Bjartur, Sunna, Dagn og Sindri

8.7.12

Maður KEYRIR bíl!

Sunna og Dagný voru úti að hjóla. Sú eldri var á tvíhjóli en sú yngri á hlaupahjóli, eða "skvísuhjóli" eins og hún kallar það. Sunna er tiltölulega nýhætt að nota hjálpardekk og er aðeins óörugg með að stýra framhjá og eitthvað treystir hún illa að hafa fiðrildið hana systur sína fyrir framan sig því hún segir:"Dagný, leyfðu mér að fara á undan því ég gæti keyrt á þig".
Þá gellur í þessarri á skvísuhjólinu þegar hin fer á undan:"En þú ert ekki á bíl!"