Dagný á góða vinkonu sem heitir Jana María. En okkar dömu er lífsins ómögulegt að geta sagt nafnið hennar... Eftir mikið ströggl af "Maramaría", "Mana María", "Naramaría", "Jaramanía".... og bara hvað sem er annað en "Jana María" hefur hún nú fundið lausnina:"Maríubjalla!" ..... og það er alveg jafn sætt ;o)
27.8.11
26.8.11
Misskilningur...
Sindri vill alltaf vera í kringum krakkana og tautar ánægður þegar hann nær þeim:"mama mama mama..." Verst að Sunna, litla mamma, passar þá svo vel uppá Sindra sinn, tekur hann alltaf upp og kemur með hann til mömmu. "Hann er að kalla á þig." Endar alltaf á því að litli maðurinn verður hundóánægður að fá ekki að vera með... ;o)
Sindri stendur
Eitthvað er okkar maður að flýta sér að stækka þessa dagana. Farinn að standa upp hér og þar við mikinn fögnuð stóru krakkanna. Svo vantar bara herslumuninn að skríða á fjórum. Því að silast eitthvað áfram á fjórum fótum þegar maður þarf sko að flýta sér á eftir krakkahópnum og það virkar svona fínt að skjótast eins og eðla á maganum á eftir þeim? Nei, maður er ekkert að gera neitt í rólegheitum þegar liðið er heima...
Flottast finnst Bjarti þegar Sindri kemur skríðandi eins og hermaður í leyni og dregur svo undir sig lappirnar og sest svo upp. "Mamma! SÁSTU þetta?!", segir hann í hvert e i n a s t a skipti, alltaf jafn stoltur.
23.8.11
Sindri kominn með tönn.
Það er nú best að skrásetja það svo maður muni þetta ;o)
Drengurinn er búinn að hafa mikið fyrir að poppa þessari tönn upp. Þ.e.a.s. hefur haft mikið fyrir að gráta og vera pirripú. Mamman hefur aðallega fundið fyrir því. Ekki getað lagt hann frá sér nema augnablik, rétt til að ganga frá þvottinum. Nú hugsar Grandma Bench: "meiri lygin, ég er alltaf að ganga frá þvotti þarna!" en þvotturinn er bara svona mikill mamma mín!! ;o)
Svo er bara að vona að ekki verði eins mikið fyrir næstu tönnum haft.... svona eins og að fæða fyrsta barnið: það er erfiðast og ryður leiðina, vont en það venst og allt það
15.8.11
Dónaskapur...
Saga úr leikskólanum:
Krakkarnir fengu krítar í útiverunni og einhverjir höfðu krítað á veggina á leikskólanum. Þá heyrist í Miss D:"Hver er að krrrooota svona á vegginn? En dónalegt!"
Þess má geta að Dagný er eina barnið okkar (hingað til) sem hefur tekið sig til og krotað á veggi heimilisins.....ítrekað!
Fegursti fífillinn?
Dagný spurði aaafar væminni röddu:"Mamma? Er ég ekki fallegasta blómið þitt?"
Hún kann að bræða mann þessi stelpa
Dagný dúll, mamma klikk
Dagný dúll er ekki kölluð dúll fyrir ekki neitt. Auk þess hversu mikil dúlla hún er, kann hún sko að dúlla sér!
Og hún var að dúlla sér við litlu fígúrurnar sínar einn morguninn og hlustaði ekki nógu vel á mömmu sína þegar hún var að biðja hana um að flýta sér:
Mamma:"Dagný, komdu og drífðu þig að borða morgunmatinn þinn."
Dagný:"Já, ég er bara aðeins að leika mér."
M:"Nei, komdu strax. Við erum að fara svo í leikskólann. Sýndu nú dýrunum þínum hvað þú ert dugleg að borða. Þau langar svo að sjá hvað þú ert dugleg. Þau segja: Dagný, komdu að borða. Sýndu okkur."
D:"NEI. Þau kunna ekki að tala!!!!! (alveg með sinni kröftugu hneykslunar rödd).
Mamman aaaaaaaalveg að missa þolinmæðina....
Dagný heldur áfram að dúlla sér og spjallar við dýrin og þau "svara" henni.
M:"Nú? Kunna þau NÚNA að tala?
D:"NEI!! ÉG er að segja þetta!!" Enn hneykslaðri á auðtrúa mömmu sinni.