Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

20.7.04

Bréf til pabba ( í vinnuna )

Hæ pabbi,

Ég er búinn að vera svoldill prakkari í morgun, híhí, byrjaði á því að drulla uppá herðablöð (eins og mamma segir) og mér fannst það svo fyndið að ég brosti og brosti á meðan mamma var að bakslast við að taka bleyjuna. ég er búinn að fatta það að ef ég brosi voða mikið þá getur mamma ekki orðið reið.
það var svo kominn kúkur út um allt og mamma oft búin að segja við mig að nú vantaði pabba því að það var sko þörf fyrir neyðarsturtu!!
En ég passaði mig á því að gera þetta þegar þú varst farinn í vinnuna því mig langaði svo í bað og ég fékk að fara í bað!!!:þ

ÞAÐ VAR SVO GAMAN!!

Ég var svo þakklátur að ég spjallaði og spjallaði við mömmu( hún verður líka að vera glöð) og spriklaði eins og ég ætti lífið að leysa! MIKIÐ ER GAMAN Í BAÐI! ég var heldur ekkert glaður þegar mamma sagði að nú væri komið nóg og tók mig uppúr en ég jafnaði mig nú fljótt því mig grunaði að þá fengi ég að drekka .

Svo byrjaði mamma alltí einu að hrópa og kalla nafnið mitt. ég skildi ekki alveg af hverju fyrst...en svo fattaði ég að ég var að pissa. ég skil nú ekki öll þessi læti í kellingunni- ég var hvort eð er blautur OG í handklæðinu.... mamma þurrkaði mér voða vel eftir þetta og ég var bara nokkuð sáttur- vissi að nú væri kominn matartími namm namm, en þá var ég bara settur í rúmið hennar og hún fór að skipta um föt!!!! var eitthvað að tala um að hún væri blaut- EFTIR MIG! Ég sem skvetti EKKERT á hana í baðinu! skil ekkert í þessu en svo fékk ég sjússinn minn og sofnaði vært í einn og hálfan. þá var ég aftur orðinn svangur. mamma var svo þreytt (ég var samt ekki SVO erfiður í morgun finnst mér) að ég fékk að koma uppí til hennar og drekka liggjandi. En ég kann nú á hana mömmu. Ég sýndi mínar bestustu bestu hliðar og smilaði og skríkti og þá varð hún að vakna og koma með mér fram. Ég var líka voða skemmtilegur þegar við komum fram. það var líka ekki hægt annað því ég fékk að leika mér á teppinu mínu. það var svo gaman að meira að segja mamma hló! Hún var reyndar e-ð að tala um lappirnar á mér hvað þær væru spenntar þannig að ég hreyfði þær bara ennþá meira (bara svona til að skemmta mömmu) og þá hló hún ennþá meira en versta við þetta ævintýri var að okkur vantaði að hafa þig með elsku pabbi minn. ég sakna þín svo mikið að ég ætla að knúsa þig og brosa til þín þegar þú kemur heim til mín.

Engin ummæli: