Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

24.7.04

Enn fleiri gjafir

Í dag komu gjafir frá Helgu Björt og Ingabirni alla leið frá Danmörku. Mamma hennar Helgu kom með gjafirnar og líka sjálf með gjafir handa mér. Ég fékk rosa flotta peysu frá henni og mamma fékk lyklakippu með bláum vangi sem hún setti lyklana sína um leið á, einmitt það sem hana vantaði. Frá Danmörk fékk ég ógó flott Bangsímon föt. Ljósar buxur, hvítan bol og sokka, allt með myndum af Bangsímon og félögum. Ég var ákaflega ánægður með gjafirnar og mamma og pabbi líka, eins og með allar gjafirnar sem ég hef fengið. Nú á ég orðið svo mikið dót að það þarf að fara að rýma til í litla "Seyðó", en það er herbergið mitt =)

Engin ummæli: