Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

28.11.12

Börn

Dagný: "Mamma, börn eru lítið mannfólk."
Mamma: "Já... voruð þið að tala um það í leikskólanum?"
Dagný: "Nei.... ég bara veit það. Börn eru mannfólk með kjöt og bein..."

14.11.12

Hér. Þar. Allstaðar.

Þegar Dagný er sótt á leikskólann biður hún yfirleitt um að fara eitthvað í heimsókn. Þegar mamman segir að við séum bara að fara beint heim vill hún þá fá einhvern í heimsókn til okkar... Oft spyr hún líka hvort einhver sé heima og bíði eftir okkur... Amma er efst á óskalistanum, svo Lilja frænka og svo einhverjir vinir.
Einhvern tímann kom Sunna með að sækja krakkana í leikskólann og Dagný byrjar að rukka um heimsóknir, smitar Sunnu og hún vill þá líka fara eitthvað...til ömmu&afa, Lilju, Jönu Maríu og bara hvert sem er! Þá segir mamman(þreytt á þessu):"viljiði bara vera allstaðar annarsstaðar en heima hjá ykkur?"
"JÁÁÁ!" Fagna þær báðar, eins og þetta sé mjög góð hugmynd. ;)

Lífið...

Dagný: "Mamma. Hvað ertu gömul?"
Mamma:"33."
Dagný:"vá! Hvað verðurðu gömul þegar ég verð 33?"
Mamma:"...eitthvað kringum 60 ára..."
Dagný:"En þegar ég verð 60 ára?"
Mamma:"...eeee ábyggilega 90." (skemmtilegur leikur)
Dagný:"vó. En þegar ég verð 90?!"
Mamma (farin að deprimerast aðeins...):"Baaaraa... vonandi 120..."
Dagný (grípur eiginlega frammí):"verðurðu þá ekki dauð!?"

hver er eiginlega leiðin í sjónvarpið?

Dagný:"oh, mamma. Mig langar svo að giftast íþróttaálfinum!"
Mamma:"nú af hverju?"
Dagný:"Til að komast í sjónvarpið!" Eins og vanalega: hneyksluð á því hvað mamma er ekki með á nótunum....

Hugsuðir... gamlir og nýir

Bjartur eitthvað að pæla... eins og venjulega:"Mamma? Alltaf, sko ALLTAF, þegar maður leggur saman tvær oddatölur fær maður út slétta."
Mamma: "já, er það?"
Bjartur:"Já! það er bara svoleiðis."
Mamma:"Hvernig?"
Bjartur:"Bara. Þegar þú tekur einn af oddatölu og einn af hinni oddatölunni.... þá bara eru sléttar eftir og svo er einn plús einn sama og tveir..." (stundum vildi maður sjá inní hausinn á honum)
Mamma:"Já! Og varst þú bara að fatta þetta?"
Bjartur (frekar hneykslaður):"Já! ...eða ekki bara ég. Heldur einhver annar. Fyrir mörghundruð árum..."

Sorrý. Ættartalan skiptir máli...

Dagný: "Mamma. Þú ert alveg bráðfalleg!"
Mamma (hugsar: vó, hvað nú?): "..eeee... takk fyrir?"
Dagný: "Eða. Samt ekki..."
Mamma, agalega móðguð:"nú??"
Dagný: "Já... þú ert nefnilega ekki prinsessa.."

Ekki þessi penasta í bransanum...

Dagný einn sunnudagsmorguninn: "Ok, mamma. Nú byrjar ballið!" *prrrrrruuump*