurinn endaði svo heldur betur vel því Bjartur fékk gjöfina sína frá ömmu og afa þegar heim var komið. Leiftur McQueen bílabraut!!! Vá hvað strákurinn var ánægður- og æstur ;o)
Svo var úðað í sig ávöxtum með súkkulaði (uppáhaldið), Leiftur svæfður í bílabrautinni og lesin kvöldsaga..... Hamingjusamur 3 ára stór strákur sefur nú vært í rúminu sínu og getur ekki beðið með að vakna og leika með bílabrautina.... sem hann ætlar að gera á hverjum degi! Alltaf. Hhehehehe bara yndislegt að sjá litla manninn svona í skýjunum...
Sunnulingurinn er alltaf við það sama: Alltaf brosandi ánægð með lífið. Dagurinn í dag var sérlega skemmtilegur! Hún fékk nefnilega óskipta athygli tveggja myndardrengja: Gústaf Bjarni og Emil Gauti voru að passa dömuna. Þegar þeir voguðu sér að snúa sér að öðru en henni gaf hún frá sér kvarthljóð: Hey! Hvert eruð þið að fara!? Entertain me!!!!
Þeir eru líka heillaðir og ætla að passa aftur á morgun. Þegar þeir fengu að vita það heyrðist:,,YESSSS" í þeim ;o) Svo rukka þeir mömmu sína reglulega um svona litla stelpu hehehe, ótrúlega sætir! Og Begs! Þú ættir nú að láta þetta eftir þeim ;o) þeir biðja svo fallega.
Jæja, afmælisveislan verður svo á sunnudaginn- sjáumst þá! :O) :O)
P.s. Afmælisboðið mitt
31.5.07
Bjartir dagar, hundur og bóndi
Halló allir.
Þá erum við búin að skreppa aðeins í smá frí til Seyðis.... Þar var alveg yndislegt að vera eins og alltaf og dekrað við okkur eins og hægt er. Veðrið hefði mátt vera betra- maður er alltaf svo kröfuharður hehe. Við gátum ýmislegt brallað á þessum stutta tíma: Fórum í sund, heimsóttum Ara Björn og nýja bróður hans, bökuðum köku, hittum hund sem heitir Bjartur, lékum úti- Bjartur fékk að sulla og hjálpa afa í garðinum og svo þegar það var kominn tími til að fara heim kom sólin! Já, frekar fúlt! Næst þegar við förum austur ætlum við að keyra og bíða bara eftir góða veðrinu! Ekki vera að fara í flug akkúrat þegar sólin skín (eins og vanalega).
Í dag fórum við öll saman á Bjarta daga. Brúðubíllinn var fyrir utan bókasafnið og Lilli api og hákarlinn Halli og bóndi sem hét Bjartur! Alveg merkilegt hvað allt er Bjart núna- hundur, dagarnir og bóndinn! Bjartur er alveg hissa á þessu. Emil Gauti og Gústaf Bjarni komu líka og hittu okkur en við fórum strax heim eftir leiksýninguna því það var svo mikið rok þannig að það var lítið leikið við þá bræður:o)
Það eru svo nýjar myndir í albúminu okkar- rosa skemmtilegt. Og von á Seyðismyndum bráðlega;o)
-BjArTuR og SuNnA
18.5.07
Allir á lífi?
Úff maður hefur sko ekki verið að standa sig hérna.... Alveg kominn tími á að setja inn fréttir og fólk farið að biðja um fleiri gullkorn Bjarts.
Nú er mamman byrjuð að vinna- búin að vera að vinna í mánuð núna og finnst það bara ágætis tilbreyting að komast út af heimilinu. Hún er bara að kenna til 11 á morgnana svo að þetta er bara skrepp á hverjum degi! Pabbinn er þá auðvitað í fæðingarorlofi með Sunnulinginn og allt hefur bara gengið eins og í sögu. Allir vakna saman á morgnana, mamma fer í vinnuna rétt fyrir 8, pabbi, Bjartur og Sunna labba út á leikskóla og skilja Bjart þar eftir, pabbi og Sunna fara heim og litla daman leggur sig og er rétt að vakna þegar mamma kemur heim og þá er sko nóg til að súpa handa dúllunni!
Bjartur fékk afmælisgjöfina sína frá mömmu og pabba um daginn. Hann á ekki afmæli strax.... en ma&pa gátu ekki beðið! Hann var sóttur í leikskólann og sendur inní herbergi að leika sér. Þegar hann kom inní herbergi var eitthvað stórt á miðju gólfinu og teppi yfir því.... Okkar maður var frekar hissa og kíkti undir teppið. Mamma spurði hvað þetta væri eiginlega. HJÓL!!! var svarið. Já, stórustrákahjól. Vitanlega var það strax prófað og allir fóru út að horfa á Bjart prófa hjólið. Sunna sofnaði í vaginum og pabbi fór fljótt inn til að baka pizzu en mamma elti Bjart 77 hringi í kringum blokkina. Hann er órtúlega góður á hjólinu- datt nokkrum sinnum í beygjum en hann var svo hátt uppi í skýjunum að hann sagði alltaf ofur glaðlega:,,Það er nú eins gott að maður er með hjááálm!" Drengurinn er svo glaður með hjólið að hann er enn ekki kominn niður á jörðina! Svo vill hann alltaf hjóla á leikskólann núna og heim aftur þegar hann er sóttur....
Sunnulingurinn er svo bara hress. Hún er alltaf brosandi og góð litla píslin. Alltaf algjör draumur þessi pínulitli krúttbolti! Og hvað haldiði? Hún er komin með leikskólapláss! Ójá litla prinsessan.... Mamman fær nú aðeins í magann yfir því... Hún byrjar næsta haust á ungadeild. Þetta þýðir auðvitað að hún fer ekki til Hildar okkar.... sem okkur þykir svo leitt því hún er svo góð.... En samt finnst okkur gott að hún sé komin með leikskólapláss... já þetta eru sko alveg ljúfsárar tilfinningar.
En að gullkornum Bjarts... Við höfum verið sko alltof löt að skrá niður snilldar pælingar hans....alveg agalegt! En því verður nú kippt í liðinn. Við látum fáein fylgja núna... þau sem við munum...
Bjartur var að syngja:,,Fuglinn minn að blaka...."
Mamma:,,hvaða lag ertu að syngja?"
Bjartur:,,Fuglinn minn að blaka".
Mamma:,,Ertu að meina Bí bí og blaka?"
Bjartur:,,Já en það eru bara lítil börn sem segja bí bí..."
Bjartur fór í "bekkjarmyndatöku" í leikskólanum.
Hann fékk eina mynd til eignar og sýndi mömmu afar stoltur hvar hann væri á myndinni.
Svo tók hann eftir að hinir krakkarnir fengu líka svona mynd og sagði:,,hey! ég er á þeirra mynd líka!"
Bjartur var að gera prump hljóð með munninum.
Í æsingnum kom slef með einu prumpinu.
Þá sagði Bjartur:,,Hehe. Það kom kvef!" (eitthvað að rugla saman kvefi og slefi)
Mamma:,,Nei þú meinar slef- það rennur slef".
Bjartur:En kvef rennur líka...." (nefrennsli)
,,Sumir bílar eru með dekk aftan á sér og þeir heita þá jeppar".
FULLT FULLT FULLT AF NÝJUM MYNDUM KOMNAR !!!!
ENJOY...
Bright and Sunny
3.4.07
Ýmislegt að gerast...
Þá er bara kominn apríl og þá fær mamman illt í hjartað! Í lok mánaðar, nánar tiltekið, 23. apríl er fæðingarorlofið búið. Það er að segja hjá mömmunni- pabbi á smá orlof eftir og hlakkar mikið til að vera heima hjá Sunnulingnum sínum. Vonandi verður tíminn fljótur að líða fram í sumarfrí hjá mömmu.... :o/
Sunna hefur tekið sprett síðustu daga! Hún stækkar og stækkar, enda farin að borða graut með alls kyns gúmmelaði útí tvisvar á dag. Svo er bara komin nótt hjá stelpunni klukkan 9 á kvöldin og hún sefur á sínu græna til morguns. Mömmu og pabba finnst skrítið að vera alltíeinu bara alveg í fríi á kvöldin.... enginn að hugsa um nema sjálfan sig. Sunna hefur nefnilega alltaf (í 5 mánuði hehe) verið í mesta stuðinu á kvöldin, aldrei sofnað fyrr en milli 11 og 12. En hún má eiga það, stelpan, að hún hefur bara næstum aldrei vaknað á nóttunni- ekki kölluð draumabarnið fyrir ekki neitt hehe. Bjartur bróðir svaf reyndar alltaf líka- drakk reyndar einu sinni svona undir morgun... Já við eigum svefnengla! Engar vökunætur á þessum bæ... nokkuð góð uppskrift á börnum sem við eigum hehehe.
Bjartur er ansi kátur þessa dagana. Alltaf að bæta í gullkornabankann.... verst að ef mamma og pabbi gleyma að skrifa þau strax niður þá gleymast mörg...
Amma og afi komu heim frá útlöndum um daginn með playmoþyrlu fyrir afastrákinn og spidermanbol og derhúfu. Okkar maður vissi ekki alveg hvernig hann átti að hemja sig í gleðinni! Hann er nefnilega búinn að hafa augun á þessari playmoþyrlu í góðan tíma og loksins eignaðist hann hana! Og svo er spiderman eitthvað það flottasta sem til er.
Amma var svo aðeins lengur í vetrarfríi og sótti strákinn sinn í leikskólann og fór með hann í blómabúðina að kaupa páskaskraut. Svo vildi Bjartur ekkert fara heim til mömmu og pabba... sagði:,,Mamma og pabbi og Sunna eru ekki heima". Amma sagði að þau væru nú alveg örugglega heima. Þá sagði kappinn:,,Já, en þau eru öll lasin". Og þá bráðnaði amma og leyfði honum að koma heim með sér. Afi skutlaði honum svo seinna heim og þá varð Sunna glöð. Já, hún er sko alveg farin að taka eftir því ef Bjartur stóri bróðir er ekki heima!
Helgamma kom í stutta heimsókn til okkar og þá var nú ýmislegt brallað- farið í sund og út að hjóla og mikið leikið. Svo var mikil sorg að horfa á eftir henni í flugvélina! En nú eru bara nokkrir dagar í að Bjartur fari á Seyðis til Helgömmu og hann er búinn að ákveða hvað verður það fyrsta sem hann gerir þegar hann kemur í afahús: leika með pottana! Fastir liðir....
Síðustu helgi fórum við öll í Húsdýragarðinn með Óðni Braga og fjölskyldu. Þetta var svona kveðjuatburður því nú er Óðinn Bragi fluttur til Svíþjóðar :o( Það var æðislega gaman í garðinum og Bjartur er spenntur að fara þegar það verður komið sumar- og þá verður kannski Sunna vakandi. Frekar mikil sóun að sofa allan tímann í Húsdýragarðinum! Hún missti af því þegar kýrin pissaði og kúkaði á gólfið! og sá ekki allar duddurnar sem krakkar eru búnir að gefa dýrunum.... Já vinirnir skemmtu sér konunglega saman! Vonandi komast myndir af þessu öllu saman fljótlega á myndasíðuna... Svo er pabbi búinn að bóka flug til Gautaborgar í byrjun júlí. Þá verða sko skemmtilegir endurfundir!
jæja, látum þetta duga í bili... vonandi koma fleiri myndir fljótlega ;o)
22.3.07
Sunna 5 mánaða
Litli Sunnulingurinn okkar er orðinn 5 mánaða og fór í skoðun í dag. Fékk sprautu og svona... og sett í fitun. Já, þó okkur finnist hún vera orðin stór þá er hún ekki nógu stór hehe. Hún samsvarar sér alveg en er lítil. Mamma hennar er heldur ekki stór, eins og hjúkkan benti pent á ;o) Þannig að nú fær hún graut tvisvar á dag með olíu takk fyrir! og hún er bara hæstánægð með það. Þetta er nú alveg sama sagan og með Bjart bróðir hennar...Við bara eignumst ekki stór börn- eða einhverja hlunka. Bjartur var reyndar alltaf langur en Sunna verður ábyggilega alltaf eins og lítil dúkka sem maður getur eeeeendalaust knúsað. Hún er fullkomin eins og hún er.
Nú eru amma og afi í útlandinu og ætla að kaupa eitthvað fyrir Bjart. Þegar hann var spurður hvað það ætti að vera sagði hann:,,ís". Einfalt.
Þannig að afi fer ekki með afastrákinn sinn í Haukahúsið á laugardaginn en það er í fínu lagi því Helgamma er að koma í heimsókn. Bjartur er sko spenntur fyrir því og hann ætlar að sýna henni Sunnu sína. Hann man ekki eftir því að hún kom þegar Sunna var skírð og mömmu fannst frekar sætt þegar hann varð spenntur fyrir komu hennar því hann vildi sýna henni Sunnu.
10.3.07
Misskilningur
Bjartur hefur verið að hlusta á geisladisk sem hann á og heitir Villikettirnir. Þar eru mörg skemmtileg lög, þar á meðal vinsælasta lagið:Við erum villikettirnir....
Í afmælinu hans Óðins Braga voru allir krakkarnir að leika villiketti og skríða á gólfinu og mjálma. Rosa fjör.
Eftir afmælið sagði Bjartur okkur frá því að villikettir mjálma ekki. Þeir syngja (því þannig er það á geisladisknum).
2.3.07
Mamma og Bjartur að spjalla
Á öskudaginn:
Mamma:,,Sástu Þorberg á leikskólanum?"
Bjartur:,,Já. Hann var langt í burtu."
Mamma:,,Hvað var hann?"
Bjartur (með svona hneykslunar-heyrðirðu ekki í mér-tón):,,Langt í burtu!"
Mamma orðar spurninguna aftur:,,hvernig BÚNING var hann í?"
Bjartur:,,Hann var latibær." (Meinar Íþróttaálfurinn).
Mamma:,,Af hverju ertu með nebba?"
Bjartur:,,Af því ég vil það".
Mamma:,,Af hverju?"
Bjartur:,,Af því þar geymi ég horið mitt... og sýg það upp."
(Jummí)
Mamma:,,Manstu hvar þú átt heima?"
Bjartur:,,Já. Hjallabraut 23. Það er langt í burtu".
Mamma:,,Nei. það er hér".
Bjartur:,,Já.. þegar ég er hjá afa og ætla að labba heim.... þáááá er það langt í burtu. Þá er betra að fara á bíl".
(klókur)
Bjartur að hugsa upphátt...
,,Ef það er laugardagur....þá má ekki slá köttinn úr tunnunni- baaaara þegar það er öskudagur".
Bjartur á öskudaginn
,,Við fengum að slá köttinn úr tunnunni- en það var enginn köttur! Það var popp!"
Bjartur er snöggur!
Svana Rós var að passa Bjart og Sunnu og Bjartur fékk þá popp og súkkulaði. Hann sofnaði svo yfir sjónvarpinu og gleymdi að bursta tennurnar. Þar sem hann er svona akkúrat týpa hafði hann svolitlar áhyggjur af þessu. Til að sannfæra sig og mömmu og pabba um að þetta væri allt í lagi sagði hann:,,Karíus og Baktus náðu ekkert að koma í tennurnar mínar því ég var svo rosa rosa snöggur að borða súkkulaðið!"
Kúkabað
Bjartur var í baði og þurfti að kúka. Hann var settur á klósettið og þegar hann var búinn fannst honum algjör óþarfi að skeina- því kúkurinn myndi bara bráðna í baðinu!
Stelpustrákur
Bjartur í baði: Mamma bibbinn kemst ofan í flöskuna! (okkar maður er mikið að pæla í typpinu á sér þessa dagana... og síðast þegar hann fór í bað setti hann lítinn leikfangakall í sömu plast flöskuna).
Mamma:,,Já þú verður að passa að bibbinn festist ekki eins og kallinn! Þá verðum við bara að klippa bibbann af!"
Bjartur:,,Já, þá verð ég stellllpa!"
Bjartur elskar systu
Sunna var búin að kúka uppá bak og mamma segist þurfa að taka kúkinn af þessum kúkalabba. Þá segir Bjartur að við ættum bara að henda henni í klósettið. Mamma tekur þátt í djókinu, tekur upp setuna og segir:,,Bless Sunna". Aumingja stór bróðir höndlaði þá ekki grínið og felldi krókódílatár og sagði að hann vildi alltaf eiga Sunnu.
1.3.07
Hvernig skildi Bjartur það sem mamma sagði?
Mamma var að segja Bjarti frá því að bráðum færum við öll saman í flugvélina á Seyðisfjörð á meðan hún var að klæða hann í útifötin.
Mamma:,,Bráðum æltum við að fara til Helgömmu á Seyðisfjörð. Það er langt síðan við höfum farið í heimsókn til ömmu!
Bjartur:,,Já...."
Mamma:,,Sunna ætlar að koma með. Hún hefur aldrei komið á Seyðisfjörð nema í bumbunni á mömmu."
Bjartur er eitthvað að melta þetta og er tilbúinn að fara á leikskólann. Pabbi kemur og þeir leggja af stað.
Þá segir Bjartur við pabba:,,Pabbi? Hún Sunna hefur aaaaaldrei séð Helgömmu á Seyðisfirði því augun í henni voru í bumbunni á mömmu!"
26.2.07
HALLÓ ;o)
Þó svo að bolludagur sé liðinn er ég enn að bolla mömmu og pabba- maður má alltaf vona að maður fái eitthvað fyrir það... T.d. á laugardaginn sló ég á rassinn hans pabba og sagði:,,Vaffla, vaffla, vaffla..." og viti menn! ég fékk vöfflu! Ég fékk líka að baka köku með mömmu því Rakel og Sjöfn og pabbi þeirra, hann Snorri, voru í bænum og þau voru svo spennt að koma að heimsækja okkur og sjá Sunnu (og mig auðvitað líka). Dagur, Inga, Máni og Sól komu líka í heimsókn og voru voða ánægð með að ég hafi bakað.
Á öskudag var ég Gríslingur og mér fannst ég svaka flottur. Hefði samt frekar verið til í að vera Spiderman en Gríslingur er samt svo mikið krútt að ég var alveg sáttur. Ég vil endalaust vera í búningnum! Það var rosa gaman að mæta á leikskólann í búning og allir krakkarnir mættu líka í búning. Svo var dansað á Sal og kötturinn sleginn úr tunnunni og þegar ég sló kom fullt af poppi úr tunnunni- það var enginn köttur þar inni!
Sunna var bangsi á öskudaginn. Það er af því að hún á bangsagalla. Hún var líka voða krútt. Hún er orðin svo dugleg og stór. Við erum meira að segja búin að fara í bað saman. En það var bara stutt. Ég bíð spenntur eftir að hún stækki meira því þá getum við leikið okkur svo mikið saman.
Um helgina sótti afi mig til að fara í Haukahúsið- maður lifir í föstum liðum ;o) Svo tókum við því bara rólega um helgina því pabbi var að spila með Kóngulóarbandinu á nóttinni og var hálf þreyttur á daginn...Fengum reyndar góða gesti eins og ég sagði áðan og tókum svo sunnudagsrúnt á sunnudaginn og eins og venjulega flýgur tíminn áfram!
Að lokum: TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ VALGEIR FRÆNDI!!!
Þíjú! -BjArTuR
20.2.07
Alltaf að klára sósuna
Bjartur sat við eldhúsborðið að borða kvöldmatinn sinn. Þá segir hann: ,,Mamma ég er alltaf að KLÁRA sósuna mína því ég er svo KLÁR. Ég er svo duglegur að klára matinn minn því ég er svo klár. Pabbi er ekki duglegur því hann er ekki klár.
Mamma berst við hláturinn. Þó þetta sé nú vitlaust þá er hann samt svo klár....
Eru læti í þér?
Sunna var að æfa söngröddina. Þá segir Bjartur með þessari sætu rödd sem hann notar alltaf þegar hann talar við Sunnu sína: ,,Eru lææææti í þér?" Alveg óendanlega sætur!
Hvernig gengur
Bjartur var að leika sér inní herbergi og mamma sat frammi að gefa Sunnu að drekka.
Svo kallar Bjartur:,,Hvernig gengur þarna frammi!?"
Eins gott að hafa yfirsýn yfir hlutina.....
Mikið að gera um helgina
Fór maður ekki í fyrsta skipti í leikhús um helgina! Það var æðislega gaman. Mömmu og pabba fannst mest gaman að horfa á mig horfa á Karíus og Baktus- skemmtilegra en að horfa á leikritið sjálft... skil það ekki. Það var nú flott hjá Berglindi að hafa samband við okkur og bjóða okkur með því þetta var æðislega gaman. Ég hef ekki talað um annað en Karíus og Baktus síðan á sunnudaginn og tók eftir alveg ótrúlegustu smáatriðum í leikritinu. Mamma var líka búin að undirbúa mig og leyfa mér að hlusta á kappana nokkrum sinnum áður en við fórum á sjálft leikritið þannig að ég gat alveg fylgst vel með því ég þekki lögin og textann. Núna finnst mér sniðugt að sitja með pabba eins og Karíus og Baktus gera- svona bak í bak. Svo finnst mér líka sniðugt að gera eins og Karíus- vera reiður og hoppa af reiði- og segi þá líka alltaf frá því að mér brá þegar hann gerði það ;o) Já, þetta var sko upplifun!
Sunna fékk ekki að koma með- Balli var að passa hana á meðan. Hún hefði líka bara orðið hrædd við lætin. Svo þegar leikritið var búið sóttum við Sunnu og fórum í bolluafmælisveislu til Erlu minnar. Þar var gaman að leika við Óðinn Braga. Ég á sko eftir að sakna hans þegar hann flytur til útlanda.
Á föstudagskvöldið komu Ásdís og Birkir að borða hjá okkur og ég var nú duglegri að leyfa þeim að leika með dótið mitt- var ekki eins stressaður í þetta skipti ;o) Svo fór ég eins og venjulega með afa í Haukahúsið á laugardaginn og prílaði og lék mér þar. Mamma, pabbi og Sunna komu svo að sækja mig til afa og ömmu. Þegar við komum heim fóru mamma og pabbi með mig í hjólatúr- ég hjólaði og þau löbbuðu og Sunna svaf í vagninum. Við fórum niður á læk að gefa öndunum brauð. Þær voru ekkert mjög svangar... en ég svekkti mig ekkert á því heldur hjólaði heim aftur með viðkomu í ísbúð og fékk trúðaís! Mmmmm.....
Núna er ég á leikskólanum allan daginn- pabbi fer með mig kl. 8 og klæðir mig í rauðu inniskóna og ég flýg inn á ungadeild. Mér finnst ég sko flottastur í þessum rauðu skóm. Svo koma mamma og Sunna að sækja mig kl.4 og þá keyri ég Sunnu mína heim í vagninum. Stundum kemur amma líka að sækja mig og þá verð ég svo glaður! Ömmu finnst líka svo gaman að sækja mig því henni finnst svo gaman að sjá hvað ég verð glaður;o)
12.2.07
Pabbi ég er jafn stór og þú
Pabbi kraup á gólfinu og Bjartur tók þá eftir því að þeir voru jafn stórir.
Bjartur: Pabbi ég er jafn stór og þú.
Pabbi: Já.
Bjartur: Þá má ég mikið!
Þá er helgin liðin...
.... alltof fljótt.
Það er svo notalegt að vera í fríi allir saman. Margt var brallað þessa helgi... Fórum í pizzuveislu á föstudagskvöldið. Pabba finnst alltaf gaman að borða annarra manna pizzur- eins og þið vitið er hann ansi duglegur og iðinn við að baka pizzur sjálfur og finnst gaman að "breyta til".
Bjartur fór svo auðvitað með afa í Haukahúsið á laugardagsmorgun. Svo fórum við fjölskyldan í bæinn að kaupa nýjan stórustráka bílstól fyrir strumpinn. Það er munur að vera kominn í nýjan stól sem er með "duddugeymslu" og allt! ;o)
Á laugardagskvöldið vaknaði Bjartur svo með eyrnaverk. Pabbinn hringdi á læknavaktina sem sagði honum að gefa stíl og sjá svo til. Við gerðum það og Bjartur gat sofið um nóttina. Þegar hann vaknaði var honum ekki lengur illt í eyranu- "það er bara skítugt" sagði hann. Þegar við fórum að kíkja í eyrað sáum við að slatti af vökva hafði lekið og storknað í eyranu....hljóðhimnan væntanlega sprungin... og ekki búið að gera meira í málinu því það er varla neitt að gera úr þessu...
Í dag voru pabbi og Bjartur sérstaklega duglegir. Þeir tóku til allan pappírinn sem safnast hefur í blaðakörfuna og fóru með hann "á haugana" eins og Bjartur segir. Þeir fóru líka uppí æfingarhúsnæði að tromma. Þegar þeir komu heim hjálpaði mamma Bjarti að baka köku því hann vildi bjóða ömmu og afa í kaffi. Svo borðaði Bjartur mikið í kvöldmatinn og þá var dagurinn búinn..
Sunna er hætt að vera ungabarn og er orðin svo mikill krakki! Á laugardagskvöldið hélt hún mömmu og pabba vel við efnið með því að hlæja við hvert hljóð sem þau gerðu. Það er æðislegt að heyra hana hlæja svona upphátt. Hún er líka farin að taka svo vel eftir og finnst skemmtilegast að fylgjast með öllu sem Bjartur gerir. Hún er farin að velta sér af maganum yfir á bakið og er aaaaalveg að ná að velta sér af bakinu yfir á magann.
Hún er ákveðin ung dama og ætlar ekkert að taka snuð þegar mömmu hennar og pabba hentar- þá lætur hún sko heyra í sér!
Vonandi koma bráðum myndir hingað inn svo að þið getið séð hvað hún hefur stækkað!
5.2.07
Fréttir
Jæja góðir hálsar!
Við erum alla vega með góða hálsa núna... hehe. Pabbinn á bænum er reyndar slappur en það er mest í nefinu.
Bjartur er nú alltaf á leiðinni á Seyðis- það er orðið svolítið langt síðan síðast...Hann fer inn í forstofuskáp og segist vera farinn á Seyðisfjörð. Hann sest á sófabakið á sófanum inní holi og það er flugvélin hans og hann flýgur þaðan á Seyðisfjörð. Í gær bjó hann til skutlu með pabba og hún var alltaf að fljúga á Seyðisfjörð.... þannig að pabbi pantaði flug fyrir strákinn sinn (og reyndar restina af familíunni líka) og planið er að fara á Seyðis um páskana. Það verður gott að kíkja aðeins á liðið þar og ekki spillir að Sól frænka verður þar líka!
Mamma og pabbi hafa verið alveg í kasti yfir guttanum síðustu daga. Hann er sko alveg að tapa sér í handboltanum.... Er búinn að fara með afa að horfa á HM í Haukahúsinu og líka búinn að fara á Haukaleik. Núna er mest spennandi að leika sér í handbolta og þá vill hann fá lýsingar á því sem hann er að gera. T.d: ,,Kemur Bjartur hlaupandi með boltann, hann stekkur upp! og skooooorar! BJARTUR LOGASOOOOOOOONNNNNN! Þá finnst honum hann vera flottastur og verður aldrei þreyttur á þessu.
Hann er duglegur strákur. Duglegur á leikskólanum, duglegur að leika og pæla í hlutum og voða duglegur með systu- stundum brussulegur en meinar alltaf vel...
Litla systir er búin að læra á röddina sína- eða er reyndar alltaf að æfa sig eitthvað með röddina því hún öskrar og býr til skrímslahljóð öllum stundum. Það er voða sniðugt en getur verið svoldið þreytandi þegar stóri bróðir fer að sofa á kvöldin.... Þá er mín alveg í stuði og er að slípa söngröddina. Þá er stóri bróðir svoldið lengi að sofna...
Hún er búin að fara í sína fyrstu sprautu og heillaði lækninn og hjúkkuna auðvitað alveg uppúr inniskónum. Hún ætlar ekki að verða sama mannafælan og bróðir hennar. Hún brosir til allra sem yrða á hana. Hún er alltaf sama sólskinsbarnið.
Það hljóta nú að fara að koma fleiri myndir hingað inn. Við látum vita þegar það gerist (Helgamma verður þá glöð).
2.2.07
Bjartur með allt undir control...
Bjartur var að leika sér inní herbergi og mamma sat frammi að gefa Sunnu að drekka.
Svo kallar Bjartur:,,Hvernig gengur þarna frammi!?"
Eins gott að hafa yfirsýn yfir hlutina.....
Bjartur talar svo sætt
Sunna var að æfa söngröddina. Þá segir Bjartur með þessari sætu rödd sem hann notar alltaf þegar hann talar við Sunnu sína: ,,Eru lææææti í þér?" Alveg óendanlega sætur!
Hvernig notar maður orðið klár?
Bjartur sat við eldhúsborðið að borða kvöldmatinn sinn. Þá segir hann: ,,Mamma ég er alltaf að KLÁRA sósuna mína því ég er svo KLÁR. Ég er svo duglegur að klára matinn minn því ég er svo klár. Pabbi er ekki duglegur því hann er ekki klár.
Mamma berst við hláturinn. Þó þetta sé nú vitlaust þá er hann samt svo klár....
ÖSKUR- dagur?
Bjartur var í heimsókn hjá ömmu og afa á sprengidag. Afi spyr Bjart hvort hann viti hvaða dagur er.
Bjartur: ,,Já öskudagur".
Afi:,,Nei í dag er sprengidagur. Á morgun er öskudagur. Og hvað gerir maður þá?"
Bjartur:,,öskrar".
Víðivellir...
Mamma var að syngja leikskólalagið hans Bjarts:
Mamma:,,Víðivellir, Víðivellir, það er skólinn minn..."
Bjartur með frekjutón: ,,Nei! MINN!"
Mamma þurfti að syngja Víðivellir, Víðivellir, það er skólinn þinn..... til að Bjartur væri sáttur.
9.1.07
Allir með hor...
Já hér á þessu heimili er sko mikið slím þessa dagana... Huggulegt? hehe namm namm.
Bjartur er búinn að vera vel kvefaður í fleiri fleiri daga núna- örugglega náð að smita systur sína því aumingja Sunnulingurinn okkar vaknar alltaf með díbblað neb og mamman skemmtir sér við að sjúúúúga á morgnana.... með þartilgerðu sogtæki. Og svo þarf hún að snýta sjálfri sér. Pabbi er sá eini sem er ekki mikið kvefaður- enda er hann alltaf í vinnunni- við náum ekki að smita hann ;o)
Allt þetta kvef leiddi til hita hjá Sunnunni sem er frekar slæmt fyrir 2 og hálfsmánaða... þannig að ma&pa drifu sig inná Barnaspítala með dúlluna og Balli passaði Bjart á meðan- nei, afsakið- hann var EKKI að passa: hann var Í HEIMSÓKN HJÁ BJARTI! Bara svona svo að það sé á hreinu ;o)
Allavega.... kom í ljós að Sunna er með eyrnabólgu þessi elska.... Það voru tvö gapandi foreldri sem horfðu á lækninn þegar hann sagði þetta! Hún sem sefur og sefur og kvartar aldrei. Maður tengir alltaf eyrnabólgu við organdi krakka sem sefur ekki á nóttunni...En svona var það. Stelpan bara sett á sýklalyf og stíla. Og ekki eldri en þetta. Við skulum vona að þetta sé ekki byrjunin á einhverju svaka ferli... úff.
Við fórum að nefna brósa við lækninn. Að hann væri búinn að vera lengi kvefaður og pirraður og alltaf að hvá. Þá vildi hann endilega fá að sjá hann og kíkja í eyrun hans líka. Við eigum tíma á föstudaginn og skrifum pirringinn á eyrnaverk... og afbrýðisköstin líka hehehe... Annars er maður bara búinn að vera svakalega duglegur og góður við litlu syss- ekkert að vilja hlusta á hana grenja undanfarna daga. Nei, hvað er þetta... hljómar eins og hann sé alveg að tapa sér:o) Hann er voða góður við systu- knúsar bara svoldið fast stundum... ;O)
Um helgina komu Ásdís og Birkir í heimsókn og Bjartmaðurinn var ekkert á því í fyrstu að lána þessum litlu börnum dótið sitt. Hann vill sko hafa allt í röð og reglu, litli maðurinn, og það gengur ekki þegar svona lítil börn leika sér "ekki rétt" með dótið. Það verður stuð á þessum bæ þegar systa fer að vilja leika dótið hans....ehemm....
Eyrún gaf Sunnu æðislegt lítið, bleikt pils sem hún "varð að kaupa á útsölunni". Sem betur fer því mamma fór á útsöluna að versla fyrir alla peningana hennar Sunnu og gleymdi að kaupa á hana pils! Keypti samt allt annað: Kjól, gallabuxur, boli, peysur, sokkabuxur og skó... Þannig að:TAKK FYRIR PILSIÐ EYRÚN :o*
Svona eru nýjustu fréttir af Brautinni nr.23. Allt að komast í rétt horf eftir jólin. Jólatréð komið á haugana og mamman á heimilinu fegin að vera laus við allt jóladraslið....þangað til næst. Bjartur var ekki alveg að skilja að jólin væru bara búin- hélt að þetta hafi verið once in a lifetime atburður. Alltaf að tönglast á því að jólin væru bara búin, já þau eru bara búin... Hann var ekki til í að pakka niður skrautinu og viðurkenna að jólin væru bara búin. Ábyggilega að pæla hvers vegna við værum þá að pakka þessu drasli niður ef jólin voru bara búin- hvers vegna hentum við þá ekki skrautinu eins og jólatrénu?? En varð svo feginn að heyra að þau koma aftur (gleymdist alltaf að nefna að þau koma aftur þegar við vorum að taka niður jólaskrautið). Frábært: maður gerir alltaf ráð fyrir að þessir krakkar viti bara hvernig þetta gengur fyrir sig...
Það fylgja engar myndir núna- eigum inni smá frí eftir jólasprengjuna ehagi? ;o) Myndavélin er samt alltaf á lofti- dónt vörrí
-Krílin
3.1.07
2007 komið
Gleðilegt ár allir saman!
Við áttum æðisleg áramót saman. Lítið um djamm hjá okkur- tókum það út á föstudeginum. Begs og Nonni héldu snilldar grímupartý sem við kíktum í- sem Fred og Wilma (aftur-lítið frumleg). Myndavélin fékk lítið frí þann tíma sem við stoppuðum og myndir væntanlegar á síðuna hans Loga any day now...
En aftur að gamlárs....
Fórum auðvitað til ömmu og afa og það má segja að afi hafi slegið í gegn! Hann klikkaði sko ekki eins og foreldrarnir á flugeldunum :o/ Bjartur var eins og engill allt kvöldið og lét meira að segja pína ofan í sig mat- ef hann fengi dönduljós.
Það þarf ekki að segja frá því að Sunnulingurinn var við sitt sama: Bara svaf og brosti hringinn þegar hún vakti- sérstaklega til Valgeirs. Hún er uppáhalds barn foreldra sinna hehe. Hitt uppáhaldsbarnið, Bjartur sprengjustrumpur, fékk að fara á HAUKABRENNNNNNUUUUUU með foreldrunum og ömmu og afa. Við höfðum það af að rúlla okkur af stað eftir að hafa troooooðið okkur út af snilldar mat og eftirrétt. Afi tók blys með á brennuna og Sprengjustrumpur var í essinu sínu þar. Rosa stuð...en maður á að fara varlega. Hann er svo pottþéttur gæi að hann tók ekki sprengjugleraugun af sér fyrr en hann var kominn safe inn aftur- hann var með eld í augunum allan tímann úti hehehe. Það sem honum dettur í hug!
Á meðan fullorðna fólkið horfði á skaupið lék Bjartur sér með dótið og svo var hlaupið á milli glugga að sjá allar sprengjurnar- það var of riskí að fara út í þetta brjálæði í hans augum.... Ekki séns að fá hann út- nema bara út á svalir.
Svo keyrðum við heim og vorum sko farin að sofa uppúr 1. Verí næs. Á nýársdag bakaði pabbi pizzu en komst ekki lengra en að fletja út deigið því Dagur hringdi og bauð okkur í mat til Gauta. Það er sko alltaf gaman að hitta Gauta og co og Dag og co! Reyndar var stoppað stutt því Bjartur átti að fara snemma að sofa og snúa aftur við sólarhringnum. Og nú er allt að komast í réttar skorður. Guttinn byrjaður aftur á leikskólanum, pabbinn byrjaður að vinna full time og mamma og Sunna dúllast heima þangað til Bjartur er sóttur.
Sunna er að verða meiri og meiri krakki- farin að spjalla og fatta að hún er með hendur (sem fá sko að finna fyrir því). Henni finnst mest gaman að vaka á kvöldin og kúka uppá bak til að græða baðferð... Hún er alltaf glöð og brosandi litla ljósið. Sefur (ennþá) allar nætur og er bara algjört sólskinsbarn. Brósi þarf stundum aðeins að knúsa fast og klípa svolítið.... :o/ Það er svo gaman að heyra hana grenja... en annars skiptir hann sér lítið af þessu.
Jæja, myndir frá síðustu vikum aaaaaalveg að detta inn!
-Krílin
2.1.07
uss Bjartur...
Bjartur var í Bónus - eða svínabúðinni eins og hann kallar hana- með ömmu sinni. Þegar þau koma að kassanum og eru að fara að borga tekur Bjartur eftir afgreiðsludömunni. Hún var með rautt hár, hring í vör og nefi: svokallaður pönkari. Þá segir okkar maður hátt og snjallt:,,Amma! Sérðu KALLINN?" (kallaði stelpuna karl). Svo kom:,,Hann er eins og GRÝÝÝÝLA!"
Amman svitnaði og roðnaði....
Þegar jólin koma
Greinilegt er að þessi frasi:,,þegar jólin koma", var mikið notaður á Bjart í desember.
Bjartur var að borða vínber úr skál. Svo ákveður hann að gefa mömmu sinni eitt vínber og segir:,,Mamma. Þú mátt ekki borða þetta vínber strax. Þú átt að geyma það hérna þangað til jólin koma."
Mamma sá fyrir sér að vínberið væri orðið að rúsínu þegar næstu jól koma...
Afi kinkí?
Mamma og Bjartur fóru í heimsókn til ömmu og afa. Á meðan á heimsókninni stóð fór afi í bað. Þegar hann var búinn í baði kom hann fram með bleikt handklæði um sig. Þegar mamma og Bjartur komu svo heim aftur voru gestir komnir í heimsókn. Þá tilkynnti Bjartur að hann afi hefði klætt sig í bleikan kjól.
Orðaforði
Mamma og Bjartur voru að leika sér og skemmta sér. Bjarti fannst eitthvað fyndið og mamma segir:,,þetta var fyndið!" Þá segir Bjartur:,,Nei mamma, þetta var BRÁÐfyndið".
Hagkaup- þar sem íslendingum finnst skemmtilegast að versla
Afi er alltaf að djóka við Bjart um hvar hann fékk hitt og þetta og segir þá:,,Fékkstu þetta í Hagkaup?"
T.d. ef Bjartur er frekur þá segir hann:,,Hvar fékkstu þessa frekju? Í Hagkaup?"
Einn daginn kemur afi í heimsókn með fína sixpencarann sinn. Bjartur fær að máta húfuna og afi segir að hann þurfi nú að fá sér svona eins húfu. Þá segir Bjartur:,,Já í Hagkaup!".
Bjartur sannfærir
Bjartur spyr mömmu hvort hann eigi að kitla hana. Mamma segir nei. Þá segir Bjartur afar sannfærandi:,,Jú, þig laaaaaaangar svo!"
Þarf ekkert að heyra það sem pabbi segir
Bjartur sat í bílnum á leiðinni til læknis. Pabbi og mamma eru að spjalla við hann en hann heyrir voða lítið og segir alltaf ha? og segir að pabbi tali eitthvað skrítið. Þá segir pabbi að við séum á leiðinni til læknis og að hann ætli að kíkja í eyrun hans. Eftir smá þögn segir Bjartur:,,En mig langar ekkert að heyra í þér pabbi."
Fullorðnir mega allt
Pabbi kraup á gólfinu og Bjartur tók þá eftir því að þeir voru jafn stórir.
Bjartur: Pabbi ég er jafn stór og þú.
Pabbi: Já.
Bjartur: Þá má ég mikið!